Kynna list barokktímans í sjötta sinn Friðrika Benónýsdóttir skrifar 25. júní 2014 13:30 Hátíðin hefst í hádeginu á morgun með tónleikum kammersveitarinnar Reykjavík barokk. mynd/úr einkasafni Barokkhátíðin á Hólum í Hjaltadal verður haldin í sjötta sinn dagana 26. til 29. júní. Aðalgestur hátíðarinnar að þessu sinni er breski fiðluleikarinn og prófessorinn Peter Hanson sem heldur námskeið og stýrir Barokksveit Hólastiftis á lokatónleikum hátíðarinnar sunnudaginn 29. júní klukkan 14. Þrír fyrirlestrar verða haldnir á hátíðinni, þrennir hádegistónleikar, kammersveitin Reykjavík barokk heldur tónleika, Jón Þorsteinsson heldur söngnámskeið og Ingibjörg Björnsdóttir kennir barokkdans svo það helsta sé nefnt. Það er Barokksmiðja Hólastiftis sem stendur fyrir hátíðinni og einn stjórnarmeðlima hennar, Pétur Halldórsson, er beðinn að útskýra hvaða félagsskapur það sé. „Þetta er menningarfélag sem vill auka áhuga Íslendinga á list barokktímans,“ segir hann. „Félagið var stofnað 2009 og þá héldum við fyrstu hátíðina sem hefur verið árlegur viðburður síðan.“ Þetta er heljarinnar hátíð, þétt dagskrá í fjóra daga og Pétur segir að hún hafi vaxið ár frá ári. „Þátttakan hefur aldrei verið meiri en í ár sem skýrist sennilega af komu Peters Hanson sem bæði mun kenna og stjórna hljómsveit hátíðarinnar,“ segir hann. En hvaðan kemur þessi áhugi á barokktímanum? „Þetta er bara svo dásamlegur tími og hefur í raun alltof lítið verið sinnt á Íslandi,“ segir Pétur. „Þetta tímabil miðast við árin frá 1600 og fram til sirka 1750 sem var mjög skemmtilegur tími í öllum listum, ekki síst tónlist og byggingarlist.“ Pétur segir vel við hæfi að halda hátíð sem þessa á Hólum þar sem barokkmenning hafi sennilega staðið með hvað mestum blóma á Íslandi. „Það eru ekki til margar barokkbyggingar á Íslandi en Hóladómkirkja var teiknuð á barokktímanum þótt hún hafi ekki verið reist fyrr en honum var um það bil lokið. Þarna er mikil saga og á meðal fyrirlestra á hátíðinni er fyrirlestur Ragnheiðar Traustadóttur fornleifafræðings, þar sem hún fer yfir það hvað Hólarannsóknin segir okkur um barokktímann á Hólum, hin mikla fornleifarannsókn sem gerð hefur verið á Hólum frá aldamótum.“ Hátíðin hefst eins og áður segir með hádegistónleikum Reykjavík barokk á morgun og síðan rekur hver viðburðurinn annan fram á sunnudag þegar Barokksveit Hólastiftis heldur lokatónleika undir stjórn Peters Hanson. Allar upplýsingar um viðburði og listamenn á hátíðinni má nálgast á heimasíðunni barokksmidjan.com. Menning Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Fleiri fréttir Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Barokkhátíðin á Hólum í Hjaltadal verður haldin í sjötta sinn dagana 26. til 29. júní. Aðalgestur hátíðarinnar að þessu sinni er breski fiðluleikarinn og prófessorinn Peter Hanson sem heldur námskeið og stýrir Barokksveit Hólastiftis á lokatónleikum hátíðarinnar sunnudaginn 29. júní klukkan 14. Þrír fyrirlestrar verða haldnir á hátíðinni, þrennir hádegistónleikar, kammersveitin Reykjavík barokk heldur tónleika, Jón Þorsteinsson heldur söngnámskeið og Ingibjörg Björnsdóttir kennir barokkdans svo það helsta sé nefnt. Það er Barokksmiðja Hólastiftis sem stendur fyrir hátíðinni og einn stjórnarmeðlima hennar, Pétur Halldórsson, er beðinn að útskýra hvaða félagsskapur það sé. „Þetta er menningarfélag sem vill auka áhuga Íslendinga á list barokktímans,“ segir hann. „Félagið var stofnað 2009 og þá héldum við fyrstu hátíðina sem hefur verið árlegur viðburður síðan.“ Þetta er heljarinnar hátíð, þétt dagskrá í fjóra daga og Pétur segir að hún hafi vaxið ár frá ári. „Þátttakan hefur aldrei verið meiri en í ár sem skýrist sennilega af komu Peters Hanson sem bæði mun kenna og stjórna hljómsveit hátíðarinnar,“ segir hann. En hvaðan kemur þessi áhugi á barokktímanum? „Þetta er bara svo dásamlegur tími og hefur í raun alltof lítið verið sinnt á Íslandi,“ segir Pétur. „Þetta tímabil miðast við árin frá 1600 og fram til sirka 1750 sem var mjög skemmtilegur tími í öllum listum, ekki síst tónlist og byggingarlist.“ Pétur segir vel við hæfi að halda hátíð sem þessa á Hólum þar sem barokkmenning hafi sennilega staðið með hvað mestum blóma á Íslandi. „Það eru ekki til margar barokkbyggingar á Íslandi en Hóladómkirkja var teiknuð á barokktímanum þótt hún hafi ekki verið reist fyrr en honum var um það bil lokið. Þarna er mikil saga og á meðal fyrirlestra á hátíðinni er fyrirlestur Ragnheiðar Traustadóttur fornleifafræðings, þar sem hún fer yfir það hvað Hólarannsóknin segir okkur um barokktímann á Hólum, hin mikla fornleifarannsókn sem gerð hefur verið á Hólum frá aldamótum.“ Hátíðin hefst eins og áður segir með hádegistónleikum Reykjavík barokk á morgun og síðan rekur hver viðburðurinn annan fram á sunnudag þegar Barokksveit Hólastiftis heldur lokatónleika undir stjórn Peters Hanson. Allar upplýsingar um viðburði og listamenn á hátíðinni má nálgast á heimasíðunni barokksmidjan.com.
Menning Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Fleiri fréttir Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira