Hagræðing í að þétta byggð og byggja upp leigumarkað í borginni Höskuldur Kári Schram skrifar 12. apríl 2014 08:00 S. Björn Blöndal, oddviti Bjartrar framtíðar í Reykjavík, segir að með þéttingu byggðar megi ná fram mikilli hagræðingu. Hann segir nauðsynlegt að borgin komi að málum til að byggja upp leigumarkað til að taka á húsnæðisvandanum. „Við verðum að horfast í augu við það að leigumarkaðurinn í Reykjavík og á Íslandi er mjög óheilbrigður. Hann hefur ekki náð að þroskast og verða til. Hér hefur verið rekin sú stefna að allir þurfi að kaupa íbúð. Það er fínt á meðan fólk hefur efni á því en eins og staðan er núna er bara orðið mjög erfitt fyrir t.d. ungt fólk að kaupa íbúð. Þá er ansi slæmt að ekki skuli vera til heilbrigður leigumarkaður. Núverandi meirihluti, Besti flokkurinn og Samfylkingin, hefur verið að þróa hugmyndir sem við köllum Reykjavíkurhús. Þar er verið að tala um beint inngrip borgarinnar í leigumarkaðinn. Við aðstoðum við að koma honum á fót. Hinn frjálsi markaður hefur haft ansi langan tíma en þetta hefur ekki verið að gera sig. Spurningin er hvort borgin þurfi ekki að hjálpa þessu af stað í tíu, tuttugu ár og svo getur hún selt þetta. Framlag borgarinnar yrði þá í formi lóða,“ segir Björn.Fara úr borg í borg Björn segir að Björt framtíð leggi mikla áherslu á þéttingu byggðar. „Við erum nýbúin að samþykkja aðalskipulag sem er stefnumótunarplagg til framtíðar. Þar erum við að segja að við viljum þétta byggð. Við viljum ýta undir fleiri samgöngumáta en einkabílinn og þetta er auðvitað risamál. Þetta er ákveðin breyting á borginni. Við erum að fara úr sveit í borg, úr borg í borg. Við lítum þannig á að þetta sé eftirsóknarverð þróun. Hún er hagkvæmari fyrir okkur og það verður annar bragur á borginni. Menn sætta sig við að Reykjavík er borg og við skulum þróa hana sem slíka. Ekki þróa hana sem dreifbýli. Ég held að sá hugsunarháttur sé á undanhaldi.“ Björn horfir meðal annars til Vatnsmýrarinnar sem framtíðarbyggingarsvæðis. „Vatnsmýrin er það svæði sem við eigum að byggja upp. Það verður þessari borg til mestrar framþróunar og öllu landinu. Ég lít svo á að eftir því sem Reykjavíkurborg er sterkari, því sterkara verður landið. Flugvöllurinn er ekki eina tengingin við landsbyggðina. Við teljum að það eigi að vera flugvöllur á höfuðborgarsvæðinu og það eru nokkrar staðsetningar sem koma til greina. Sannleikurinn er hins vegar sá að borgin hefur þróast með þeim hætti að miðja hennar liggur nú við Vatnsmýrina. Í miðborginni er mikið um atvinnu, þarna vill fólk vera og við náum fram mikilli hagræðingu og hagkvæmni t.a.m. í samgöngum með því að þétta okkur inn á þennan reit.Reykjavík ekki skítug borgHalldór Halldórsson, oddviti sjálfstæðismanna, sagði í viðtali við Fréttablaðið um síðustu helgi að verulega hefði dregið úr umhirðu í borginni sem væri nú orðin skítug. Björn hafnar þessum fullyrðingum. „Ég er ekki sammála því að borgin sé skítug. Það var skorið niður í umhirðu í borginni eftir hrun um 50 prósent og það segir sig sjálft að eitthvað varð undan að láta. En okkur hefur hins vegar tekist mjög vel að halda þessari borg hreinni og fallegri. Við fáum líka ábendingar frá borgarbúum um að hlutir megi betur fara varðandi hreinsun og við reynum þá alltaf að bregðast við því. Mér finnst hins vegar heyskapur Reykjavíkurborgar vera alltof mikill. Við erum með gríðarlega túnfláka sem við eigum að skoða hvort ekki sé hægt að hanna á annan hátt. Það eru til ýmsar skemmtilegar gróðurtegundir aðrar en gras. Reykjavíkurborg en langstærsti aðilinn á landinu sem stundar heyskap og við gerum ekkert við þetta hey. En mér finnst hins vegar orðum aukið að hér sé allt í órækt og illa slegið,“ segir Björn. Forsetakosningar 2016 video kassi Kosningar 2014 fréttir Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Sjá meira
S. Björn Blöndal, oddviti Bjartrar framtíðar í Reykjavík, segir að með þéttingu byggðar megi ná fram mikilli hagræðingu. Hann segir nauðsynlegt að borgin komi að málum til að byggja upp leigumarkað til að taka á húsnæðisvandanum. „Við verðum að horfast í augu við það að leigumarkaðurinn í Reykjavík og á Íslandi er mjög óheilbrigður. Hann hefur ekki náð að þroskast og verða til. Hér hefur verið rekin sú stefna að allir þurfi að kaupa íbúð. Það er fínt á meðan fólk hefur efni á því en eins og staðan er núna er bara orðið mjög erfitt fyrir t.d. ungt fólk að kaupa íbúð. Þá er ansi slæmt að ekki skuli vera til heilbrigður leigumarkaður. Núverandi meirihluti, Besti flokkurinn og Samfylkingin, hefur verið að þróa hugmyndir sem við köllum Reykjavíkurhús. Þar er verið að tala um beint inngrip borgarinnar í leigumarkaðinn. Við aðstoðum við að koma honum á fót. Hinn frjálsi markaður hefur haft ansi langan tíma en þetta hefur ekki verið að gera sig. Spurningin er hvort borgin þurfi ekki að hjálpa þessu af stað í tíu, tuttugu ár og svo getur hún selt þetta. Framlag borgarinnar yrði þá í formi lóða,“ segir Björn.Fara úr borg í borg Björn segir að Björt framtíð leggi mikla áherslu á þéttingu byggðar. „Við erum nýbúin að samþykkja aðalskipulag sem er stefnumótunarplagg til framtíðar. Þar erum við að segja að við viljum þétta byggð. Við viljum ýta undir fleiri samgöngumáta en einkabílinn og þetta er auðvitað risamál. Þetta er ákveðin breyting á borginni. Við erum að fara úr sveit í borg, úr borg í borg. Við lítum þannig á að þetta sé eftirsóknarverð þróun. Hún er hagkvæmari fyrir okkur og það verður annar bragur á borginni. Menn sætta sig við að Reykjavík er borg og við skulum þróa hana sem slíka. Ekki þróa hana sem dreifbýli. Ég held að sá hugsunarháttur sé á undanhaldi.“ Björn horfir meðal annars til Vatnsmýrarinnar sem framtíðarbyggingarsvæðis. „Vatnsmýrin er það svæði sem við eigum að byggja upp. Það verður þessari borg til mestrar framþróunar og öllu landinu. Ég lít svo á að eftir því sem Reykjavíkurborg er sterkari, því sterkara verður landið. Flugvöllurinn er ekki eina tengingin við landsbyggðina. Við teljum að það eigi að vera flugvöllur á höfuðborgarsvæðinu og það eru nokkrar staðsetningar sem koma til greina. Sannleikurinn er hins vegar sá að borgin hefur þróast með þeim hætti að miðja hennar liggur nú við Vatnsmýrina. Í miðborginni er mikið um atvinnu, þarna vill fólk vera og við náum fram mikilli hagræðingu og hagkvæmni t.a.m. í samgöngum með því að þétta okkur inn á þennan reit.Reykjavík ekki skítug borgHalldór Halldórsson, oddviti sjálfstæðismanna, sagði í viðtali við Fréttablaðið um síðustu helgi að verulega hefði dregið úr umhirðu í borginni sem væri nú orðin skítug. Björn hafnar þessum fullyrðingum. „Ég er ekki sammála því að borgin sé skítug. Það var skorið niður í umhirðu í borginni eftir hrun um 50 prósent og það segir sig sjálft að eitthvað varð undan að láta. En okkur hefur hins vegar tekist mjög vel að halda þessari borg hreinni og fallegri. Við fáum líka ábendingar frá borgarbúum um að hlutir megi betur fara varðandi hreinsun og við reynum þá alltaf að bregðast við því. Mér finnst hins vegar heyskapur Reykjavíkurborgar vera alltof mikill. Við erum með gríðarlega túnfláka sem við eigum að skoða hvort ekki sé hægt að hanna á annan hátt. Það eru til ýmsar skemmtilegar gróðurtegundir aðrar en gras. Reykjavíkurborg en langstærsti aðilinn á landinu sem stundar heyskap og við gerum ekkert við þetta hey. En mér finnst hins vegar orðum aukið að hér sé allt í órækt og illa slegið,“ segir Björn.
Forsetakosningar 2016 video kassi Kosningar 2014 fréttir Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Sjá meira