Þykir þér vænt um börnin þín? Úrsúla Jünemann skrifar 3. apríl 2014 07:00 Börnin okkar munu erfa landið. Við sem ráðum núna ferðinni að einhverju leyti höfum mikið um það að segja í hvaða ástandi jörðin mun verða þegar börnin og barnabörnin okkar taka við. Munu börnin okkar taka við góðu búi eða er þeim ætlað að glíma við fullt af óleystum vandamálum sem við nennum ekki að reyna að leysa og ýtum bara á undan okkur yfir á næstu kynslóðir. Gjörið þið svo vel, nú eigið þið leik! Og komið þessu nú í lag! Það er eðlilegt bæði mönnum og dýrum að þykja vænt um afkvæmin sín. Mér þykir líka vænt um börnin mín og ég verð hrygg þegar ég hugsa um framtíð þeirra. Það eru svo mörg vandamál sem hrúgast upp og munu skella með fullum þunga á næstu kynslóðir. Ég ætla alls ekki að mála skrattann á vegginn en við getum ekki lengur horft fram hjá því að alvarlegar breytingar eiga sér stað á okkar ástkæru jörð: Mannkyninu fer fjölgandi hratt og allir þurfa lífsrými, mat og sérstaklega gott neysluvatn. En ennþá eru menn að menga ár og vötn eins og enginn sé morgundagurinn. Jörðin okkar er að hitna sökum þess að við sleppum allt of miklu af koltvísýringi út í andrúmsloftið með því að brenna jarðeldsneyti og þá sérstaklega olíu. En samt renna menn hýrum augum til þess möguleika að olíu sé að finna á Drekasvæðinu í staðinn fyrir að þróa aðra vistvænni orkugjafa. Það er verið að ganga á skóglendi víða um heim og eyðing hitabeltisfrumskóga er þar sérlega ógnvænleg því að þar á sér stað mikil kolefnisbinding sem vinnur á móti gróðurhúsaáhrifum og hnattrænni hitaaukningu. Jörðin okkar er að drukkna í úrgangi og rusli sem við nennum ekki að vinna úr og endurnýta. Ennþá virðist „hagkvæmara“ að búa til nýtt úr grunnhráefnum heldur en að endurnýta og endurvinna. Heimshöfin eru að súrna sökum of mikils magns af koltvísýringi. Það þýðir að margar lífverur eiga erfitt með að lifa af. Til dæmis eru skeldýr og kóralar í mikilli hættu sökum þess að kalkefnin eyðast í of súrum sjó. Þetta hefur auðvitað alvarlegar afleiðingar á fiskistofna. Þetta allt gerist ekki í óráðinni framtíð heldur er að gerast NÚNA! Og heldur áfram að gerast ef við bregðumst ekki við. Hvernig getum við þá brugðist við? Er þetta ekki vonlaust? Ráðum við einhverju? Við getum gert margt Lesendur góðir, þið sem hafið nennt að lesa þetta hingað til, hvað getið þið gert? Jú, það er margt sem þið og ég getum gert: Við getum sagt stopp við stjórnvöld sem sinna ekki umhverfismálum. Við getum mótmælt því að fallega landið okkar verði eyðilagt í þágu einhverrar gróðahyggju. Við getum sagt stopp við frekari stóriðju og virkjunarframkvæmdum, gleymum ekki Drekasvæðinu og varhugaverðum plönum um olíuvinnslu þar. Við getum kennt börnunum okkar að umgangast náttúruna af virðingu og varkárni. Mörg íslensk börn eru vön að valsa um, brjóta og bramla í leikjum sínum án þess að virða afgirt svæði og viðkvæman gróður. Við getum notað almenningssamgöngur, hjólað eða gengið stuttar vegalengdir og hvílt bílinn þannig um stund. Og við getum skipulagt okkur betur, sameinast í ferðir og tengt mörg erindi saman í sömu ferð. Við getum örugglega sleppt því að kaupa plastpoka í hverri búðarferð og koma frekar með margnota innkaupapoka eða nota pappakassa sem falla til í búðinni. Undir ruslið heima er hægt að kaupa vistvæna poka sem eyðast skjótt. Þeir kosta ekki meira en venjulegir innkaupaplastpokar sem verða eftir í náttúrunni í meira en hundrað ár. Við getum breytt neysluvenjum okkar pínulítið. Við getum keypt vistvænar vörur. Við getum nýtt matvörurnar betur og látið það stundum vera að kaupa alltaf það nýjasta og flottasta. Hugsum hnattrænt en framkvæmum í okkar nánasta umhverfi. Hver og einn getur lagt sitt lóð á vogarskálina til að börnin fái jörðina afhenta í ekki lakara ástandi en hún er í nú. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Börnin okkar munu erfa landið. Við sem ráðum núna ferðinni að einhverju leyti höfum mikið um það að segja í hvaða ástandi jörðin mun verða þegar börnin og barnabörnin okkar taka við. Munu börnin okkar taka við góðu búi eða er þeim ætlað að glíma við fullt af óleystum vandamálum sem við nennum ekki að reyna að leysa og ýtum bara á undan okkur yfir á næstu kynslóðir. Gjörið þið svo vel, nú eigið þið leik! Og komið þessu nú í lag! Það er eðlilegt bæði mönnum og dýrum að þykja vænt um afkvæmin sín. Mér þykir líka vænt um börnin mín og ég verð hrygg þegar ég hugsa um framtíð þeirra. Það eru svo mörg vandamál sem hrúgast upp og munu skella með fullum þunga á næstu kynslóðir. Ég ætla alls ekki að mála skrattann á vegginn en við getum ekki lengur horft fram hjá því að alvarlegar breytingar eiga sér stað á okkar ástkæru jörð: Mannkyninu fer fjölgandi hratt og allir þurfa lífsrými, mat og sérstaklega gott neysluvatn. En ennþá eru menn að menga ár og vötn eins og enginn sé morgundagurinn. Jörðin okkar er að hitna sökum þess að við sleppum allt of miklu af koltvísýringi út í andrúmsloftið með því að brenna jarðeldsneyti og þá sérstaklega olíu. En samt renna menn hýrum augum til þess möguleika að olíu sé að finna á Drekasvæðinu í staðinn fyrir að þróa aðra vistvænni orkugjafa. Það er verið að ganga á skóglendi víða um heim og eyðing hitabeltisfrumskóga er þar sérlega ógnvænleg því að þar á sér stað mikil kolefnisbinding sem vinnur á móti gróðurhúsaáhrifum og hnattrænni hitaaukningu. Jörðin okkar er að drukkna í úrgangi og rusli sem við nennum ekki að vinna úr og endurnýta. Ennþá virðist „hagkvæmara“ að búa til nýtt úr grunnhráefnum heldur en að endurnýta og endurvinna. Heimshöfin eru að súrna sökum of mikils magns af koltvísýringi. Það þýðir að margar lífverur eiga erfitt með að lifa af. Til dæmis eru skeldýr og kóralar í mikilli hættu sökum þess að kalkefnin eyðast í of súrum sjó. Þetta hefur auðvitað alvarlegar afleiðingar á fiskistofna. Þetta allt gerist ekki í óráðinni framtíð heldur er að gerast NÚNA! Og heldur áfram að gerast ef við bregðumst ekki við. Hvernig getum við þá brugðist við? Er þetta ekki vonlaust? Ráðum við einhverju? Við getum gert margt Lesendur góðir, þið sem hafið nennt að lesa þetta hingað til, hvað getið þið gert? Jú, það er margt sem þið og ég getum gert: Við getum sagt stopp við stjórnvöld sem sinna ekki umhverfismálum. Við getum mótmælt því að fallega landið okkar verði eyðilagt í þágu einhverrar gróðahyggju. Við getum sagt stopp við frekari stóriðju og virkjunarframkvæmdum, gleymum ekki Drekasvæðinu og varhugaverðum plönum um olíuvinnslu þar. Við getum kennt börnunum okkar að umgangast náttúruna af virðingu og varkárni. Mörg íslensk börn eru vön að valsa um, brjóta og bramla í leikjum sínum án þess að virða afgirt svæði og viðkvæman gróður. Við getum notað almenningssamgöngur, hjólað eða gengið stuttar vegalengdir og hvílt bílinn þannig um stund. Og við getum skipulagt okkur betur, sameinast í ferðir og tengt mörg erindi saman í sömu ferð. Við getum örugglega sleppt því að kaupa plastpoka í hverri búðarferð og koma frekar með margnota innkaupapoka eða nota pappakassa sem falla til í búðinni. Undir ruslið heima er hægt að kaupa vistvæna poka sem eyðast skjótt. Þeir kosta ekki meira en venjulegir innkaupaplastpokar sem verða eftir í náttúrunni í meira en hundrað ár. Við getum breytt neysluvenjum okkar pínulítið. Við getum keypt vistvænar vörur. Við getum nýtt matvörurnar betur og látið það stundum vera að kaupa alltaf það nýjasta og flottasta. Hugsum hnattrænt en framkvæmum í okkar nánasta umhverfi. Hver og einn getur lagt sitt lóð á vogarskálina til að börnin fái jörðina afhenta í ekki lakara ástandi en hún er í nú.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar