Fullkominn forsendubrestur í Úlfarsárdal Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. júní 2014 06:30 S. Björn Blöndal. Mynd/Vísir S. Björn Blöndal, formaður borgarráðs, segir að það eigi sér eðlilegar skýringar að framkvæmdir við uppbyggingu íþróttaaðstöðu í Úlfarsárdal hafi tekið lengri tíma en áætlað var í upphafi.Ólafur Arnarson, formaður Fram, sagði við Fréttablaðið í vikunni að samkvæmt upphaflegum samningi félagsins við Reykjavíkurborg hefði staðið til að félagið væri alflutt úr Safamýri í Úlfarsárdal í lok þessa árs. „Sá samningur var gerður árið 2008 og í október það ár gerast atburðir sem allir þekkja,“ sagði Björn og átti þar vitaskuld við efnahagshrunið. „Til þessa dags erum við enn að glíma við afleiðingarnar en meðal þess er að það varð fullkominn forsendubrestur fyrir uppbyggingu byggðar í Úlfarsárdal.“ Árið 2012 var ákveðið að setja áætlanir borgarinnar og Fram um uppbyggingu íþróttaaðstöðu í Úlfarsárdal til hliðar og hún sameinuð byggingu nýs grunnskóla, bókasafns, sundlaugar og menningarmiðstöðvar. Nú stendur yfir hönnunarsamkeppni um framkvæmdina sem áætlað er að ljúki í haust. „Það er alveg ljóst að það ferli tekur tíma en niðurstaðan verður vonandi betri en hún hefði annars orðið,“ segir Björn en hann segist hafa skilning á því að það hafi reynt á biðlund íbúa Úlfarsárdals og Grafarholts. „Það var ekki hægt að drífa í framkvæmdum og var alltaf ljóst að verkefnið þyrfti að fara í faglegt ferli – enda stærsta framkvæmd Reykjavíkur á næstu árum,“ segir Björn. Áætlað er að framkvæmdin kosti 4-5 milljarða króna en Björn vonast til að fyrsta áfanga hennar verði lokið árið 2017. Íþróttir Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Fleiri fréttir Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Dagskráin í dag: Enski, þýski og NFL eiga sviðið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick Einar enn í einangrun en aðrir ferskir KR fær tvo unga Ganverja Sjá meira
S. Björn Blöndal, formaður borgarráðs, segir að það eigi sér eðlilegar skýringar að framkvæmdir við uppbyggingu íþróttaaðstöðu í Úlfarsárdal hafi tekið lengri tíma en áætlað var í upphafi.Ólafur Arnarson, formaður Fram, sagði við Fréttablaðið í vikunni að samkvæmt upphaflegum samningi félagsins við Reykjavíkurborg hefði staðið til að félagið væri alflutt úr Safamýri í Úlfarsárdal í lok þessa árs. „Sá samningur var gerður árið 2008 og í október það ár gerast atburðir sem allir þekkja,“ sagði Björn og átti þar vitaskuld við efnahagshrunið. „Til þessa dags erum við enn að glíma við afleiðingarnar en meðal þess er að það varð fullkominn forsendubrestur fyrir uppbyggingu byggðar í Úlfarsárdal.“ Árið 2012 var ákveðið að setja áætlanir borgarinnar og Fram um uppbyggingu íþróttaaðstöðu í Úlfarsárdal til hliðar og hún sameinuð byggingu nýs grunnskóla, bókasafns, sundlaugar og menningarmiðstöðvar. Nú stendur yfir hönnunarsamkeppni um framkvæmdina sem áætlað er að ljúki í haust. „Það er alveg ljóst að það ferli tekur tíma en niðurstaðan verður vonandi betri en hún hefði annars orðið,“ segir Björn en hann segist hafa skilning á því að það hafi reynt á biðlund íbúa Úlfarsárdals og Grafarholts. „Það var ekki hægt að drífa í framkvæmdum og var alltaf ljóst að verkefnið þyrfti að fara í faglegt ferli – enda stærsta framkvæmd Reykjavíkur á næstu árum,“ segir Björn. Áætlað er að framkvæmdin kosti 4-5 milljarða króna en Björn vonast til að fyrsta áfanga hennar verði lokið árið 2017.
Íþróttir Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Fleiri fréttir Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Dagskráin í dag: Enski, þýski og NFL eiga sviðið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick Einar enn í einangrun en aðrir ferskir KR fær tvo unga Ganverja Sjá meira