Ætla að lemja Gunnar Nelson Gunnar Leó Pálsson skrifar 2. maí 2014 10:30 Vígalegur Það eru ekki allir sem myndu þora að mæta Gunnari í hringnum. Visir/Getty „Við ætlum okkur að sigra Gunnar Nelson og við værum ekki að þessu nema við hefðum trú á því að við getum sigrað hann,“ segir Ragnar Ágúst Eðvaldsson, framleiðandi hjá CCP og skipuleggjandi liðs tæknimanna sem ætlar að glíma við Gunnar Nelson í kvöld. Um er að ræða tíu manna bardagalið úr tæknigeiranum, sjö frá CCP, einn frá Nýherja, einn frá Advania og einn frá Twitch TV.Bardaginn hefst klukkan 20 og verður sýndur beint hér á Vísi. „Við höfum æft af miklu kappi og allir liðsmennirnir hafa mikla reynslu úr bardagaíþróttum,“ segir Sveinn Jóhannesson Kjarval, þjálfari tæknimannaliðsins. Um er að ræða EVE fanfest eða árshátíð þeirra sem spila tölvuleikinn EVE og fer hátíðin fram í Eldborgarsalnum í Hörpu. „Það verður alvöru búr á sviðinu í Eldborg og það verða engin vettlingatök tekin í búrinu,“ segir Ragnar spurður út í aðstæðurnar. Keppnin virkar þannig að þessir tíu menn fara einn í einu í búrið og mæta þar Gunnari Nelson og allir með það að markmiði að leggja okkar besta bardagamann. „Gunnar Nelson getur unnið alla í slagsmálum en þegar svona fjöldi manna, með alla þessa reynslu, sækir að honum ætti það að hafa mikil áhrif, hann á eftir að þreytast,“ segir Sveinn og bætir við: „Einn liðsmaðurinn okkar, Jón Ingi Þorvaldsson, hefur einu sinni sigrað Gunnar Nelson í karate.“Tæknimannaliðið hefur æft af miklu kappi undanfarið.Allir í tæknimannabardagaliðinu eru vel reyndir í bardagaíþróttum og eru eða hafa verið að æfa ýmsar bardagaíþróttir. „Liðið er mjög sterkt, okkar bestu menn eru þó Pétur Jóhannes Óskarsson sem er 120 kíló að þyngd og æfir jújítsú, Pétur Eyþórsson, nífaldur glímukóngur í íslenskri glímu, og Vignir Grétar Stefánsson, sem er margfaldur Íslandsmeistari í júdó. Ég er mjög bjartsýnn,“ útskýrir Sveinn. Eins og flestir vita er Gunnar Nelson einn fremsti bardagamaður þjóðarinnar og var að tilkynna næsta bardaga innan UFC sem fram fer í Dublin í sumar. Eru þið ekkert hræddir við Gunnar? „Við værum ekkert að þessu ef þetta væri ekki alvöru bardagi, við ætlum að sigra Gunnar. Það er kominn tími á að sýna að hann er bara mannlegur,“ segir Ragnar. Bardaginn og hátíðahöldin fara fram í Eldborg í kvöld en búist er við allt að eitt þúsund erlendum gestum og einnig talsverðum fjölda Íslendinga. „Við erum að fara að smekkfylla Eldborgina,“ bætir Ragnar við. Hægt er að horfa á bardagann í beinni útsendingu á Twitch.tv/ccp. Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Laufey á lista Obama Lífið Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Pete orðinn pabbi Lífið Fleiri fréttir Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Sjá meira
„Við ætlum okkur að sigra Gunnar Nelson og við værum ekki að þessu nema við hefðum trú á því að við getum sigrað hann,“ segir Ragnar Ágúst Eðvaldsson, framleiðandi hjá CCP og skipuleggjandi liðs tæknimanna sem ætlar að glíma við Gunnar Nelson í kvöld. Um er að ræða tíu manna bardagalið úr tæknigeiranum, sjö frá CCP, einn frá Nýherja, einn frá Advania og einn frá Twitch TV.Bardaginn hefst klukkan 20 og verður sýndur beint hér á Vísi. „Við höfum æft af miklu kappi og allir liðsmennirnir hafa mikla reynslu úr bardagaíþróttum,“ segir Sveinn Jóhannesson Kjarval, þjálfari tæknimannaliðsins. Um er að ræða EVE fanfest eða árshátíð þeirra sem spila tölvuleikinn EVE og fer hátíðin fram í Eldborgarsalnum í Hörpu. „Það verður alvöru búr á sviðinu í Eldborg og það verða engin vettlingatök tekin í búrinu,“ segir Ragnar spurður út í aðstæðurnar. Keppnin virkar þannig að þessir tíu menn fara einn í einu í búrið og mæta þar Gunnari Nelson og allir með það að markmiði að leggja okkar besta bardagamann. „Gunnar Nelson getur unnið alla í slagsmálum en þegar svona fjöldi manna, með alla þessa reynslu, sækir að honum ætti það að hafa mikil áhrif, hann á eftir að þreytast,“ segir Sveinn og bætir við: „Einn liðsmaðurinn okkar, Jón Ingi Þorvaldsson, hefur einu sinni sigrað Gunnar Nelson í karate.“Tæknimannaliðið hefur æft af miklu kappi undanfarið.Allir í tæknimannabardagaliðinu eru vel reyndir í bardagaíþróttum og eru eða hafa verið að æfa ýmsar bardagaíþróttir. „Liðið er mjög sterkt, okkar bestu menn eru þó Pétur Jóhannes Óskarsson sem er 120 kíló að þyngd og æfir jújítsú, Pétur Eyþórsson, nífaldur glímukóngur í íslenskri glímu, og Vignir Grétar Stefánsson, sem er margfaldur Íslandsmeistari í júdó. Ég er mjög bjartsýnn,“ útskýrir Sveinn. Eins og flestir vita er Gunnar Nelson einn fremsti bardagamaður þjóðarinnar og var að tilkynna næsta bardaga innan UFC sem fram fer í Dublin í sumar. Eru þið ekkert hræddir við Gunnar? „Við værum ekkert að þessu ef þetta væri ekki alvöru bardagi, við ætlum að sigra Gunnar. Það er kominn tími á að sýna að hann er bara mannlegur,“ segir Ragnar. Bardaginn og hátíðahöldin fara fram í Eldborg í kvöld en búist er við allt að eitt þúsund erlendum gestum og einnig talsverðum fjölda Íslendinga. „Við erum að fara að smekkfylla Eldborgina,“ bætir Ragnar við. Hægt er að horfa á bardagann í beinni útsendingu á Twitch.tv/ccp.
Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Laufey á lista Obama Lífið Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Pete orðinn pabbi Lífið Fleiri fréttir Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Sjá meira