Ert þú að styrkja hernám Ísraelsmanna? Sema Erla Serdar. skrifar 7. ágúst 2014 08:28 Ég mun seint gleyma því sem ég heyrði þegar ég kveikti á útvarpinu í bílnum á leiðinni heim í gærkvöldi. Fréttirnar á RÚV voru nýbyrjaðar og þegar ég stillti á Rás 2 var verið að segja frá því að vopnahlé hefði haldist á Gaza í dag. Mér leið vel í um það bil þrjár sekúndur, því næst var sagt frá Abdel Majed, átta ára strák frá Gaza, sem á sinni stuttu ævi hefur nú þegar upplifað þrjú stríð. Í fréttunum var sagt frá því að um 1.800 Palestínumenn hefðu látið lífið frá því að átök hófust, enn á ný, á Gaza-svæðinu, fyrir tæpum mánuði. Af þessum 1.800 einstaklingum sem hafa látið lífið voru fæstir í stríði við Ísraelsmenn. Af þessum 1.800 einstaklingum voru næstum því 400 börn. Fleiri en 2.700 börn til viðbótar særðust, og gert er ráð fyrir því að hátt í 400.000 börn muni þurfa á bráðri sálfræðiaðstoð að halda vegna átakanna, til dæmis þau sem hafa séð fjölskyldur sínar myrtar. Þeirra á meðal er Abdel, sem var að horfa á teiknimyndir þegar húsið hans var sprengt upp af Ísraelsmönnum. Árið 2012 létust 254 Palestínumenn, þar af 30 börn í árásum Ísraelsmanna á Gaza. Árin 2011 og 2010 létu rúmlega 300 Palestínumenn lífið og árin 2008 og 2009 rúmlega 2.000 manns. Svona mætti lengi telja, enda er hér um áratuga langan hrylling að ræða, en hátt í 10.000 Palestínumenn hafa látið lífið frá aldamótunum. Hvað þarf Abdel að upplifa mörg stríð áður en alþjóðasamfélagið fer að gera eitthvað af viti? Hvað þarf Abdel að horfa á marga Palestínumenn deyja áður en ríkisstjórn Íslands mun þora að taka alvarlega á glæpum Ísraelsmanna? Hvað þarf Abdel að bíða lengi eftir því að þú gerir eitthvað?Stuðningur í verki Íslenskir neytendur geta sýnt andstöðu sína gegn síendurteknum árásum Ísraelsmanna á heimastjórnarsvæði Palestínumanna, sem hefur kostað þúsundir óbreyttra borgara, kvenna og barna lífið, með því að sniðganga ísraelsk fyrirtæki, vörur og þjónustu, sem og alþjóðleg fyrirtæki sem styðja við aðgerðir Ísraelsmanna. Með því sýnum við stuðning í verki við mannréttinda- og frelsisbaráttu Palestínumanna. Það er vitað að slíkar aðgerðir hafa áhrif. Það voru slíkar aðgerðir sem komu apartheid-stjórninni frá í Suður-Afríku. Fjármálaráðherra Ísraels lýsti því yfir á dögunum að hann hefði verulegar áhyggjur af aukinni sniðgöngu á ísraelskum vörum í heiminum. Sagði hann að ef áfram héldi sem horfði mundi ísraelski efnahagurinn verða fyrir miklum skaða, en Ísraelar eru nú þegar að tapa milljörðum dollara á sniðgönguaðgerðum víða um heim. Þá sagði hann að ef Evrópubúar héldu áfram að sniðganga ísraelskar vörur myndi efnahagurinn í Ísrael horfa á eftir 5,7 milljörðum dollara og 10.000 störfum nú þegar. Taktu málin í þínar eigin hendur áður en Abdel deyr. Ekki kaupa ísraelskar vörur. Ekki styrkja aðskilnaðarstefnu Ísraelsmanna, hernám þeirra, brot þeirra á mannréttindum og alþjóðalögum, kúgun þeirra, ofbeldi og hryllilega meðferð þeirra á Palestínumönnum. Þannig komumst við einu skrefi nær því að stöðva þjáningar Palestínumanna. Ekki gera ekki neitt. Abdel getur ekki beðið mikið lengur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sema