Natalia Tena leikur þokkagyðjuna Osha í vinsælu þáttaröðunum Game of Thrones en hún hefur víst meira til brunns að bera en bara leiklistina.
Leikkonan syngur nefnilega og spilar á harmonikku með hljómsveitinni Molotov Jukebox sem kemur fram á tónlistarhátíðinni Secret Solstice í sumar.
Molotov Jukebox voru að sleppa frá sér plötunni Carnival Flower sem kom út 31. mars en tónlist sveitarinnar er blanda af lifandi blús og djass.
Hljómsveitin Molotov Jukebox spilaði á sjö tónlistarhátíðum í fyrra. Þar á meðal var tónlistarhátíðin Glastonbury en hún þykir þykir ein af stærstu tónlistarhátíðum heims.
Natalia hefur komið víða að en hún lék meðal annars hálf-nornina Nymphadora Tonks í vinsælu Harry Potter-myndunum. Einnig fór hún með hlutverk stúlkunnar Ellie í rómantísku gamanmyndinni About a Boy.
Tena lærði á harmonikku þegar hún vann með leikhópnum KneeHigh í Bretlandi. Þar þurfti hver meðlimur að velja sér hljóðfæri til þess að læra á.
Secret Solstice-hátíðin fer fram dagana 20. til 22. júní og eru fjölmörg atriði sem koma þar fram.
Fjölhæf leikkona á leið til Íslands
Baldvin Þormóðsson skrifar

Mest lesið

Fegin að hafa valið flottasta kjólinn fyrir óvænta trúlofun
Tíska og hönnun


Bakið er hætt að hefna sín
Lífið samstarf




Iðnaðarmaður ársins 2025 - Máni er kominn í úrslit
Lífið samstarf


