Dyflinnar–réttlætingin Ragnhildur Helga Hannesdóttir og Toshiki Toma skrifar 3. apríl 2014 07:00 Undirrituð eru skipuleggjendur málstofunnar „Hælisleitendur segja frá“ sem haldin var þann 20. mars síðastliðinn í Háskóla Íslands. Málstofan fór vel fram og áheyrendur, sem voru yfir 120 talsins, fylltu fyrirlestrarsalinn. Málstofan var hin fyrsta í málþingaröð hælisleitenda en markmið hennar er að gera hælisleitendum kleift að tjá sig milliliðalaust svo almenningur geti kynnst einstaklingunum sem er að finna á bak við hina ferköntuðu ímynd hælisleitenda. Á málstofunni greindi hælisleitandi frá Afríkuríki frá aðstöðu sinni: „Ég sótti fyrst um hæli í Svíþjóð og því er ég „Dyflinnar-hælisleitandi“. Við komu til Íslands fékk ég sjálfkrafa tilkynningu um brottvísun á grundvelli Dyflinnar-reglugerðarinnar og áfrýjaði í kjölfarið til innanríkisráðuneytisins. Í dag, 18 mánuðum síðar, hefur mér ekki enn verið boðið viðtal hjá Útlendingastofnun. Sem sé, eftir tveggja ára dvöl á Íslandi, að enginn hefur skoðað mál mitt: hvers vegna ég er á flótta eða af hvaða ástæðum ég leitast eftir að mér verði veitt hæli. Það er eingöngu litið á mál mitt út frá Dyflinnar-reglugerðinni.“ Dyflinnar-reglugerðin kveður eins og kunnugt er á um að ákvörðunarvaldi ríkis sé heimilt að vísa hælisleitanda til baka til þess ríkis sem hin fyrsta hælisumsókn hælisleitandans liggur hjá, án þess að taka mál hans upp. Nokkrum dögum eftir málstofuna hlustuðum við á annan hælisleitanda sem var einnig frá ríki í Afríku. Sá hafði í fyrstu flúið til Ítalíu en neyddist þar til að sofa á götum úti og átti ekki annan mat en þann sem honum var gefinn. Hann flúði því frá Ítalíu og hélt til Sviss þar sem hann sótti um hæli en var synjað. Hann reyndi hið sama í Hollandi en hlaut sömu niðurstöðu. Að honum nauðugum höfðu fingraför hans verið skjalfest á Ítalíu þrátt fyrir að hann hefði ekki sótt um hæli þar. Manninum var því synjað um hæli á grundvelli Dyflinnar-reglugerðarinnar.Verndar ekki hagsmuni Hann hafði eytt þremur árum í þessum löndum áður en hann kom til Íslands en ekkert ríkjanna þriggja hafði skoðað mál hans. Það hafði enginn spurt manninn um ástæðurnar sem lágu að baki flótta hans eða hlustað á sögu hans af því að allir voru uppteknir af Dyflinnar-reglugerðinni. Þegar Dyflinnar-reglugerðinni var komið á var henni ætlað að stuðla að því að hið fyrsta ríki sem hælisleitandi sótti um hæli hjá bæri ábyrgð á að taka mál hans upp, svo hælisleitendur yrðu ekki að flakka á milli ríkja í leit að málsmeðferð. Dyflinnar-reglugerðin var því upphaflega sett til þess að vernda hagsmuni hælisleitenda. En virkar hún þannig í dag? Nei. Það sem hins vegar ætti að vera aðalmálið er hvort verið sé að skoða mál einstaklinganna á fullnægjandi hátt en eins og staðan er í dag virðist einungis það, að finna ríki sem er reiðubúið til að taka mál hælisleitenda upp, vera hið erfiðasta mál fyrir þá. Er þessi staða ásættanleg, ef við lítum til mannréttinda- og mannúðarsjónarmiða okkar? Hælisumsókn snýst um að fyrir hendi sé manneskja sem óttast um líf sitt og lífskjör. Hælisumsókn snýst ekki um hvernig flóttaferli einstaklingsins hefur verið. Við óskum þess, enn og aftur, að þeir sem starfa að hælismálum horfist í augu við þennan einfalda sannleika. *Málstofur „Hælisleitendur segja frá“ eru í samstarfi við námsbraut í Mannfræði við Háskóla Íslands, Rauða kross Íslands og Miðstöð margbreytileika- og kynjarannsókna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Toshiki Toma Mest lesið Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Sjá meira
Undirrituð eru skipuleggjendur málstofunnar „Hælisleitendur segja frá“ sem haldin var þann 20. mars síðastliðinn í Háskóla Íslands. Málstofan fór vel fram og áheyrendur, sem voru yfir 120 talsins, fylltu fyrirlestrarsalinn. Málstofan var hin fyrsta í málþingaröð hælisleitenda en markmið hennar er að gera hælisleitendum kleift að tjá sig milliliðalaust svo almenningur geti kynnst einstaklingunum sem er að finna á bak við hina ferköntuðu ímynd hælisleitenda. Á málstofunni greindi hælisleitandi frá Afríkuríki frá aðstöðu sinni: „Ég sótti fyrst um hæli í Svíþjóð og því er ég „Dyflinnar-hælisleitandi“. Við komu til Íslands fékk ég sjálfkrafa tilkynningu um brottvísun á grundvelli Dyflinnar-reglugerðarinnar og áfrýjaði í kjölfarið til innanríkisráðuneytisins. Í dag, 18 mánuðum síðar, hefur mér ekki enn verið boðið viðtal hjá Útlendingastofnun. Sem sé, eftir tveggja ára dvöl á Íslandi, að enginn hefur skoðað mál mitt: hvers vegna ég er á flótta eða af hvaða ástæðum ég leitast eftir að mér verði veitt hæli. Það er eingöngu litið á mál mitt út frá Dyflinnar-reglugerðinni.“ Dyflinnar-reglugerðin kveður eins og kunnugt er á um að ákvörðunarvaldi ríkis sé heimilt að vísa hælisleitanda til baka til þess ríkis sem hin fyrsta hælisumsókn hælisleitandans liggur hjá, án þess að taka mál hans upp. Nokkrum dögum eftir málstofuna hlustuðum við á annan hælisleitanda sem var einnig frá ríki í Afríku. Sá hafði í fyrstu flúið til Ítalíu en neyddist þar til að sofa á götum úti og átti ekki annan mat en þann sem honum var gefinn. Hann flúði því frá Ítalíu og hélt til Sviss þar sem hann sótti um hæli en var synjað. Hann reyndi hið sama í Hollandi en hlaut sömu niðurstöðu. Að honum nauðugum höfðu fingraför hans verið skjalfest á Ítalíu þrátt fyrir að hann hefði ekki sótt um hæli þar. Manninum var því synjað um hæli á grundvelli Dyflinnar-reglugerðarinnar.Verndar ekki hagsmuni Hann hafði eytt þremur árum í þessum löndum áður en hann kom til Íslands en ekkert ríkjanna þriggja hafði skoðað mál hans. Það hafði enginn spurt manninn um ástæðurnar sem lágu að baki flótta hans eða hlustað á sögu hans af því að allir voru uppteknir af Dyflinnar-reglugerðinni. Þegar Dyflinnar-reglugerðinni var komið á var henni ætlað að stuðla að því að hið fyrsta ríki sem hælisleitandi sótti um hæli hjá bæri ábyrgð á að taka mál hans upp, svo hælisleitendur yrðu ekki að flakka á milli ríkja í leit að málsmeðferð. Dyflinnar-reglugerðin var því upphaflega sett til þess að vernda hagsmuni hælisleitenda. En virkar hún þannig í dag? Nei. Það sem hins vegar ætti að vera aðalmálið er hvort verið sé að skoða mál einstaklinganna á fullnægjandi hátt en eins og staðan er í dag virðist einungis það, að finna ríki sem er reiðubúið til að taka mál hælisleitenda upp, vera hið erfiðasta mál fyrir þá. Er þessi staða ásættanleg, ef við lítum til mannréttinda- og mannúðarsjónarmiða okkar? Hælisumsókn snýst um að fyrir hendi sé manneskja sem óttast um líf sitt og lífskjör. Hælisumsókn snýst ekki um hvernig flóttaferli einstaklingsins hefur verið. Við óskum þess, enn og aftur, að þeir sem starfa að hælismálum horfist í augu við þennan einfalda sannleika. *Málstofur „Hælisleitendur segja frá“ eru í samstarfi við námsbraut í Mannfræði við Háskóla Íslands, Rauða kross Íslands og Miðstöð margbreytileika- og kynjarannsókna.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun