Dætur Hjördísar fara til Danmerkur Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 16. apríl 2014 09:13 Dæmt var í málinu á föstudaginn síðastliðinn og mun Kim Laursen fá dætur sínar afhentar eftir sex vikur. vísir/stefán Kim Laursen, danskur barnsfaðir Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur, vann mál gegn henni í Héraðsdómi Reykjavíkur á föstudag og mun fá dætur þeirra þrjár afhentar eftir sex vikur. Kim og Hjördís hafa átt í áralangri forræðisdeilu vegna barnanna sem Kim hefur nú löglega forræðið yfir, en Hjördís hefur setið í gæsluvarðhaldi í Horsens í rúma tvo mánuði fyrir ólöglegt brottnám á börnunum frá Danmörku til Íslands síðastliðið sumar. Um miðjan mars lagði lögmaður Kims fram kröfu um að hann fengi dæturnar en danskur lögmaður Hjördísar sagði í viðtali við Fréttablaðið að hann vonaði að ný íslensk sálfræðiskýrsla kæmi í veg fyrir að börnin væru send aftur til Danmerkur. Aðstandendur Hjördísar segja dóminn mikið áfall fyrir Hjördísi. „Íslenska skýrslan, sem var unnin af sálfræðingi sem starfaði í mörg ár í Barnahúsi, var greinilega ekki tekin til greina,“ segir aðstandandi Hjördísar. „En við fengum að vita að stelpurnar eigi að ganga til sálfræðings þar til þær fara til Danmerkur þar sem á að hjálpa þeim að hætta að vera hræddar við föður sinn. Þær eiga sem sagt að fara í aðlögun.“ Réttarhöld yfir Hjördísi verða í Horsens 26. og 30. apríl. Lögmaður Hjördísar í Danmörku, Thomas Berg, hefur verið vongóður um að hún fái sýknu þar sem búið er að opna lögreglurannsókn á þremur málum gegn Kim Laursen er varða vanrækslu og ofbeldi gagnvart börnunum. Hjördís Svan Tengdar fréttir Lokuð í klefa með klósetti og sjónvarpi Hjördís Svan Aðalheiðardóttir fékk sinn fyrsta gest í fangelsi í Horsens í Danmörku. Nefnd á vegum Evrópuþingsins hefur sent Dönum tvær kvartanir vegna handtöku Hjördísar. 22. febrúar 2014 07:00 Gæsluvarðhald framlengt en lögmaður bjartsýnn Hjördís Svan Aðalheiðardóttir verður í fjórar vikur í viðbót í gæsluvarðhaldi. Danskur lögmaður hennar segir ný gögn í málinu vekja bjartsýni. 10. mars 2014 07:00 Dönsk barnaverndaryfirvöld sögð vilhöll dönskum ríkisborgurum Umboðsmaður Hjördísar Svan kom fyrir nefnd á vegum Evrópuþingsins þar sem aðfinnslum við málsmeðferð í forræðisdeilu hennar og Kim Gram Laursen hennar var komið á framfæri. 11. febrúar 2014 21:55 Barnsfaðir Hjördísar Svan vill fá dæturnar afhentar Lögmaður Kims Laursen, barnsföður Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur, hefur lagt fram kröfu um að hann fái dætur þeirra afhentar. 25. mars 2014 07:30 Sýndu Hjördísi stuðning Boðað var til mótmæla í gær fyrir framan fangelsið þar sem Hjördís Svan Aðalheiðardóttir er í haldi. 17. febrúar 2014 08:00 Hjördís gæti fengið fjögurra ára fangelsisdóm Lögreglan í Horsens segir Hjördísi verða ákærða fyrir þrjú brot. 11. mars 2014 07:00 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Sjá meira
Kim Laursen, danskur barnsfaðir Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur, vann mál gegn henni í Héraðsdómi Reykjavíkur á föstudag og mun fá dætur þeirra þrjár afhentar eftir sex vikur. Kim og Hjördís hafa átt í áralangri forræðisdeilu vegna barnanna sem Kim hefur nú löglega forræðið yfir, en Hjördís hefur setið í gæsluvarðhaldi í Horsens í rúma tvo mánuði fyrir ólöglegt brottnám á börnunum frá Danmörku til Íslands síðastliðið sumar. Um miðjan mars lagði lögmaður Kims fram kröfu um að hann fengi dæturnar en danskur lögmaður Hjördísar sagði í viðtali við Fréttablaðið að hann vonaði að ný íslensk sálfræðiskýrsla kæmi í veg fyrir að börnin væru send aftur til Danmerkur. Aðstandendur Hjördísar segja dóminn mikið áfall fyrir Hjördísi. „Íslenska skýrslan, sem var unnin af sálfræðingi sem starfaði í mörg ár í Barnahúsi, var greinilega ekki tekin til greina,“ segir aðstandandi Hjördísar. „En við fengum að vita að stelpurnar eigi að ganga til sálfræðings þar til þær fara til Danmerkur þar sem á að hjálpa þeim að hætta að vera hræddar við föður sinn. Þær eiga sem sagt að fara í aðlögun.“ Réttarhöld yfir Hjördísi verða í Horsens 26. og 30. apríl. Lögmaður Hjördísar í Danmörku, Thomas Berg, hefur verið vongóður um að hún fái sýknu þar sem búið er að opna lögreglurannsókn á þremur málum gegn Kim Laursen er varða vanrækslu og ofbeldi gagnvart börnunum.
Hjördís Svan Tengdar fréttir Lokuð í klefa með klósetti og sjónvarpi Hjördís Svan Aðalheiðardóttir fékk sinn fyrsta gest í fangelsi í Horsens í Danmörku. Nefnd á vegum Evrópuþingsins hefur sent Dönum tvær kvartanir vegna handtöku Hjördísar. 22. febrúar 2014 07:00 Gæsluvarðhald framlengt en lögmaður bjartsýnn Hjördís Svan Aðalheiðardóttir verður í fjórar vikur í viðbót í gæsluvarðhaldi. Danskur lögmaður hennar segir ný gögn í málinu vekja bjartsýni. 10. mars 2014 07:00 Dönsk barnaverndaryfirvöld sögð vilhöll dönskum ríkisborgurum Umboðsmaður Hjördísar Svan kom fyrir nefnd á vegum Evrópuþingsins þar sem aðfinnslum við málsmeðferð í forræðisdeilu hennar og Kim Gram Laursen hennar var komið á framfæri. 11. febrúar 2014 21:55 Barnsfaðir Hjördísar Svan vill fá dæturnar afhentar Lögmaður Kims Laursen, barnsföður Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur, hefur lagt fram kröfu um að hann fái dætur þeirra afhentar. 25. mars 2014 07:30 Sýndu Hjördísi stuðning Boðað var til mótmæla í gær fyrir framan fangelsið þar sem Hjördís Svan Aðalheiðardóttir er í haldi. 17. febrúar 2014 08:00 Hjördís gæti fengið fjögurra ára fangelsisdóm Lögreglan í Horsens segir Hjördísi verða ákærða fyrir þrjú brot. 11. mars 2014 07:00 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Sjá meira
Lokuð í klefa með klósetti og sjónvarpi Hjördís Svan Aðalheiðardóttir fékk sinn fyrsta gest í fangelsi í Horsens í Danmörku. Nefnd á vegum Evrópuþingsins hefur sent Dönum tvær kvartanir vegna handtöku Hjördísar. 22. febrúar 2014 07:00
Gæsluvarðhald framlengt en lögmaður bjartsýnn Hjördís Svan Aðalheiðardóttir verður í fjórar vikur í viðbót í gæsluvarðhaldi. Danskur lögmaður hennar segir ný gögn í málinu vekja bjartsýni. 10. mars 2014 07:00
Dönsk barnaverndaryfirvöld sögð vilhöll dönskum ríkisborgurum Umboðsmaður Hjördísar Svan kom fyrir nefnd á vegum Evrópuþingsins þar sem aðfinnslum við málsmeðferð í forræðisdeilu hennar og Kim Gram Laursen hennar var komið á framfæri. 11. febrúar 2014 21:55
Barnsfaðir Hjördísar Svan vill fá dæturnar afhentar Lögmaður Kims Laursen, barnsföður Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur, hefur lagt fram kröfu um að hann fái dætur þeirra afhentar. 25. mars 2014 07:30
Sýndu Hjördísi stuðning Boðað var til mótmæla í gær fyrir framan fangelsið þar sem Hjördís Svan Aðalheiðardóttir er í haldi. 17. febrúar 2014 08:00
Hjördís gæti fengið fjögurra ára fangelsisdóm Lögreglan í Horsens segir Hjördísi verða ákærða fyrir þrjú brot. 11. mars 2014 07:00