Var uppgötvuð í H&M Baldvin Þormóðsson skrifar 3. apríl 2014 11:00 Sigrún Eva kann vel við sig í New York. mynd/Frederik Lentz Andersen-Euroman „Ég kann mjög vel við mig hérna,“ segir hin 23 ára Sigrún Eva Jónsdóttir en hún er búsett í New York þar sem hún starfar sem fyrirsæta. „Það er samt gott að taka pásur inn á milli til þess að koma heim til Íslands og ná sér niður á jörðina,“ segir fyrirsætan sem var einmitt stödd hér á landi um síðustu helgi þar sem hún tók þátt í Reykjavík Fashion Festival. „Það var rosalega gaman en líka rosalega mikil vinna,“ segir Sigrún Eva sem gekk sýningarpallinn fyrir fimm mismunandi hönnuði. „Það var ekki mikið sofið. Það var smá skrítið að koma heim í svona þunga vinnuferð,“ segir Sigrún Eva en hún lenti á fimmtudeginum og fór strax í myndatöku fyrir Smáralindarblaðið og mátun fyrir RFF. „Síðan sýndi ég fyrir Hildi Yeoman á föstudagskvöldinu. Á laugardaginn sýndi ég síðan fyrir Cintamani, Farmers Market, Magneu og REY,“ segir Sigrún Eva sem hafði varla tíma til þess að setjast niður og anda.Var send til Kóreu Fyrirsætuferill Sigrúnar hófst óvænt þegar hún var sautján ára og stödd í New York ásamt foreldrum sínum. „Ég var í H&M þegar það kemur einhver kona upp að mér og vildi fá mig á skrá sem fyrirsætu,“ segir Sigrún Eva en konan var útsendari fyrir umboðsskrifstofu Wilhelmina Models þar sem hún starfar í dag. „Ég var ennþá í menntaskóla á þessum tíma þannig að ég var send í sumarfríinu árið eftir til Kóreu til þess að byrja að vinna. Til þess að fá vinnuleyfi í Bandaríkjunum þarf maður víst að safna ákveðinni reynslu og hafa starfað áður sem fyrirsæta,“ segir Sigrún Eva en hún var send til Kóreu í þeim tilgangi að sitja fyrir á auglýsingum sem birtust í kóreskum tímaritum.Sigrún Eva sýndi á RFF fyrir hönnuði á borð við Magnea.mynd/einkasafn„Þetta var rosalega fyndið. Ég vissi voðalega lítið um Kóreu,“ segir Sigrún Eva en hún þurfti að taka úr ferðatöskunni á flugvellinum vegna yfirþyngdar. „Mamma hafði pakkað svo miklu nesti fyrir mig,“ segir Sigrún Eva og hlær. „Ég var þar í 2 mánuði áður en ég flutti síðan aftur heim til þess að klára skólann,“ segir Sigrún Eva sem flutti eftir framhaldsskólann til New York þar sem hún hefur búið í næstum því 3 ár. „New York er algjör suðupottur af alls kyns fólki, mér finnst það frábært,“ segir Sigrún Eva sem heldur samt góðu sambandi við vini og fjölskyldu á Íslandi. „Ég tala við mömmu og pabba á næstum því hverjum degi og held góðu sambandi við vinkonurnar heima." Varðandi framtíðina segir fyrirsætan hana vera algjörlega óráðna. „Ég hef svona verið að gæla við þá hugmynd að læra leiklist,“ segir hún sem hefur einnig þann möguleika að flytja til Evrópu til þess að vinna. „Líf mitt er einhvern veginn óskipulagshæft,“ segir Sigrún Eva og hlær. „Ég get aldrei skipulagt neitt lengra en mánuð fram í tímann.“ RFF Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Elti ástina til Íslands Tónlist Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Fleiri fréttir Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Sjá meira
„Ég kann mjög vel við mig hérna,“ segir hin 23 ára Sigrún Eva Jónsdóttir en hún er búsett í New York þar sem hún starfar sem fyrirsæta. „Það er samt gott að taka pásur inn á milli til þess að koma heim til Íslands og ná sér niður á jörðina,“ segir fyrirsætan sem var einmitt stödd hér á landi um síðustu helgi þar sem hún tók þátt í Reykjavík Fashion Festival. „Það var rosalega gaman en líka rosalega mikil vinna,“ segir Sigrún Eva sem gekk sýningarpallinn fyrir fimm mismunandi hönnuði. „Það var ekki mikið sofið. Það var smá skrítið að koma heim í svona þunga vinnuferð,“ segir Sigrún Eva en hún lenti á fimmtudeginum og fór strax í myndatöku fyrir Smáralindarblaðið og mátun fyrir RFF. „Síðan sýndi ég fyrir Hildi Yeoman á föstudagskvöldinu. Á laugardaginn sýndi ég síðan fyrir Cintamani, Farmers Market, Magneu og REY,“ segir Sigrún Eva sem hafði varla tíma til þess að setjast niður og anda.Var send til Kóreu Fyrirsætuferill Sigrúnar hófst óvænt þegar hún var sautján ára og stödd í New York ásamt foreldrum sínum. „Ég var í H&M þegar það kemur einhver kona upp að mér og vildi fá mig á skrá sem fyrirsætu,“ segir Sigrún Eva en konan var útsendari fyrir umboðsskrifstofu Wilhelmina Models þar sem hún starfar í dag. „Ég var ennþá í menntaskóla á þessum tíma þannig að ég var send í sumarfríinu árið eftir til Kóreu til þess að byrja að vinna. Til þess að fá vinnuleyfi í Bandaríkjunum þarf maður víst að safna ákveðinni reynslu og hafa starfað áður sem fyrirsæta,“ segir Sigrún Eva en hún var send til Kóreu í þeim tilgangi að sitja fyrir á auglýsingum sem birtust í kóreskum tímaritum.Sigrún Eva sýndi á RFF fyrir hönnuði á borð við Magnea.mynd/einkasafn„Þetta var rosalega fyndið. Ég vissi voðalega lítið um Kóreu,“ segir Sigrún Eva en hún þurfti að taka úr ferðatöskunni á flugvellinum vegna yfirþyngdar. „Mamma hafði pakkað svo miklu nesti fyrir mig,“ segir Sigrún Eva og hlær. „Ég var þar í 2 mánuði áður en ég flutti síðan aftur heim til þess að klára skólann,“ segir Sigrún Eva sem flutti eftir framhaldsskólann til New York þar sem hún hefur búið í næstum því 3 ár. „New York er algjör suðupottur af alls kyns fólki, mér finnst það frábært,“ segir Sigrún Eva sem heldur samt góðu sambandi við vini og fjölskyldu á Íslandi. „Ég tala við mömmu og pabba á næstum því hverjum degi og held góðu sambandi við vinkonurnar heima." Varðandi framtíðina segir fyrirsætan hana vera algjörlega óráðna. „Ég hef svona verið að gæla við þá hugmynd að læra leiklist,“ segir hún sem hefur einnig þann möguleika að flytja til Evrópu til þess að vinna. „Líf mitt er einhvern veginn óskipulagshæft,“ segir Sigrún Eva og hlær. „Ég get aldrei skipulagt neitt lengra en mánuð fram í tímann.“
RFF Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Elti ástina til Íslands Tónlist Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Fleiri fréttir Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“