Var uppgötvuð í H&M Baldvin Þormóðsson skrifar 3. apríl 2014 11:00 Sigrún Eva kann vel við sig í New York. mynd/Frederik Lentz Andersen-Euroman „Ég kann mjög vel við mig hérna,“ segir hin 23 ára Sigrún Eva Jónsdóttir en hún er búsett í New York þar sem hún starfar sem fyrirsæta. „Það er samt gott að taka pásur inn á milli til þess að koma heim til Íslands og ná sér niður á jörðina,“ segir fyrirsætan sem var einmitt stödd hér á landi um síðustu helgi þar sem hún tók þátt í Reykjavík Fashion Festival. „Það var rosalega gaman en líka rosalega mikil vinna,“ segir Sigrún Eva sem gekk sýningarpallinn fyrir fimm mismunandi hönnuði. „Það var ekki mikið sofið. Það var smá skrítið að koma heim í svona þunga vinnuferð,“ segir Sigrún Eva en hún lenti á fimmtudeginum og fór strax í myndatöku fyrir Smáralindarblaðið og mátun fyrir RFF. „Síðan sýndi ég fyrir Hildi Yeoman á föstudagskvöldinu. Á laugardaginn sýndi ég síðan fyrir Cintamani, Farmers Market, Magneu og REY,“ segir Sigrún Eva sem hafði varla tíma til þess að setjast niður og anda.Var send til Kóreu Fyrirsætuferill Sigrúnar hófst óvænt þegar hún var sautján ára og stödd í New York ásamt foreldrum sínum. „Ég var í H&M þegar það kemur einhver kona upp að mér og vildi fá mig á skrá sem fyrirsætu,“ segir Sigrún Eva en konan var útsendari fyrir umboðsskrifstofu Wilhelmina Models þar sem hún starfar í dag. „Ég var ennþá í menntaskóla á þessum tíma þannig að ég var send í sumarfríinu árið eftir til Kóreu til þess að byrja að vinna. Til þess að fá vinnuleyfi í Bandaríkjunum þarf maður víst að safna ákveðinni reynslu og hafa starfað áður sem fyrirsæta,“ segir Sigrún Eva en hún var send til Kóreu í þeim tilgangi að sitja fyrir á auglýsingum sem birtust í kóreskum tímaritum.Sigrún Eva sýndi á RFF fyrir hönnuði á borð við Magnea.mynd/einkasafn„Þetta var rosalega fyndið. Ég vissi voðalega lítið um Kóreu,“ segir Sigrún Eva en hún þurfti að taka úr ferðatöskunni á flugvellinum vegna yfirþyngdar. „Mamma hafði pakkað svo miklu nesti fyrir mig,“ segir Sigrún Eva og hlær. „Ég var þar í 2 mánuði áður en ég flutti síðan aftur heim til þess að klára skólann,“ segir Sigrún Eva sem flutti eftir framhaldsskólann til New York þar sem hún hefur búið í næstum því 3 ár. „New York er algjör suðupottur af alls kyns fólki, mér finnst það frábært,“ segir Sigrún Eva sem heldur samt góðu sambandi við vini og fjölskyldu á Íslandi. „Ég tala við mömmu og pabba á næstum því hverjum degi og held góðu sambandi við vinkonurnar heima." Varðandi framtíðina segir fyrirsætan hana vera algjörlega óráðna. „Ég hef svona verið að gæla við þá hugmynd að læra leiklist,“ segir hún sem hefur einnig þann möguleika að flytja til Evrópu til þess að vinna. „Líf mitt er einhvern veginn óskipulagshæft,“ segir Sigrún Eva og hlær. „Ég get aldrei skipulagt neitt lengra en mánuð fram í tímann.“ RFF Mest lesið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Fleiri fréttir Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sjá meira
„Ég kann mjög vel við mig hérna,“ segir hin 23 ára Sigrún Eva Jónsdóttir en hún er búsett í New York þar sem hún starfar sem fyrirsæta. „Það er samt gott að taka pásur inn á milli til þess að koma heim til Íslands og ná sér niður á jörðina,“ segir fyrirsætan sem var einmitt stödd hér á landi um síðustu helgi þar sem hún tók þátt í Reykjavík Fashion Festival. „Það var rosalega gaman en líka rosalega mikil vinna,“ segir Sigrún Eva sem gekk sýningarpallinn fyrir fimm mismunandi hönnuði. „Það var ekki mikið sofið. Það var smá skrítið að koma heim í svona þunga vinnuferð,“ segir Sigrún Eva en hún lenti á fimmtudeginum og fór strax í myndatöku fyrir Smáralindarblaðið og mátun fyrir RFF. „Síðan sýndi ég fyrir Hildi Yeoman á föstudagskvöldinu. Á laugardaginn sýndi ég síðan fyrir Cintamani, Farmers Market, Magneu og REY,“ segir Sigrún Eva sem hafði varla tíma til þess að setjast niður og anda.Var send til Kóreu Fyrirsætuferill Sigrúnar hófst óvænt þegar hún var sautján ára og stödd í New York ásamt foreldrum sínum. „Ég var í H&M þegar það kemur einhver kona upp að mér og vildi fá mig á skrá sem fyrirsætu,“ segir Sigrún Eva en konan var útsendari fyrir umboðsskrifstofu Wilhelmina Models þar sem hún starfar í dag. „Ég var ennþá í menntaskóla á þessum tíma þannig að ég var send í sumarfríinu árið eftir til Kóreu til þess að byrja að vinna. Til þess að fá vinnuleyfi í Bandaríkjunum þarf maður víst að safna ákveðinni reynslu og hafa starfað áður sem fyrirsæta,“ segir Sigrún Eva en hún var send til Kóreu í þeim tilgangi að sitja fyrir á auglýsingum sem birtust í kóreskum tímaritum.Sigrún Eva sýndi á RFF fyrir hönnuði á borð við Magnea.mynd/einkasafn„Þetta var rosalega fyndið. Ég vissi voðalega lítið um Kóreu,“ segir Sigrún Eva en hún þurfti að taka úr ferðatöskunni á flugvellinum vegna yfirþyngdar. „Mamma hafði pakkað svo miklu nesti fyrir mig,“ segir Sigrún Eva og hlær. „Ég var þar í 2 mánuði áður en ég flutti síðan aftur heim til þess að klára skólann,“ segir Sigrún Eva sem flutti eftir framhaldsskólann til New York þar sem hún hefur búið í næstum því 3 ár. „New York er algjör suðupottur af alls kyns fólki, mér finnst það frábært,“ segir Sigrún Eva sem heldur samt góðu sambandi við vini og fjölskyldu á Íslandi. „Ég tala við mömmu og pabba á næstum því hverjum degi og held góðu sambandi við vinkonurnar heima." Varðandi framtíðina segir fyrirsætan hana vera algjörlega óráðna. „Ég hef svona verið að gæla við þá hugmynd að læra leiklist,“ segir hún sem hefur einnig þann möguleika að flytja til Evrópu til þess að vinna. „Líf mitt er einhvern veginn óskipulagshæft,“ segir Sigrún Eva og hlær. „Ég get aldrei skipulagt neitt lengra en mánuð fram í tímann.“
RFF Mest lesið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Fleiri fréttir Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sjá meira