Árlega amfAR-uppboðið var haldið á hótelinu Cap-Eden-Roc í Frakklandi á fimmtudagskvöldið.
Uppboðið er haldið til styrktar rannsóknum á eyðni en í ár söfnuðust 38 milljónir Bandaríkjadala, rúmir fjórir milljarðar króna.
Fræga fólkið lét sig ekki vanta frekar en fyrri ár en áberandi voru kjólar sem sýndu hold.

