Barnafólk í Mosfellsbæ Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar 29. maí 2014 07:00 Í Mosfellsbæ hefur Sjálfstæðisflokkurinn ráðið ríkjum í tólf ár, það eru þrjú kjörtímabil. Tólf ár er langur tími undir stjórn eins stjórnmálaflokks í sveitarfélagi. Hættan er að hann verði allt umlykjandi og fari jafnvel að eigna sér sveitarfélagið, láti sem hann eigi þar allt laust og fast og að sveitarfélagið og stjórnmálaflokkurinn séu eitt. Í Mosfellsbæ er kominn tími á breytingar. Bæjarbúar hafa nú tækifæri til að kjósa til starfa fyrir sig nýtt fólk sem hefur nýjar hugmyndir og skýra sýn til framtíðar. Ung börn Foreldrar ungbarna eiga margir í miklum vanda vegna skorts á vistunarúrræðum í bænum fyrir börn sín þegar fæðingarorlofi lýkur og vinnan kallar. Samfylkingin vill ganga í að brúa þetta bil sem myndast og finna leiðir til að foreldrar ungra barna í Mosfellsbæ geti áhyggjulausir og gegn viðráðanlegu gjaldi haldið út á vinnumarkaðinn er fæðingarorlofi lýkur. Við viljum leggja áherslu á fjölbreytta valkosti og bjóða upp á leikskólarými fyrir ungbarnafjölskyldur. Leikskólabörn Leikskólagjöld í Mosfellsbæ eru hærri en í nágrannasveitarfélögunum og við viljum lækka þau. Ungt fjölskyldufólk á að vera velkomið í bæinn okkar og ekki hrökklast frá okkur vegna þess að lífsbaráttan verði erfiðari. Gjaldskrár bæjarins er snerta líf barnafjölskyldna eiga að endurspegla pólitíska sýn á forgangsröðun. Forgangsröðun Samfylkingarinnar er skýr, hún snýst um að hlaupa undir bagga með barnafólki og að allir eigi að vera með. Tómstundir Íþrótta- og tómstundastarf barna og ungmenna hefur óumdeilanlega mikið forvarnargildi. Jafn aðgangur barna að slíku starfi, óháður efnahag foreldranna, er grundvallaratriði í samfélagi sem vill hlúa að uppvaxandi kynslóð. Samfylkingin hefur hvað eftir annað flutt tillögu um hækkun frístundaávísunar í bæjarstjórn Mosfellsbæjar en Sjálfstæðisflokkurinn og VG fellt þær jafnharðan. Við munum hækka ávísunina strax í 30.000 krónur, fáum við til þess afl í bæjarstjórninni, og í framhaldinu viljum við tryggja að upphæð ávísunarinnar sé í samræmi við nágrannasveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu. Við viljum að allir séu með. Mosfellingar hafa tækifæri þann 31. maí til að breyta, kalla til nýtt fólk með skýra sýn og ferska fætur. Kjósum betri Mosfellsbæ og setjum x við S á kjördag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Anna Sigríður Guðnadóttir Mest lesið Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Í Mosfellsbæ hefur Sjálfstæðisflokkurinn ráðið ríkjum í tólf ár, það eru þrjú kjörtímabil. Tólf ár er langur tími undir stjórn eins stjórnmálaflokks í sveitarfélagi. Hættan er að hann verði allt umlykjandi og fari jafnvel að eigna sér sveitarfélagið, láti sem hann eigi þar allt laust og fast og að sveitarfélagið og stjórnmálaflokkurinn séu eitt. Í Mosfellsbæ er kominn tími á breytingar. Bæjarbúar hafa nú tækifæri til að kjósa til starfa fyrir sig nýtt fólk sem hefur nýjar hugmyndir og skýra sýn til framtíðar. Ung börn Foreldrar ungbarna eiga margir í miklum vanda vegna skorts á vistunarúrræðum í bænum fyrir börn sín þegar fæðingarorlofi lýkur og vinnan kallar. Samfylkingin vill ganga í að brúa þetta bil sem myndast og finna leiðir til að foreldrar ungra barna í Mosfellsbæ geti áhyggjulausir og gegn viðráðanlegu gjaldi haldið út á vinnumarkaðinn er fæðingarorlofi lýkur. Við viljum leggja áherslu á fjölbreytta valkosti og bjóða upp á leikskólarými fyrir ungbarnafjölskyldur. Leikskólabörn Leikskólagjöld í Mosfellsbæ eru hærri en í nágrannasveitarfélögunum og við viljum lækka þau. Ungt fjölskyldufólk á að vera velkomið í bæinn okkar og ekki hrökklast frá okkur vegna þess að lífsbaráttan verði erfiðari. Gjaldskrár bæjarins er snerta líf barnafjölskyldna eiga að endurspegla pólitíska sýn á forgangsröðun. Forgangsröðun Samfylkingarinnar er skýr, hún snýst um að hlaupa undir bagga með barnafólki og að allir eigi að vera með. Tómstundir Íþrótta- og tómstundastarf barna og ungmenna hefur óumdeilanlega mikið forvarnargildi. Jafn aðgangur barna að slíku starfi, óháður efnahag foreldranna, er grundvallaratriði í samfélagi sem vill hlúa að uppvaxandi kynslóð. Samfylkingin hefur hvað eftir annað flutt tillögu um hækkun frístundaávísunar í bæjarstjórn Mosfellsbæjar en Sjálfstæðisflokkurinn og VG fellt þær jafnharðan. Við munum hækka ávísunina strax í 30.000 krónur, fáum við til þess afl í bæjarstjórninni, og í framhaldinu viljum við tryggja að upphæð ávísunarinnar sé í samræmi við nágrannasveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu. Við viljum að allir séu með. Mosfellingar hafa tækifæri þann 31. maí til að breyta, kalla til nýtt fólk með skýra sýn og ferska fætur. Kjósum betri Mosfellsbæ og setjum x við S á kjördag.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun