"Mig langar að fara pínu öðruvísi leið“ Baldvin Þormóðsson skrifar 9. júlí 2014 14:30 Sigurður Anton er ungur og upprennandi leikstjóri. vísir/valli „Mig langaði til þess að gera kvikmynd í fullri lengd og í staðinn fyrir að bíða eftir að einhver gæfi mér leyfi eða peninga þá ákvað ég að gera það sjálfur,“ segir ungi leikstjórinn Sigurður Anton Friðþjófsson en hann stefnir að því að frumsýna fyrstu kvikmynd sína Ísabellu í október. „Myndin er algjörlega sjálfstæð og án styrkja og var tekin upp allt síðastliðið ár,“ segir Sigurður en hann skrifaði sjálfur handritið, leikstýrir og framleiðir kvikmyndina. „Sagan fjallar um stelpu sem er vídjólistamaður og lendir í því að þurfa að hýsa þrjá ræningja á flótta í einn sólarhring,“ segir leikstjórinn en hann vann að handritinu í hálft ár áður en tökur hófust á myndinni. Sjálfur er Sigurður Anton aðeins 23 ára gamall og einbeitir sér mest að kvikmyndagerð en hann vill frekar fara óhefðbundnar leiðir í sinni vinnu. „Ég er núna að finna bestu leiðina til þess að frumsýna myndina,“ segir leikstjórinn. „Mig langar að fara pínu öðruvísi leið en að henda henni í venjulega dreifingu og svo er salurinn kannski hálftómur á flestum sýningunum,“ segir Sigurður sem langar frekar að hafa færri sýningar og hafa þær sérstakar.Bergþóra Kristbergsdóttir er sannfærandi í aðalhlutverkinu.mynd/aðsendMeð aðalhlutverk í myndinni fer Bergþóra Kristbergsdóttir en allir sem koma að kvikmyndinni vinna kauplaust og eru langflestir á aldur við leikstjórann. Sigurður hefur unnið sleitulaust að myndinni en hann segir hana aldrei geta orðið fullkomna. „Nú hef ég séð hana alltof oft en mér finnst hún enn þá geðveik,“ segir ungi leikstjórinn. „En maður er einhvern veginn aldrei fullkomlega ánægður með listina, maður þarf bara að sleppa henni frá sér þótt maður gæti gert svona þúsund hluti betur.“ Bíó og sjónvarp Mest lesið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Fleiri fréttir Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
„Mig langaði til þess að gera kvikmynd í fullri lengd og í staðinn fyrir að bíða eftir að einhver gæfi mér leyfi eða peninga þá ákvað ég að gera það sjálfur,“ segir ungi leikstjórinn Sigurður Anton Friðþjófsson en hann stefnir að því að frumsýna fyrstu kvikmynd sína Ísabellu í október. „Myndin er algjörlega sjálfstæð og án styrkja og var tekin upp allt síðastliðið ár,“ segir Sigurður en hann skrifaði sjálfur handritið, leikstýrir og framleiðir kvikmyndina. „Sagan fjallar um stelpu sem er vídjólistamaður og lendir í því að þurfa að hýsa þrjá ræningja á flótta í einn sólarhring,“ segir leikstjórinn en hann vann að handritinu í hálft ár áður en tökur hófust á myndinni. Sjálfur er Sigurður Anton aðeins 23 ára gamall og einbeitir sér mest að kvikmyndagerð en hann vill frekar fara óhefðbundnar leiðir í sinni vinnu. „Ég er núna að finna bestu leiðina til þess að frumsýna myndina,“ segir leikstjórinn. „Mig langar að fara pínu öðruvísi leið en að henda henni í venjulega dreifingu og svo er salurinn kannski hálftómur á flestum sýningunum,“ segir Sigurður sem langar frekar að hafa færri sýningar og hafa þær sérstakar.Bergþóra Kristbergsdóttir er sannfærandi í aðalhlutverkinu.mynd/aðsendMeð aðalhlutverk í myndinni fer Bergþóra Kristbergsdóttir en allir sem koma að kvikmyndinni vinna kauplaust og eru langflestir á aldur við leikstjórann. Sigurður hefur unnið sleitulaust að myndinni en hann segir hana aldrei geta orðið fullkomna. „Nú hef ég séð hana alltof oft en mér finnst hún enn þá geðveik,“ segir ungi leikstjórinn. „En maður er einhvern veginn aldrei fullkomlega ánægður með listina, maður þarf bara að sleppa henni frá sér þótt maður gæti gert svona þúsund hluti betur.“
Bíó og sjónvarp Mest lesið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Fleiri fréttir Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira