„Viðurkenni alveg að ég var mjög stressaður“ Baldvin Þormóðsson skrifar 20. maí 2014 10:00 Hlutverkið fer Hafþóri Júlíusi einstaklega vel. vísir/valli „Þetta var ótrúlega gaman, eins og ég hef sagt áður þá var þetta bara gott ævintýri,“ segir Hafþór Júlíus Björnsson, en hann þreytti frumraun sína á sjónvarpsskjánum í gær á Stöð 2 í Game of Thrones. „Það var virkilega gaman að fá þetta hlutverk, ég hef ekki leikið neitt af viti áður og ég viðurkenni það alveg að ég var mjög stressaður,“ segir Hafþór en bætir því við að honum hafi þótt hann vera rólegri en margir aðrir á setti. „Sumir aukaleikararnir eins og sverðahaldararnir voru alveg að fara á taugum,“ segir Hafþór. „En í aðalbardaganum var ég aðeins rólegri þrátt fyrir að þetta væri stórt atriði.“ Hafþór leikur bardagakappann Gregor Clegane og kemur fram í tveimur þáttum en í fyrri þættinum er hann að hita sig upp fyrir bardagaatriðið sem fer fram í næsta þætti. „Hann er eiginlega bara að leita að einhverjum til þess að drepa og hefur ekkert fyrir því,“ segir Hafþór um persónuna. „Þetta var skemmtilegt hlutverk þó það hljómi skringilega,“ segir vaxtarræktarkappinn og hlær. „Ég myndi ekki leggja það í vana minn að drepa menn en það var gaman að leika það.“Hafði horft á alla þættina Hafþór hefur sjálfur verið mikill aðdáandi Game of Thrones í langan tíma. „Ég var búinn að horfa á alla þættina þegar þeir höfðu samband,“ segir Hafþór. „Síðan þegar þeir hafa samband þá bregður mér smá, ég hélt náttúrulega að þetta væri bara eitthvert rugl,“ segir hann en Hafþór fær oft skrítinn póst og hann svaraði því beiðninni ekki strax. „Síðan var ég bara fenginn í prufu og var í raun tilvalinn fyrir þetta hlutverk. Það er alveg erfitt að finna svona stóra menn sem eru líka í þokkalega góðu formi,“ segir Hafþór sem gæti alveg hugsað sér að leika meira í framtíðinni. „Þetta var mjög gaman, ég var bara heppinn að fá svona stórt hlutverk fyrst og síðan er virkilega vel hugsað um mann þarna,“ segir kappinn. „Ég held að þeir hugsi mjög vel um starfsfólkið sem kemur að þáttunum, þeir hugsa vel um alla og það er góður andi yfir öllu.“ Game of Thrones Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf Fleiri fréttir Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Sjá meira
„Þetta var ótrúlega gaman, eins og ég hef sagt áður þá var þetta bara gott ævintýri,“ segir Hafþór Júlíus Björnsson, en hann þreytti frumraun sína á sjónvarpsskjánum í gær á Stöð 2 í Game of Thrones. „Það var virkilega gaman að fá þetta hlutverk, ég hef ekki leikið neitt af viti áður og ég viðurkenni það alveg að ég var mjög stressaður,“ segir Hafþór en bætir því við að honum hafi þótt hann vera rólegri en margir aðrir á setti. „Sumir aukaleikararnir eins og sverðahaldararnir voru alveg að fara á taugum,“ segir Hafþór. „En í aðalbardaganum var ég aðeins rólegri þrátt fyrir að þetta væri stórt atriði.“ Hafþór leikur bardagakappann Gregor Clegane og kemur fram í tveimur þáttum en í fyrri þættinum er hann að hita sig upp fyrir bardagaatriðið sem fer fram í næsta þætti. „Hann er eiginlega bara að leita að einhverjum til þess að drepa og hefur ekkert fyrir því,“ segir Hafþór um persónuna. „Þetta var skemmtilegt hlutverk þó það hljómi skringilega,“ segir vaxtarræktarkappinn og hlær. „Ég myndi ekki leggja það í vana minn að drepa menn en það var gaman að leika það.“Hafði horft á alla þættina Hafþór hefur sjálfur verið mikill aðdáandi Game of Thrones í langan tíma. „Ég var búinn að horfa á alla þættina þegar þeir höfðu samband,“ segir Hafþór. „Síðan þegar þeir hafa samband þá bregður mér smá, ég hélt náttúrulega að þetta væri bara eitthvert rugl,“ segir hann en Hafþór fær oft skrítinn póst og hann svaraði því beiðninni ekki strax. „Síðan var ég bara fenginn í prufu og var í raun tilvalinn fyrir þetta hlutverk. Það er alveg erfitt að finna svona stóra menn sem eru líka í þokkalega góðu formi,“ segir Hafþór sem gæti alveg hugsað sér að leika meira í framtíðinni. „Þetta var mjög gaman, ég var bara heppinn að fá svona stórt hlutverk fyrst og síðan er virkilega vel hugsað um mann þarna,“ segir kappinn. „Ég held að þeir hugsi mjög vel um starfsfólkið sem kemur að þáttunum, þeir hugsa vel um alla og það er góður andi yfir öllu.“
Game of Thrones Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf Fleiri fréttir Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Sjá meira