Latibær á svið í Þjóðleikhúsinu Álfrún Pálsdóttir skrifar 19. apríl 2014 12:00 Rúnar Freyr leikstýrir uppfærslu Þjóðleikhússins á Latabæ sem verður frumsýnt í september. Tuttugu ár eru síðan Magnús Scheving hóf Latabæjarævintýrið með bókinni Áfram, Latibær. Vísir/Daníel „Þetta er mjög spennandi verkefni og það er mikið stuð framundan. Við verðum samt að vanda vel til verka enda um eitt þekktasta vörumerki Íslendinga að ræða,“ segir leikarinn Rúnar Freyr Gíslason en hann sest í leikstjórastólinn þegar Latibær verður settur á svið í Þjóðleikhúsinu. Verkið verður frumsýnt í september og sérstaklega samið í tilefni af stórafmæli Latabæjar. Í ár eru 20 ár frá því að Magnús Scheving skrifaði bókina „Áfram, Latibær“,sem markaði upphafið að Latabæjarævintýrinu. Sagan hefur áður verið sett upp, fyrir 17 árum í Loftkastalanum undir stjórn Baltasars Kormáks og árið 1999 í Þjóðleikhúsinu þar sem Sigurður Sigurjónsson leikstýrði en þá lék Rúnar Freyr einmitt Gogga Mega. „Ég er orðinn frekar tengdur Latabæ en ég hef talað fyrir Gogga Mega í öllum teiknimyndunum og svo hef ég þekkt Magga lengi. Þess vegna var ég ekki lengi að samþykkja þegar ég var beðinn um að taka þetta verkefni að mér,“ segir Rúnar Freyr og viðurkennir að hann hafi beðið Magga um að hoppa inn í hlutverk Íþróttaálfsins fyrir uppsetninguna. „Hann neitaði enda fimmtugur á árinu, þó að hann líti nú út fyrir að vera miklu yngri. Við ætlum að prufa nokkra stráka í hlutverkið.“Stefán Karl Stefánsson mun fara með hlutverk Glanna Glæps eins hann er þekktur fyrir en Stefán hefur túlkað illmennið í Latabæ frá upphafi. Rúnar Freyr hefur áður leikstýrt verkum á borð við Hárið í Austurbæ árið 2004, Gretti í Borgarleikhúsinu árið 2007 og Hellisbúann árið 2009. „Krakkar eru kröfuharður áhorfendahópur. Ég sé fram á að þetta verði fjörug uppfærsla full af tæknibrellum þar sem verður til dæmis lagt upp úr þátttöku áhorfenda. Latibær er mjög þekkt úti í heimi og við erum að hugsa um að geta sett verkið upp í útlöndum líka.“Leita að nýrri Sollu stirðu Sérstakar prufur verða haldnar fyrir ungar stúlkur á aldrinum 14 – 20 ára, til að finna nýja Sollu stirðu. Áður hefur Solla verið túlkuð af söng- og leikkonunni Selmu Björnsdóttur, Lindu Ásgeirsdóttur, oft kennd við Skoppu og Skrýtlu, og Unni Eggertsdóttur sem hefur m.a. sungið í forkeppni Eurovision og séð um sinn eigin sjónvarpsþátt. Þá hafa tvær stúlkur séð um að túlka Sollu Stirðu í sjónvarpsþáttunum; Julianna Rose Mauriello í fyrstu tveimur þáttaröðunum og Chloe Lang í þáttaröðum þrjú og fjögur. Áhugasamar stúlkur sendi ferilskrá með mynd á prufur@leikhusid.is. Þær stúlkur sem koma til álita fyrir hlutverkið verða boðaðar í prufur 28. og 29. apríl kl. 12-18. Eurovision Tengdar fréttir Ekkert stress fyrir fyrsta gigginu Hin unga hljómsveit Vio spilar fyrsta stóra giggið á Aldrei fór ég suður um helgina. 19. apríl 2014 10:00 Mest lesið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Fleiri fréttir Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Sjá meira
„Þetta er mjög spennandi verkefni og það er mikið stuð framundan. Við verðum samt að vanda vel til verka enda um eitt þekktasta vörumerki Íslendinga að ræða,“ segir leikarinn Rúnar Freyr Gíslason en hann sest í leikstjórastólinn þegar Latibær verður settur á svið í Þjóðleikhúsinu. Verkið verður frumsýnt í september og sérstaklega samið í tilefni af stórafmæli Latabæjar. Í ár eru 20 ár frá því að Magnús Scheving skrifaði bókina „Áfram, Latibær“,sem markaði upphafið að Latabæjarævintýrinu. Sagan hefur áður verið sett upp, fyrir 17 árum í Loftkastalanum undir stjórn Baltasars Kormáks og árið 1999 í Þjóðleikhúsinu þar sem Sigurður Sigurjónsson leikstýrði en þá lék Rúnar Freyr einmitt Gogga Mega. „Ég er orðinn frekar tengdur Latabæ en ég hef talað fyrir Gogga Mega í öllum teiknimyndunum og svo hef ég þekkt Magga lengi. Þess vegna var ég ekki lengi að samþykkja þegar ég var beðinn um að taka þetta verkefni að mér,“ segir Rúnar Freyr og viðurkennir að hann hafi beðið Magga um að hoppa inn í hlutverk Íþróttaálfsins fyrir uppsetninguna. „Hann neitaði enda fimmtugur á árinu, þó að hann líti nú út fyrir að vera miklu yngri. Við ætlum að prufa nokkra stráka í hlutverkið.“Stefán Karl Stefánsson mun fara með hlutverk Glanna Glæps eins hann er þekktur fyrir en Stefán hefur túlkað illmennið í Latabæ frá upphafi. Rúnar Freyr hefur áður leikstýrt verkum á borð við Hárið í Austurbæ árið 2004, Gretti í Borgarleikhúsinu árið 2007 og Hellisbúann árið 2009. „Krakkar eru kröfuharður áhorfendahópur. Ég sé fram á að þetta verði fjörug uppfærsla full af tæknibrellum þar sem verður til dæmis lagt upp úr þátttöku áhorfenda. Latibær er mjög þekkt úti í heimi og við erum að hugsa um að geta sett verkið upp í útlöndum líka.“Leita að nýrri Sollu stirðu Sérstakar prufur verða haldnar fyrir ungar stúlkur á aldrinum 14 – 20 ára, til að finna nýja Sollu stirðu. Áður hefur Solla verið túlkuð af söng- og leikkonunni Selmu Björnsdóttur, Lindu Ásgeirsdóttur, oft kennd við Skoppu og Skrýtlu, og Unni Eggertsdóttur sem hefur m.a. sungið í forkeppni Eurovision og séð um sinn eigin sjónvarpsþátt. Þá hafa tvær stúlkur séð um að túlka Sollu Stirðu í sjónvarpsþáttunum; Julianna Rose Mauriello í fyrstu tveimur þáttaröðunum og Chloe Lang í þáttaröðum þrjú og fjögur. Áhugasamar stúlkur sendi ferilskrá með mynd á prufur@leikhusid.is. Þær stúlkur sem koma til álita fyrir hlutverkið verða boðaðar í prufur 28. og 29. apríl kl. 12-18.
Eurovision Tengdar fréttir Ekkert stress fyrir fyrsta gigginu Hin unga hljómsveit Vio spilar fyrsta stóra giggið á Aldrei fór ég suður um helgina. 19. apríl 2014 10:00 Mest lesið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Fleiri fréttir Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Sjá meira
Ekkert stress fyrir fyrsta gigginu Hin unga hljómsveit Vio spilar fyrsta stóra giggið á Aldrei fór ég suður um helgina. 19. apríl 2014 10:00
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning