Ragnheiður og Gullna hliðið hlutu flest verðlaun Gunnar Leó Pálsson skrifar 16. júní 2014 16:52 Allir verðlaunahafar kvöldsins á sviðinu. Vísir/Daníel Íslensku sviðslistaverðlaunin, Gríman, voru veitt í 12. skiptið við hátíðlega athöfn í Þjóðleikhúsinu í kvöld. Sýningarnar Ragnheiður og Gullna hliðið voru sigursælar og hlutu báðar þrenn verðlaun á hátíðinni en Ragnheiður var meðal annars valin sýning ársins. Kynnar kvöldsins voru Bergur Ebbi og Dóri DNA og slógu þeir á létta strengi eins og þeim einum er lagið. Sýningin Stóru börnin eftir Lilju Sigurðardóttur hlaut Grímuverðlaunin í ár sem leikrit ársins. Sýningin var flutt af leikhópnum LabLoki í Tjarnarbíói í vetur og fjallar um konu sem býður upp á þjónustu fyrir einstaklinga sem vilja upplifa það að ganga aftur í barndóm. Þá hlutu bæði Hilmir Snær Guðnason og Margrét Vilhjálmsdóttir verðlaun fyrir leik í aðalhlutverki fyrir frammistöðu sína í verkinu Eldraunin eftir Arthur Miller, sem sýnt var í Borgarleikhúsinu. Hvorki Hilmir Snær né Margrét gátu tekið á móti verðlaununum en sendu fulltrúa í sinn stað, Hilmir Snær sendi dóttur sína og Margrét leikkonuna Tinnu Gunnlaugsdóttur. Það var svo leikkonan Kristbjörg Kjeld sem hlaut heiðursverðlaun ársins fyrir ævistarf. Það var Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra sem afhenti henni verðlaunin við mikið lófaklapp áhorfenda. Þess má geta að Kristbörg uppskar mikinn hlátur fyrr um kvöldið er hún veitti Margréti verðlaun fyrir leik í aðalhlutverki og var næstum því búin að tilkynna nafn sigurvegarans án þess að lesa upp nöfn tilnefndra. Verðlaunin á hátíðinni skiptust þannig:RagnheiðurSýning ársins 2014eftir Gunnar Þórðarson og Friðrik ErlingssonÍslenska óperanStóru börninLeikrit ársins 2014eftir Lilju SigurðardótturLab LokiÓperan Ragnheiður var sigursæl á hátíðinni og hlaut þrenn verðlaun, meðal annars sem sýning ársins.Egill Heiðar Anton PálssonLeikstjóri ársins 2014fyrir Gullna hliðiðLeikfélag AkureyrarHilmir Snær GuðnasonLeikari ársins 2014 í aðalhlutverkifyrir EldrauninaÞjóðleikhúsiðMargrét VilhjálmsdóttirLeikkona ársins 2014í aðalhlutverkifyrir EldrauninaÞjóðleikhúsiðBergur Þór IngólfssonLeikari ársins 2014 í aukahlutverkifyrir Furðulegt háttalag hunds um nóttBorgarleikhúsiðStóru börnin sem sýnt var í Tjarnarbíói var valið leikrit ársins.Nanna Kristín MagnúsdóttirLeikkona ársins 2014 í aukahlutverkifyrir ÓskasteinaBorgarleikhúsiðEgill IngibergssonLeikmynd ársins 2014fyrir Gullna hliðiðLeikfélag AkureyrarHelga Mjöll OddsdóttirBúningar ársins 2014fyrir Gullna hliðiðLeikfélag AkureyrarGunnar ÞórðarsonTónlist ársins 2014fyrir RagnheiðiÍslenska óperanVala Gestsdóttir og Kristinn Gauti EinarssonHljóðmynd ársins 2014fyrir Litla prinsinnÞjóðleikhúsiðBjörn Bergsteinn Guðmundsson og Petr HloušekLýsing ársins 2014fyrir Furðulegt háttalag hunds um nóttBorgarleikhúsiðElmar GilbertssonSöngvari ársins 2014fyrir RagnheiðiÍslenska óperanKristbjörg Kjeld hlaut Heiðursverðlaun Leiklistarsambands.Vísir/StefánBrian GerkeDansari ársins 2014fyrir F A R A N G U RÍslenski dansflokkurinnValgerður RúnarsdóttirDanshöfundur ársins 2014fyrir F A R A N G U RÍslenski dansflokkurinnSöngur hrafnanna eftir Árna Kristjánssonútvarpsverk ársins 2014Leikstjórn Viðar EggertssonÚtvarpsleikhúsið á RÚVTyrfingur Tyrfingsson – leikskáldSproti ársins 2014fyrir BláskjáÓskabörn ógæfunnar og BorgarleikhúsiðHamlet litli eftir Berg Þór IngólfssonBarnasýning ársins 2014BorgarleikhúsiðKristbjörg KjeldHeiðursverðlaun Leiklistarsambands Íslands 2014 Gríman Leikhús Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Sjá meira