Erla Serdar Mest lesið Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Ég mun seint gleyma því sem ég heyrði þegar ég kveikti á útvarpinu í bílnum á leiðinni heim í gærkvöldi. Fréttirnar á RÚV voru nýbyrjaðar og þegar ég stillti á Rás 2 var verið að segja frá því að vopnahlé hefði haldist á Gaza í dag. Mér leið vel í um það bil þrjár sekúndur, því næst var sagt frá Abdel Majed, átta ára strák frá Gaza, sem á sinni stuttu ævi hefur nú þegar upplifað þrjú stríð. Í fréttunum var sagt frá því að um 1.800 Palestínumenn hefðu látið lífið frá því að átök hófust, enn á ný, á Gaza-svæðinu, fyrir tæpum mánuði. Af þessum 1.800 einstaklingum sem hafa látið lífið voru fæstir í stríði við Ísraelsmenn. Af þessum 1.800 einstaklingum voru næstum því 400 börn. Fleiri en 2.700 börn til viðbótar særðust, og gert er ráð fyrir því að hátt í 400.000 börn muni þurfa á bráðri sálfræðiaðstoð að halda vegna átakanna, til dæmis þau sem hafa séð fjölskyldur sínar myrtar. Þeirra á meðal er Abdel, sem var að horfa á teiknimyndir þegar húsið hans var sprengt upp af Ísraelsmönnum. Árið 2012 létust 254 Palestínumenn, þar af 30 börn í árásum Ísraelsmanna á Gaza. Árin 2011 og 2010 létu rúmlega 300 Palestínumenn lífið og árin 2008 og 2009 rúmlega 2.000 manns. Svona mætti lengi telja, enda er hér um áratuga langan hrylling að ræða, en hátt í 10.000 Palestínumenn hafa látið lífið frá aldamótunum. Hvað þarf Abdel að upplifa mörg stríð áður en alþjóðasamfélagið fer að gera eitthvað af viti? Hvað þarf Abdel að horfa á marga Palestínumenn deyja áður en ríkisstjórn Íslands mun þora að taka alvarlega á glæpum Ísraelsmanna? Hvað þarf Abdel að bíða lengi eftir því að þú gerir eitthvað?Stuðningur í verki Íslenskir neytendur geta sýnt andstöðu sína gegn síendurteknum árásum Ísraelsmanna á heimastjórnarsvæði Palestínumanna, sem hefur kostað þúsundir óbreyttra borgara, kvenna og barna lífið, með því að sniðganga ísraelsk fyrirtæki, vörur og þjónustu, sem og alþjóðleg fyrirtæki sem styðja við aðgerðir Ísraelsmanna. Með því sýnum við stuðning í verki við mannréttinda- og frelsisbaráttu Palestínumanna. Það er vitað að slíkar aðgerðir hafa áhrif. Það voru slíkar aðgerðir sem komu apartheid-stjórninni frá í Suður-Afríku. Fjármálaráðherra Ísraels lýsti því yfir á dögunum að hann hefði verulegar áhyggjur af aukinni sniðgöngu á ísraelskum vörum í heiminum. Sagði hann að ef áfram héldi sem horfði mundi ísraelski efnahagurinn verða fyrir miklum skaða, en Ísraelar eru nú þegar að tapa milljörðum dollara á sniðgönguaðgerðum víða um heim. Þá sagði hann að ef Evrópubúar héldu áfram að sniðganga ísraelskar vörur myndi efnahagurinn í Ísrael horfa á eftir 5,7 milljörðum dollara og 10.000 störfum nú þegar. Taktu málin í þínar eigin hendur áður en Abdel deyr. Ekki kaupa ísraelskar vörur. Ekki styrkja aðskilnaðarstefnu Ísraelsmanna, hernám þeirra, brot þeirra á mannréttindum og alþjóðalögum, kúgun þeirra, ofbeldi og hryllilega meðferð þeirra á Palestínumönnum. Þannig komumst við einu skrefi nær því að stöðva þjáningar Palestínumanna. Ekki gera ekki neitt. Abdel getur ekki beðið mikið lengur.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun