Ragnheiður og Gullna hliðið hlutu flest verðlaun Gunnar Leó Pálsson skrifar 16. júní 2014 16:52 Allir verðlaunahafar kvöldsins á sviðinu. Vísir/Daníel Íslensku sviðslistaverðlaunin, Gríman, voru veitt í 12. skiptið við hátíðlega athöfn í Þjóðleikhúsinu í kvöld. Sýningarnar Ragnheiður og Gullna hliðið voru sigursælar og hlutu báðar þrenn verðlaun á hátíðinni en Ragnheiður var meðal annars valin sýning ársins. Kynnar kvöldsins voru Bergur Ebbi og Dóri DNA og slógu þeir á létta strengi eins og þeim einum er lagið. Sýningin Stóru börnin eftir Lilju Sigurðardóttur hlaut Grímuverðlaunin í ár sem leikrit ársins. Sýningin var flutt af leikhópnum LabLoki í Tjarnarbíói í vetur og fjallar um konu sem býður upp á þjónustu fyrir einstaklinga sem vilja upplifa það að ganga aftur í barndóm. Þá hlutu bæði Hilmir Snær Guðnason og Margrét Vilhjálmsdóttir verðlaun fyrir leik í aðalhlutverki fyrir frammistöðu sína í verkinu Eldraunin eftir Arthur Miller, sem sýnt var í Borgarleikhúsinu. Hvorki Hilmir Snær né Margrét gátu tekið á móti verðlaununum en sendu fulltrúa í sinn stað, Hilmir Snær sendi dóttur sína og Margrét leikkonuna Tinnu Gunnlaugsdóttur. Það var svo leikkonan Kristbjörg Kjeld sem hlaut heiðursverðlaun ársins fyrir ævistarf. Það var Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra sem afhenti henni verðlaunin við mikið lófaklapp áhorfenda. Þess má geta að Kristbörg uppskar mikinn hlátur fyrr um kvöldið er hún veitti Margréti verðlaun fyrir leik í aðalhlutverki og var næstum því búin að tilkynna nafn sigurvegarans án þess að lesa upp nöfn tilnefndra. Verðlaunin á hátíðinni skiptust þannig:RagnheiðurSýning ársins 2014eftir Gunnar Þórðarson og Friðrik ErlingssonÍslenska óperanStóru börninLeikrit ársins 2014eftir Lilju SigurðardótturLab LokiÓperan Ragnheiður var sigursæl á hátíðinni og hlaut þrenn verðlaun, meðal annars sem sýning ársins.Egill Heiðar Anton PálssonLeikstjóri ársins 2014fyrir Gullna hliðiðLeikfélag AkureyrarHilmir Snær GuðnasonLeikari ársins 2014 í aðalhlutverkifyrir EldrauninaÞjóðleikhúsiðMargrét VilhjálmsdóttirLeikkona ársins 2014í aðalhlutverkifyrir EldrauninaÞjóðleikhúsiðBergur Þór IngólfssonLeikari ársins 2014 í aukahlutverkifyrir Furðulegt háttalag hunds um nóttBorgarleikhúsiðStóru börnin sem sýnt var í Tjarnarbíói var valið leikrit ársins.Nanna Kristín MagnúsdóttirLeikkona ársins 2014 í aukahlutverkifyrir ÓskasteinaBorgarleikhúsiðEgill IngibergssonLeikmynd ársins 2014fyrir Gullna hliðiðLeikfélag AkureyrarHelga Mjöll OddsdóttirBúningar ársins 2014fyrir Gullna hliðiðLeikfélag AkureyrarGunnar ÞórðarsonTónlist ársins 2014fyrir RagnheiðiÍslenska óperanVala Gestsdóttir og Kristinn Gauti EinarssonHljóðmynd ársins 2014fyrir Litla prinsinnÞjóðleikhúsiðBjörn Bergsteinn Guðmundsson og Petr HloušekLýsing ársins 2014fyrir Furðulegt háttalag hunds um nóttBorgarleikhúsiðElmar GilbertssonSöngvari ársins 2014fyrir RagnheiðiÍslenska óperanKristbjörg Kjeld hlaut Heiðursverðlaun Leiklistarsambands.Vísir/StefánBrian GerkeDansari ársins 2014fyrir F A R A N G U RÍslenski dansflokkurinnValgerður RúnarsdóttirDanshöfundur ársins 2014fyrir F A R A N G U RÍslenski dansflokkurinnSöngur hrafnanna eftir Árna Kristjánssonútvarpsverk ársins 2014Leikstjórn Viðar EggertssonÚtvarpsleikhúsið á RÚVTyrfingur Tyrfingsson – leikskáldSproti ársins 2014fyrir BláskjáÓskabörn ógæfunnar og BorgarleikhúsiðHamlet litli eftir Berg Þór IngólfssonBarnasýning ársins 2014BorgarleikhúsiðKristbjörg KjeldHeiðursverðlaun Leiklistarsambands Íslands 2014 Gríman Leikhús Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Sjá meira
Íslensku sviðslistaverðlaunin, Gríman, voru veitt í 12. skiptið við hátíðlega athöfn í Þjóðleikhúsinu í kvöld. Sýningarnar Ragnheiður og Gullna hliðið voru sigursælar og hlutu báðar þrenn verðlaun á hátíðinni en Ragnheiður var meðal annars valin sýning ársins. Kynnar kvöldsins voru Bergur Ebbi og Dóri DNA og slógu þeir á létta strengi eins og þeim einum er lagið. Sýningin Stóru börnin eftir Lilju Sigurðardóttur hlaut Grímuverðlaunin í ár sem leikrit ársins. Sýningin var flutt af leikhópnum LabLoki í Tjarnarbíói í vetur og fjallar um konu sem býður upp á þjónustu fyrir einstaklinga sem vilja upplifa það að ganga aftur í barndóm. Þá hlutu bæði Hilmir Snær Guðnason og Margrét Vilhjálmsdóttir verðlaun fyrir leik í aðalhlutverki fyrir frammistöðu sína í verkinu Eldraunin eftir Arthur Miller, sem sýnt var í Borgarleikhúsinu. Hvorki Hilmir Snær né Margrét gátu tekið á móti verðlaununum en sendu fulltrúa í sinn stað, Hilmir Snær sendi dóttur sína og Margrét leikkonuna Tinnu Gunnlaugsdóttur. Það var svo leikkonan Kristbjörg Kjeld sem hlaut heiðursverðlaun ársins fyrir ævistarf. Það var Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra sem afhenti henni verðlaunin við mikið lófaklapp áhorfenda. Þess má geta að Kristbörg uppskar mikinn hlátur fyrr um kvöldið er hún veitti Margréti verðlaun fyrir leik í aðalhlutverki og var næstum því búin að tilkynna nafn sigurvegarans án þess að lesa upp nöfn tilnefndra. Verðlaunin á hátíðinni skiptust þannig:RagnheiðurSýning ársins 2014eftir Gunnar Þórðarson og Friðrik ErlingssonÍslenska óperanStóru börninLeikrit ársins 2014eftir Lilju SigurðardótturLab LokiÓperan Ragnheiður var sigursæl á hátíðinni og hlaut þrenn verðlaun, meðal annars sem sýning ársins.Egill Heiðar Anton PálssonLeikstjóri ársins 2014fyrir Gullna hliðiðLeikfélag AkureyrarHilmir Snær GuðnasonLeikari ársins 2014 í aðalhlutverkifyrir EldrauninaÞjóðleikhúsiðMargrét VilhjálmsdóttirLeikkona ársins 2014í aðalhlutverkifyrir EldrauninaÞjóðleikhúsiðBergur Þór IngólfssonLeikari ársins 2014 í aukahlutverkifyrir Furðulegt háttalag hunds um nóttBorgarleikhúsiðStóru börnin sem sýnt var í Tjarnarbíói var valið leikrit ársins.Nanna Kristín MagnúsdóttirLeikkona ársins 2014 í aukahlutverkifyrir ÓskasteinaBorgarleikhúsiðEgill IngibergssonLeikmynd ársins 2014fyrir Gullna hliðiðLeikfélag AkureyrarHelga Mjöll OddsdóttirBúningar ársins 2014fyrir Gullna hliðiðLeikfélag AkureyrarGunnar ÞórðarsonTónlist ársins 2014fyrir RagnheiðiÍslenska óperanVala Gestsdóttir og Kristinn Gauti EinarssonHljóðmynd ársins 2014fyrir Litla prinsinnÞjóðleikhúsiðBjörn Bergsteinn Guðmundsson og Petr HloušekLýsing ársins 2014fyrir Furðulegt háttalag hunds um nóttBorgarleikhúsiðElmar GilbertssonSöngvari ársins 2014fyrir RagnheiðiÍslenska óperanKristbjörg Kjeld hlaut Heiðursverðlaun Leiklistarsambands.Vísir/StefánBrian GerkeDansari ársins 2014fyrir F A R A N G U RÍslenski dansflokkurinnValgerður RúnarsdóttirDanshöfundur ársins 2014fyrir F A R A N G U RÍslenski dansflokkurinnSöngur hrafnanna eftir Árna Kristjánssonútvarpsverk ársins 2014Leikstjórn Viðar EggertssonÚtvarpsleikhúsið á RÚVTyrfingur Tyrfingsson – leikskáldSproti ársins 2014fyrir BláskjáÓskabörn ógæfunnar og BorgarleikhúsiðHamlet litli eftir Berg Þór IngólfssonBarnasýning ársins 2014BorgarleikhúsiðKristbjörg KjeldHeiðursverðlaun Leiklistarsambands Íslands 2014
Gríman Leikhús Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Sjá meira