Tónleikamynd Bjarkar Guðmundsdóttur, Björk: Biophilia Live, var Evrópufrumsýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Karlovy Vary í Tékklandi í vikunni.
Gagnrýnandinn Guy Lodge hjá vefsíðunni Variety er yfir sig hrifinn af myndinni.
„Biophilia Live er heillandi heimild um listamann sem hefur fullt vald á sínum sérviskulegu kröftum,“ skrifar hann meðal annars.
„Persónutöfrar Bjarkar hafa ávallt skapast af hæfileika hennar til að vera einlæg og dularfull um leið,“ bætir hann við.
Mynd Bjarkar fær frábæra dóma
