Flateyringar komnir í kvikmyndaútgerð Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 7. ágúst 2014 07:00 Sindri segir að lið hans vilji þakka Flateyringum tillitssemina í sambúðinni með því að hafa forsýningu fyrir vestan í næsta mánuði. „Flateyringar eru höfðingjar heim að sækja,“ segir Sindri Páll Kjartansson, framleiðandi myndarinnar París norðursins sem tekin var upp að mestu á Flateyri á síðasta ári. Hann segir Flateyringa hafa verið svo tillitssama að menn hafi auðveldlega fengist til að fresta því að slá blettinn ef sláttuvélin truflaði við tökur. „Eiginlega fengum við að slökkva nokkrum sinnum á bænum,“ segir hann. Ekki stendur á bæjarbúum heldur þegar vantar fólk fyrir framan tökuvélina. Nú ætlar Bryndís Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Arctic Odda, til dæmis að taka að sér hlutverk prestsins í myndinni Þrestir sem Rúnar Rúnarsson og félagar eru að taka upp þar í bæ.Sindri Páll Kjartansson kvikmyndaframleiðandi.Eflaust muna margir eftir því þegar Einar Oddur Kristjánsson heitinn lék prest í sjónvarpsþættinum Í faðmi hafsins árið 2001. En svo er það presturinn sjálfur, hann þarf ekkert að leika því hann kemur fram í eigin persónu í japanskri heimildarmynd sem tekin var upp fyrir tveimur árum. „Ég bý svo vel að það var laust í kjallaranum hjá mér þannig að ég leyfði þeim bara að gista þar,“ segir séra Fjölnir Ásbjörnsson á Holti í Önundarfirði, en þar er æðarvarp mikið sem Japanir hafa mikinn áhuga á, enda selst æðardúnn dýrum dómum þar í landi. Tökumenn sem bjuggu í kjallaranum eltu guðsmanninn hvert fótmál á tveggja vikna tímabili með myndavélar og hljóðnema. Presturinn var því bæði í dún- og kvikmyndatöku á þessum tíma. „Það var náttúrlega svolítið skrýtið að þurfa að opna dyrnar þrisvar, fjórum sinnum þar til þeir voru ánægðir,“ segir hann. Fjölnir hefur ekkert heyrt af viðtökum í Japan en segir: „Ég á ekki von á öðru en að þær hafi verið bara alveg frábærar.“ Sindri segir að í svo litlu samfélagi gefist ekki vel að taka upp símann þegar komið er að reddingum. „Það er betra að fara í bíltúr, þá hittir maður menn þannig að þetta reddast allt á rúntinum,“ segir hann. Nálægðin á sér líka spaugilega hlið því þegar hann var búinn að finna heppilegan hund, eftir dauðaleit í nærsveitum, til að leika á móti aðalleikaranum þá sagði hundeigandinn: „Það þarf að venja hann fyrst að leikaranum. Hver er þessi leikari?“ Hún fékk þau svör að sá héti Helgi Björnsson. „Nú, Helgi bróðir, hundurinn þekkir hann nú.“ Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir París norðursins slær í gegn Kvikmyndin París norðursins eftir Hafstein Gunnar Sigurðsson fær mjög góða dóma eftir heimsfrumsýningu á kvikmyndahátíð í Tékklandi. Hafsteinn Gunnar sagður í hópi bestu leikstjóra Evrópu. 9. júlí 2014 12:52 Björn Thors sóttur á limmósínu Vel var gert við aðalleikarann þegar öllum Flateyringum var boðið á París norðursins í Ísafjarðarbíói um helgina. 1. september 2014 17:45 „Þurfum að skrifa sjálfar bitastæð kvenhlutverk" Nanna Kristín Magnúsdóttir tók pásu frá leikhúsinu og hélt út fyrir landsteinana í kvikmyndanám. 22. ágúst 2014 09:00 "David Gordon Green er búinn að sjá myndina og elskaði hana“ Hafsteinn Gunnar Sigurðsson heimsfrumsýndi myndina París norðursins á Karlovy Vary-kvikmyndahátíðinni í vikunni. 10. júlí 2014 12:00 París norðursins fær fjórar stjörnur Gagnrýnandi Prague Post lofar myndina. 16. júlí 2014 09:30 Hafsteinn einn tíu kvikmyndagerðamanna sem verður að þekkja Hafsteinn Gunnar lofaður í vefriti Dazed & Confused af David Gordon Green. 14. ágúst 2014 10:00 Titillag París norðursins frumflutt á Vísi Tónlistin í myndinni þykir einstaklega vel heppnuð en hún er eftir hljómsveitina Prins Póló. 25. júlí 2014 11:00 Mest lesið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Fleiri fréttir Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
„Flateyringar eru höfðingjar heim að sækja,“ segir Sindri Páll Kjartansson, framleiðandi myndarinnar París norðursins sem tekin var upp að mestu á Flateyri á síðasta ári. Hann segir Flateyringa hafa verið svo tillitssama að menn hafi auðveldlega fengist til að fresta því að slá blettinn ef sláttuvélin truflaði við tökur. „Eiginlega fengum við að slökkva nokkrum sinnum á bænum,“ segir hann. Ekki stendur á bæjarbúum heldur þegar vantar fólk fyrir framan tökuvélina. Nú ætlar Bryndís Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Arctic Odda, til dæmis að taka að sér hlutverk prestsins í myndinni Þrestir sem Rúnar Rúnarsson og félagar eru að taka upp þar í bæ.Sindri Páll Kjartansson kvikmyndaframleiðandi.Eflaust muna margir eftir því þegar Einar Oddur Kristjánsson heitinn lék prest í sjónvarpsþættinum Í faðmi hafsins árið 2001. En svo er það presturinn sjálfur, hann þarf ekkert að leika því hann kemur fram í eigin persónu í japanskri heimildarmynd sem tekin var upp fyrir tveimur árum. „Ég bý svo vel að það var laust í kjallaranum hjá mér þannig að ég leyfði þeim bara að gista þar,“ segir séra Fjölnir Ásbjörnsson á Holti í Önundarfirði, en þar er æðarvarp mikið sem Japanir hafa mikinn áhuga á, enda selst æðardúnn dýrum dómum þar í landi. Tökumenn sem bjuggu í kjallaranum eltu guðsmanninn hvert fótmál á tveggja vikna tímabili með myndavélar og hljóðnema. Presturinn var því bæði í dún- og kvikmyndatöku á þessum tíma. „Það var náttúrlega svolítið skrýtið að þurfa að opna dyrnar þrisvar, fjórum sinnum þar til þeir voru ánægðir,“ segir hann. Fjölnir hefur ekkert heyrt af viðtökum í Japan en segir: „Ég á ekki von á öðru en að þær hafi verið bara alveg frábærar.“ Sindri segir að í svo litlu samfélagi gefist ekki vel að taka upp símann þegar komið er að reddingum. „Það er betra að fara í bíltúr, þá hittir maður menn þannig að þetta reddast allt á rúntinum,“ segir hann. Nálægðin á sér líka spaugilega hlið því þegar hann var búinn að finna heppilegan hund, eftir dauðaleit í nærsveitum, til að leika á móti aðalleikaranum þá sagði hundeigandinn: „Það þarf að venja hann fyrst að leikaranum. Hver er þessi leikari?“ Hún fékk þau svör að sá héti Helgi Björnsson. „Nú, Helgi bróðir, hundurinn þekkir hann nú.“
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir París norðursins slær í gegn Kvikmyndin París norðursins eftir Hafstein Gunnar Sigurðsson fær mjög góða dóma eftir heimsfrumsýningu á kvikmyndahátíð í Tékklandi. Hafsteinn Gunnar sagður í hópi bestu leikstjóra Evrópu. 9. júlí 2014 12:52 Björn Thors sóttur á limmósínu Vel var gert við aðalleikarann þegar öllum Flateyringum var boðið á París norðursins í Ísafjarðarbíói um helgina. 1. september 2014 17:45 „Þurfum að skrifa sjálfar bitastæð kvenhlutverk" Nanna Kristín Magnúsdóttir tók pásu frá leikhúsinu og hélt út fyrir landsteinana í kvikmyndanám. 22. ágúst 2014 09:00 "David Gordon Green er búinn að sjá myndina og elskaði hana“ Hafsteinn Gunnar Sigurðsson heimsfrumsýndi myndina París norðursins á Karlovy Vary-kvikmyndahátíðinni í vikunni. 10. júlí 2014 12:00 París norðursins fær fjórar stjörnur Gagnrýnandi Prague Post lofar myndina. 16. júlí 2014 09:30 Hafsteinn einn tíu kvikmyndagerðamanna sem verður að þekkja Hafsteinn Gunnar lofaður í vefriti Dazed & Confused af David Gordon Green. 14. ágúst 2014 10:00 Titillag París norðursins frumflutt á Vísi Tónlistin í myndinni þykir einstaklega vel heppnuð en hún er eftir hljómsveitina Prins Póló. 25. júlí 2014 11:00 Mest lesið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Fleiri fréttir Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
París norðursins slær í gegn Kvikmyndin París norðursins eftir Hafstein Gunnar Sigurðsson fær mjög góða dóma eftir heimsfrumsýningu á kvikmyndahátíð í Tékklandi. Hafsteinn Gunnar sagður í hópi bestu leikstjóra Evrópu. 9. júlí 2014 12:52
Björn Thors sóttur á limmósínu Vel var gert við aðalleikarann þegar öllum Flateyringum var boðið á París norðursins í Ísafjarðarbíói um helgina. 1. september 2014 17:45
„Þurfum að skrifa sjálfar bitastæð kvenhlutverk" Nanna Kristín Magnúsdóttir tók pásu frá leikhúsinu og hélt út fyrir landsteinana í kvikmyndanám. 22. ágúst 2014 09:00
"David Gordon Green er búinn að sjá myndina og elskaði hana“ Hafsteinn Gunnar Sigurðsson heimsfrumsýndi myndina París norðursins á Karlovy Vary-kvikmyndahátíðinni í vikunni. 10. júlí 2014 12:00
Hafsteinn einn tíu kvikmyndagerðamanna sem verður að þekkja Hafsteinn Gunnar lofaður í vefriti Dazed & Confused af David Gordon Green. 14. ágúst 2014 10:00
Titillag París norðursins frumflutt á Vísi Tónlistin í myndinni þykir einstaklega vel heppnuð en hún er eftir hljómsveitina Prins Póló. 25. júlí 2014 11:00