Íslensku sviðslistaverðlaunin, Gríman, voru veitt í 12. skiptið við hátíðlega athöfn í Þjóðleikhúsinu í kvöld. Sýningarnar Ragnheiður og Gullna hliðið voru sigursælar og hlutu báðar þrenn verðlaun á hátíðinni en Ragnheiður var meðal annars valin sýning ársins. Kynnar kvöldsins voru Bergur Ebbi og Dóri DNA og slógu þeir á létta strengi eins og þeim einum er lagið. Sýningin Stóru börnin eftir Lilju Sigurðardóttur hlaut Grímuverðlaunin í ár sem leikrit ársins. Sýningin var flutt af leikhópnum LabLoki í Tjarnarbíói í vetur og fjallar um konu sem býður upp á þjónustu fyrir einstaklinga sem vilja upplifa það að ganga aftur í barndóm. Þá hlutu bæði Hilmir Snær Guðnason og Margrét Vilhjálmsdóttir verðlaun fyrir leik í aðalhlutverki fyrir frammistöðu sína í verkinu Eldraunin eftir Arthur Miller, sem sýnt var í Borgarleikhúsinu. Hvorki Hilmir Snær né Margrét gátu tekið á móti verðlaununum en sendu fulltrúa í sinn stað, Hilmir Snær sendi dóttur sína og Margrét leikkonuna Tinnu Gunnlaugsdóttur. Það var svo leikkonan Kristbjörg Kjeld sem hlaut heiðursverðlaun ársins fyrir ævistarf. Það var Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra sem afhenti henni verðlaunin við mikið lófaklapp áhorfenda. Þess má geta að Kristbörg uppskar mikinn hlátur fyrr um kvöldið er hún veitti Margréti verðlaun fyrir leik í aðalhlutverki og var næstum því búin að tilkynna nafn sigurvegarans án þess að lesa upp nöfn tilnefndra. Verðlaunin á hátíðinni skiptust þannig:RagnheiðurSýning ársins 2014eftir Gunnar Þórðarson og Friðrik ErlingssonÍslenska óperanStóru börninLeikrit ársins 2014eftir Lilju SigurðardótturLab LokiÓperan Ragnheiður var sigursæl á hátíðinni og hlaut þrenn verðlaun, meðal annars sem sýning ársins.Egill Heiðar Anton PálssonLeikstjóri ársins 2014fyrir Gullna hliðiðLeikfélag AkureyrarHilmir Snær GuðnasonLeikari ársins 2014 í aðalhlutverkifyrir EldrauninaÞjóðleikhúsiðMargrét VilhjálmsdóttirLeikkona ársins 2014í aðalhlutverkifyrir EldrauninaÞjóðleikhúsiðBergur Þór IngólfssonLeikari ársins 2014 í aukahlutverkifyrir Furðulegt háttalag hunds um nóttBorgarleikhúsiðStóru börnin sem sýnt var í Tjarnarbíói var valið leikrit ársins.Nanna Kristín MagnúsdóttirLeikkona ársins 2014 í aukahlutverkifyrir ÓskasteinaBorgarleikhúsiðEgill IngibergssonLeikmynd ársins 2014fyrir Gullna hliðiðLeikfélag AkureyrarHelga Mjöll OddsdóttirBúningar ársins 2014fyrir Gullna hliðiðLeikfélag AkureyrarGunnar ÞórðarsonTónlist ársins 2014fyrir RagnheiðiÍslenska óperanVala Gestsdóttir og Kristinn Gauti EinarssonHljóðmynd ársins 2014fyrir Litla prinsinnÞjóðleikhúsiðBjörn Bergsteinn Guðmundsson og Petr HloušekLýsing ársins 2014fyrir Furðulegt háttalag hunds um nóttBorgarleikhúsiðElmar GilbertssonSöngvari ársins 2014fyrir RagnheiðiÍslenska óperanKristbjörg Kjeld hlaut Heiðursverðlaun Leiklistarsambands.Vísir/StefánBrian GerkeDansari ársins 2014fyrir F A R A N G U RÍslenski dansflokkurinnValgerður RúnarsdóttirDanshöfundur ársins 2014fyrir F A R A N G U RÍslenski dansflokkurinnSöngur hrafnanna eftir Árna Kristjánssonútvarpsverk ársins 2014Leikstjórn Viðar EggertssonÚtvarpsleikhúsið á RÚVTyrfingur Tyrfingsson – leikskáldSproti ársins 2014fyrir BláskjáÓskabörn ógæfunnar og BorgarleikhúsiðHamlet litli eftir Berg Þór IngólfssonBarnasýning ársins 2014BorgarleikhúsiðKristbjörg KjeldHeiðursverðlaun Leiklistarsambands Íslands 2014
Gríman Leikhús Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Sjá meira