Barnafólk í Mosfellsbæ Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar 29. maí 2014 07:00 Í Mosfellsbæ hefur Sjálfstæðisflokkurinn ráðið ríkjum í tólf ár, það eru þrjú kjörtímabil. Tólf ár er langur tími undir stjórn eins stjórnmálaflokks í sveitarfélagi. Hættan er að hann verði allt umlykjandi og fari jafnvel að eigna sér sveitarfélagið, láti sem hann eigi þar allt laust og fast og að sveitarfélagið og stjórnmálaflokkurinn séu eitt. Í Mosfellsbæ er kominn tími á breytingar. Bæjarbúar hafa nú tækifæri til að kjósa til starfa fyrir sig nýtt fólk sem hefur nýjar hugmyndir og skýra sýn til framtíðar. Ung börn Foreldrar ungbarna eiga margir í miklum vanda vegna skorts á vistunarúrræðum í bænum fyrir börn sín þegar fæðingarorlofi lýkur og vinnan kallar. Samfylkingin vill ganga í að brúa þetta bil sem myndast og finna leiðir til að foreldrar ungra barna í Mosfellsbæ geti áhyggjulausir og gegn viðráðanlegu gjaldi haldið út á vinnumarkaðinn er fæðingarorlofi lýkur. Við viljum leggja áherslu á fjölbreytta valkosti og bjóða upp á leikskólarými fyrir ungbarnafjölskyldur. Leikskólabörn Leikskólagjöld í Mosfellsbæ eru hærri en í nágrannasveitarfélögunum og við viljum lækka þau. Ungt fjölskyldufólk á að vera velkomið í bæinn okkar og ekki hrökklast frá okkur vegna þess að lífsbaráttan verði erfiðari. Gjaldskrár bæjarins er snerta líf barnafjölskyldna eiga að endurspegla pólitíska sýn á forgangsröðun. Forgangsröðun Samfylkingarinnar er skýr, hún snýst um að hlaupa undir bagga með barnafólki og að allir eigi að vera með. Tómstundir Íþrótta- og tómstundastarf barna og ungmenna hefur óumdeilanlega mikið forvarnargildi. Jafn aðgangur barna að slíku starfi, óháður efnahag foreldranna, er grundvallaratriði í samfélagi sem vill hlúa að uppvaxandi kynslóð. Samfylkingin hefur hvað eftir annað flutt tillögu um hækkun frístundaávísunar í bæjarstjórn Mosfellsbæjar en Sjálfstæðisflokkurinn og VG fellt þær jafnharðan. Við munum hækka ávísunina strax í 30.000 krónur, fáum við til þess afl í bæjarstjórninni, og í framhaldinu viljum við tryggja að upphæð ávísunarinnar sé í samræmi við nágrannasveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu. Við viljum að allir séu með. Mosfellingar hafa tækifæri þann 31. maí til að breyta, kalla til nýtt fólk með skýra sýn og ferska fætur. Kjósum betri Mosfellsbæ og setjum x við S á kjördag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Anna Sigríður Guðnadóttir Mest lesið Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Í Mosfellsbæ hefur Sjálfstæðisflokkurinn ráðið ríkjum í tólf ár, það eru þrjú kjörtímabil. Tólf ár er langur tími undir stjórn eins stjórnmálaflokks í sveitarfélagi. Hættan er að hann verði allt umlykjandi og fari jafnvel að eigna sér sveitarfélagið, láti sem hann eigi þar allt laust og fast og að sveitarfélagið og stjórnmálaflokkurinn séu eitt. Í Mosfellsbæ er kominn tími á breytingar. Bæjarbúar hafa nú tækifæri til að kjósa til starfa fyrir sig nýtt fólk sem hefur nýjar hugmyndir og skýra sýn til framtíðar. Ung börn Foreldrar ungbarna eiga margir í miklum vanda vegna skorts á vistunarúrræðum í bænum fyrir börn sín þegar fæðingarorlofi lýkur og vinnan kallar. Samfylkingin vill ganga í að brúa þetta bil sem myndast og finna leiðir til að foreldrar ungra barna í Mosfellsbæ geti áhyggjulausir og gegn viðráðanlegu gjaldi haldið út á vinnumarkaðinn er fæðingarorlofi lýkur. Við viljum leggja áherslu á fjölbreytta valkosti og bjóða upp á leikskólarými fyrir ungbarnafjölskyldur. Leikskólabörn Leikskólagjöld í Mosfellsbæ eru hærri en í nágrannasveitarfélögunum og við viljum lækka þau. Ungt fjölskyldufólk á að vera velkomið í bæinn okkar og ekki hrökklast frá okkur vegna þess að lífsbaráttan verði erfiðari. Gjaldskrár bæjarins er snerta líf barnafjölskyldna eiga að endurspegla pólitíska sýn á forgangsröðun. Forgangsröðun Samfylkingarinnar er skýr, hún snýst um að hlaupa undir bagga með barnafólki og að allir eigi að vera með. Tómstundir Íþrótta- og tómstundastarf barna og ungmenna hefur óumdeilanlega mikið forvarnargildi. Jafn aðgangur barna að slíku starfi, óháður efnahag foreldranna, er grundvallaratriði í samfélagi sem vill hlúa að uppvaxandi kynslóð. Samfylkingin hefur hvað eftir annað flutt tillögu um hækkun frístundaávísunar í bæjarstjórn Mosfellsbæjar en Sjálfstæðisflokkurinn og VG fellt þær jafnharðan. Við munum hækka ávísunina strax í 30.000 krónur, fáum við til þess afl í bæjarstjórninni, og í framhaldinu viljum við tryggja að upphæð ávísunarinnar sé í samræmi við nágrannasveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu. Við viljum að allir séu með. Mosfellingar hafa tækifæri þann 31. maí til að breyta, kalla til nýtt fólk með skýra sýn og ferska fætur. Kjósum betri Mosfellsbæ og setjum x við S á kjördag.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar