„Bóndahlutverkið fer mér vel“ Gunnar Leó Pálsson skrifar 14. ágúst 2014 09:30 Sigurður Sigurjónsson hefur nýtt undanfarna daga til þess að kynnast hrútunum. Mynd/Sturla Brandth Grovlen „Ég nýt þess að vera í sveitinni og hef verið hér í Bárðardal í nokkra daga að æfa með hrútunum. Bóndahlutverkið fer mér vel, það er í raun mínar ær og kýr,“ segir leikarinn Sigurður Sigurjónsson, en hann leikur eitt aðalhlutverkanna í nýrri íslenskri kvikmynd sem ber nafnið Hrútar. „Það fyrsta sem ég sagði þegar ég fann fjósalyktina í sveitinni var „I love it“ eins og ég hef nokkrum sinnum sagt áður þegar ég finn þessa æðislegu lykt,“ bætir Siggi við. Tökur á myndinni hefjast á mánudag í Bárðardal fyrir norðan og leikur Siggi þar á móti Theódóri Júlíussyni. „Við leikum bræður sem hafa ekki talað saman í einhver fjörutíu ár en það er þó ekki þannig í raunveruleikanum því við Teddi erum góðir vinir,“ bætir Siggi við léttur í lundu.Grímur Hákonarson er leikstjóri og höfundur myndarinnar. „Myndin gengur í raun út á samband bóndans við sauðkindina og það er ekki mikið talað í myndinni þar sem bræðurnir tala ekki saman,“ segir Grímur. „Það kemur upp ákveðið vandamál í sveitinni og myndin fjallar um viðbrögð bræðranna við þessu ástandi. Þessi saga gæti höfðað til fólks, þetta er mjög gott handrit og ég hlakka mikið til þess að takast á við verkefnið,“ bætir Siggi við. Hann segir það mjög mikilvægt að kynnast dýrunum í sveitinni vel áður en tökur hefjast. „Dýrin leika stórt hlutverk og það þarf að kynnast þeim. Ég er búinn að vera að klappa þeim og kynnast undanfarna daga og við erum orðin vinir. Ég kann vel við hrútinn þó hann hafi stangað mig aðeins fyrst,“ segir Siggi, sem er mikill dýravinur.Sigurður Sigurjónsson í hlutverki sínu.Framleiðandinn, Grímar Jónsson hjá Netop Films, segir að undirbúningur gangi mjög vel og það sé frábær andi í Bárðardal. Eins og fyrr segir hefjast tökur á mánudag og standa þær yfir þangað til í byrjun september og verður þá gert smáhlé á tökum. „Tökur hefjast svo aftur í nóvember því myndin gerist einnig að vetri til og við verðum að hafa snjó,“ bætir Grímur við. Aðrir leikara í kvikmyndinni Hrútar eru Charlotte Böving, Pétur Einarsson, Gunnar Jónsson, Sveinn Ólafur Gunnarsson, Sigríður Hafstað, Viktor Már Bjarnason, Ingrid Jónsdóttir, Jörundur Ragnarsson, Þorleifur Einarsson, Þorsteinn Gunnar Bjarnason, Ásgrímur Guðnason, Jónas Sen, Ólafur Ólafsson og Jenný Lára Arnórsdóttir. Bíó og sjónvarp Mest lesið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Kim féll Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fellaskóli vann Skrekk Lífið Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Lífið Fleiri fréttir Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Sjá meira
„Ég nýt þess að vera í sveitinni og hef verið hér í Bárðardal í nokkra daga að æfa með hrútunum. Bóndahlutverkið fer mér vel, það er í raun mínar ær og kýr,“ segir leikarinn Sigurður Sigurjónsson, en hann leikur eitt aðalhlutverkanna í nýrri íslenskri kvikmynd sem ber nafnið Hrútar. „Það fyrsta sem ég sagði þegar ég fann fjósalyktina í sveitinni var „I love it“ eins og ég hef nokkrum sinnum sagt áður þegar ég finn þessa æðislegu lykt,“ bætir Siggi við. Tökur á myndinni hefjast á mánudag í Bárðardal fyrir norðan og leikur Siggi þar á móti Theódóri Júlíussyni. „Við leikum bræður sem hafa ekki talað saman í einhver fjörutíu ár en það er þó ekki þannig í raunveruleikanum því við Teddi erum góðir vinir,“ bætir Siggi við léttur í lundu.Grímur Hákonarson er leikstjóri og höfundur myndarinnar. „Myndin gengur í raun út á samband bóndans við sauðkindina og það er ekki mikið talað í myndinni þar sem bræðurnir tala ekki saman,“ segir Grímur. „Það kemur upp ákveðið vandamál í sveitinni og myndin fjallar um viðbrögð bræðranna við þessu ástandi. Þessi saga gæti höfðað til fólks, þetta er mjög gott handrit og ég hlakka mikið til þess að takast á við verkefnið,“ bætir Siggi við. Hann segir það mjög mikilvægt að kynnast dýrunum í sveitinni vel áður en tökur hefjast. „Dýrin leika stórt hlutverk og það þarf að kynnast þeim. Ég er búinn að vera að klappa þeim og kynnast undanfarna daga og við erum orðin vinir. Ég kann vel við hrútinn þó hann hafi stangað mig aðeins fyrst,“ segir Siggi, sem er mikill dýravinur.Sigurður Sigurjónsson í hlutverki sínu.Framleiðandinn, Grímar Jónsson hjá Netop Films, segir að undirbúningur gangi mjög vel og það sé frábær andi í Bárðardal. Eins og fyrr segir hefjast tökur á mánudag og standa þær yfir þangað til í byrjun september og verður þá gert smáhlé á tökum. „Tökur hefjast svo aftur í nóvember því myndin gerist einnig að vetri til og við verðum að hafa snjó,“ bætir Grímur við. Aðrir leikara í kvikmyndinni Hrútar eru Charlotte Böving, Pétur Einarsson, Gunnar Jónsson, Sveinn Ólafur Gunnarsson, Sigríður Hafstað, Viktor Már Bjarnason, Ingrid Jónsdóttir, Jörundur Ragnarsson, Þorleifur Einarsson, Þorsteinn Gunnar Bjarnason, Ásgrímur Guðnason, Jónas Sen, Ólafur Ólafsson og Jenný Lára Arnórsdóttir.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Kim féll Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fellaskóli vann Skrekk Lífið Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Lífið Fleiri fréttir Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Sjá meira