Fundu út að Marteinn var ekki pervert Baldvin Þormóðsson skrifar 26. júlí 2014 00:01 María Birta og Ólafur Darri „Þau eru bara frábær, alveg æðisleg,“ segir leikstjórinn Marteinn Þórsson um hljómsveitina Samaris en hann leikstýrði nýjasta tónlistarmyndbandi þeirra sem verður frumsýnt á mánudaginn. „Þau gerðu tónlistina fyrir myndina mína XL og þá töluðum við um að ég myndi gera vídeó fyrir þau í staðinn,“ segir Marteinn. „Þetta er svipuð pæling og í XL, bara aðeins póetískari. Maður er líka að reyna að fanga sama tón og andrúmsloft og er í tónlistinni.“ Með aðalhlutverk í tónlistarmyndbandinu fara þau Ólafur Darri Ólafsson og María Birta en þau fóru einmitt með aðalhlutverk í XL. „Mig langaði að halda áfram með ljósmyndapælinguna sem ég og tökumaðurinn vorum með fyrir XL,“ segir leikstjórinn. „Lokapartísenan í myndinni var öll tekin sem ljósmyndir og tónlistarmyndbandið er líka þannig.“ Marteinn segir samstarfið við Samaris hafa gengið einstaklega vel en lagið Brennur stjarna sem tónlistarmyndbandið er við er einmitt lokalagið í XL. „Það er miklu meiri tónlist frá þeim í myndinni en átti upphaflega að vera, hún blandast mjög vel við tónlistina hjá Önnu,“ segir Marteinn en Anna Þorvalds sá um tónlistina samhliða Samaris. „Á meðan Anna er kaldari og myrkari þá eru krakkarnir mun hýrri og angurværri þannig að þetta voru frábærar andstæður.“ Marteinn segist hafa heyrt fyrst tónlist Samaris á Rás 1 þegar þau voru nýbúin að vinna Músíktilraunir og var leikstjórinn þá að vinna í handritinu að XL og fannst tónlistin passa vel við. „Við hittumst á Hressó og spjölluðum saman og svo þegar þau komust að því að ég væri ekki einhver pervert þá leist þeim ágætlega á þetta,“ segir Marteinn og hlær en tónlistarmyndbandið verður frumsýnt á mánudaginn á heimasíðunni Clashmusic.com. „Þetta var voða rólegur og þægilegur tökudagur, enda myndbandið að mestu skotið heima hjá Marteini eða í kringum húsið hans. Þetta var ekki jafn stressandi og þegar við vorum að mynda XL,“ segir María Birta um tökurnar. „Mér finnst alltaf yndislegt að hanga með Matta, Ólafi Darra og Tönju, svo þetta var bara mjög skemmtilegur dagur. Ég er ekki búin að sjá myndbandið sjálf, en ég treysti Matta. Ef ég þekki hann rétt er myndbandið mjög listrænt og dimmt. Ég er spennt að sjá afraksturinn.“ Bíó og sjónvarp Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
„Þau eru bara frábær, alveg æðisleg,“ segir leikstjórinn Marteinn Þórsson um hljómsveitina Samaris en hann leikstýrði nýjasta tónlistarmyndbandi þeirra sem verður frumsýnt á mánudaginn. „Þau gerðu tónlistina fyrir myndina mína XL og þá töluðum við um að ég myndi gera vídeó fyrir þau í staðinn,“ segir Marteinn. „Þetta er svipuð pæling og í XL, bara aðeins póetískari. Maður er líka að reyna að fanga sama tón og andrúmsloft og er í tónlistinni.“ Með aðalhlutverk í tónlistarmyndbandinu fara þau Ólafur Darri Ólafsson og María Birta en þau fóru einmitt með aðalhlutverk í XL. „Mig langaði að halda áfram með ljósmyndapælinguna sem ég og tökumaðurinn vorum með fyrir XL,“ segir leikstjórinn. „Lokapartísenan í myndinni var öll tekin sem ljósmyndir og tónlistarmyndbandið er líka þannig.“ Marteinn segir samstarfið við Samaris hafa gengið einstaklega vel en lagið Brennur stjarna sem tónlistarmyndbandið er við er einmitt lokalagið í XL. „Það er miklu meiri tónlist frá þeim í myndinni en átti upphaflega að vera, hún blandast mjög vel við tónlistina hjá Önnu,“ segir Marteinn en Anna Þorvalds sá um tónlistina samhliða Samaris. „Á meðan Anna er kaldari og myrkari þá eru krakkarnir mun hýrri og angurværri þannig að þetta voru frábærar andstæður.“ Marteinn segist hafa heyrt fyrst tónlist Samaris á Rás 1 þegar þau voru nýbúin að vinna Músíktilraunir og var leikstjórinn þá að vinna í handritinu að XL og fannst tónlistin passa vel við. „Við hittumst á Hressó og spjölluðum saman og svo þegar þau komust að því að ég væri ekki einhver pervert þá leist þeim ágætlega á þetta,“ segir Marteinn og hlær en tónlistarmyndbandið verður frumsýnt á mánudaginn á heimasíðunni Clashmusic.com. „Þetta var voða rólegur og þægilegur tökudagur, enda myndbandið að mestu skotið heima hjá Marteini eða í kringum húsið hans. Þetta var ekki jafn stressandi og þegar við vorum að mynda XL,“ segir María Birta um tökurnar. „Mér finnst alltaf yndislegt að hanga með Matta, Ólafi Darra og Tönju, svo þetta var bara mjög skemmtilegur dagur. Ég er ekki búin að sjá myndbandið sjálf, en ég treysti Matta. Ef ég þekki hann rétt er myndbandið mjög listrænt og dimmt. Ég er spennt að sjá afraksturinn.“
Bíó og sjónvarp Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira