Like á Facebook eins og fullnæging Marín Manda skrifar 28. mars 2014 09:45 Hlín Helga Guðlaugsdóttir Hlín Helga Guðlaugsdóttir vöruhönnuður kennir upplifunarhönnun við Konstfack-listaháskólann í Stokkhólmi. Hún telur hönnuði geta stuðlað betur að vellíðan almennings í gegnum hönnun sína þar sem manneskjan er höfð í fyrirrúmi. Lífið ræddi við hana um mikilvægi Hönnunarmars, framtíð íslenskra hönnuða og vitundarvakningu í þjóðfélaginu. Þegar Hlín Helgu Guðlaugsdóttur hönnuði bauðst lektorsstaða við Konstfack-listaháskólann í Stokkhólmi ákvað hún að slá til og flytjast búferlum með eiginmanni sínum og syni. Eiginmaður hennar, Björn Ingi Hilmarsson leikari, fékk fljótlega vinnu í barnaleikhúsi. Tungumálið vafðist ekki fyrir henni enda tungumálamanneskja mikil, með BA-próf í bæði þýsku og frönsku. Eftir að hafa kennt upplifunarhönnun í fjögur ár í Svíþjóð segist hún ekki vera á heimleið. „Við flytjum heim aftur einhvern tímann. Ég er hins vegar að afla mér þekkingar, fá meiri reynslu og tengslanet þarna úti sem ég myndi aldrei gera hér. Það er ótrúlega dýrmætt. Ég er bara alltaf í skóla lífsins,“ segir hún og brosir. „En hjarta okkar er á Íslandi, hér eigum við heima,“ segir hún og faðmar strákinn sinn sem situr álengdar og leikur sér í iPad.Hlín Helga útskrifaðist úr Listaháskólanum árið 2006 sem vöruhönnuður og er fyrrverandi framkvæmdastjóri hönnunarsjóðs Auroru, sem er mikilvægur hluti af stuðningsumhverfi hönnuða á Íslandi. Í dag situr hún í stjórn sjóðsins og var boðuð til landsins til að stýra dagskrá málþingsins DesignTalks á Hönnunarmars sem listrænn stjórnandi. Viðburðurinn fór fram í gær við góðar viðtökur og héldu erlendir gestir fyrirlestra um mikilvæg málefni fyrir hönnunariðnaðinn. Fatahönnuðurinn Calvin Klein var meðal gesta. „Gestirnir sem komu eru frábærar fyrirmyndir með mikla framtíðarsýn. Við erum gagngert að tengja saman ólíka hópa til þess að ræða mál sem skipta okkur öll máli og við getum öll lagt eitthvað til málanna. Hönnunarmars er því gífurlega mikilvægur gluggi út í heim. Það hefur verið mikil framþróun, síaukin fagmennska og mikil gróska hér á landi. Bæði hjá hönnuðum og í stuðningsumhverfinu, segir Hlín Helga. DesignMatch á vegum Hönnunarmiðstöðvarinnar fer fram í Norræna húsinu í dag og telur hún það vera verðugan viðburð fyrir hönnuði til að tengjast erlendum fyrirtækjum. „Það þarf mikið til að fylgja hönnun sinni eftir og þetta er flott framtak og faglega að því staðið. Þú verður hluti af einhverri heild um leið og þú ferð í samstarf við aðila sem eru með dreifikerfi. Ísland er að komast inn á kortið í hönnun sem hluti af þessum norræna stíl en það er rosalega erfitt sem einstaklingur að fara út í heim. Það er mikil vakning í fyrirtækjum sem byggja á gömlum merg þar sem handverkið er enn til staðar og hefur færst í aukana. Við getum þó ekki verið eyland og erum hluti af samhengi okkar og það hefur mikil áhrif á hvernig fagið þróast. Það er auðvelt að kalla sig hönnuð en þjóðfélagið skilur kannski ekki alveg hvað það þýðir eða hvað þeir eru að gera. Það er jafnvel komið til vegna þess að hönnuðir eru ekki nógu duglegir að vera í samtali við almenning. Hins vegar kom í ljós fyrir nokkrum árum þegar gerð var úttekt á skapandi greinum að skapandi greinar væru einar stærstu atvinnugreinarnar á landinu sem kom eflaust mörgum á óvart.“Fékk ekki inngöngu í arkitektúr „Vöruhönnun er ungt fag á Íslandi og við búum við aðrar aðstæður en nágrannaþjóðirnar því það er enginn iðnaður hérna. Það vantar undirstöður sem eru víðast hvar annars staðar sem hefur orðið til þess að vöruhönnuðir hafa þurft að leita nýrra leiða og tækifæra til að vinna með efni sem við eigum og búa til verðmætaaukningu.“ En hvað kom til að Hlín Helga valdi vöruhönnun sem nám? „Ég var komin með leiða á Excel-skjölum í vinnunni í skóbransanum og mig langaði að fara að skapa meira. Ég dreif mig í kvöldskóla til að safna í möppu og safna hugrekki til að sækja um í Listaháskólanum í arkitektúr. Þessi rökræna hugsun heillaði mig og heildarpælingin í kringum byggingar og manngert umhverfi. Það kom svo á daginn að þeir vildu mig ekki. Ég held að þeim hafi bara fundist ég fáránleg og skildu ekkert hvað ég vildi í arkitektúr,“ segir hún og hlær. Skömmu síðar losnaði pláss í vöruhönnun sem hún þáði hikandi. „Mér leist ekkert á blikuna til að byrja með en svo reyndist þetta vera nákvæmlega það sem að ég hafði verið að leita eftir. Nálgunin á vöruhönnun í Listaháskólanum er mjög hugmyndafræðileg en hönnuðir eru oftast að vinna með einhvers konar vandamál sem einnig er hægt að skilgreina sem áskoranir. Það geta verið samfélagsleg vandamál, vandamál í umferðinni, byggingum, upplifunum eða húsgögn sem að virka ekki sem skyldi. Maður er aðallega að læra að spyrja réttu spurninganna, komast að rótinni, endurhugsa, snúa á hvolf og finna nýjar lausnir.“Hlín Helga að halda fyrirlestur um upplifunarhönnun.Upplifunarhönnun mikilvæg fyrir okkur öll „Stærsti hvatinn hjá mér þegar ég útskrifaðist úr LHÍ var sá að mér fannst bara komið nóg af stólum í heiminum. Ég vildi bara einbeita mér að einhverju öðru og byrjaði að líta í kringum mig. Ég uppgötvaði að það er fullt af vandamálum í manngerðu umhverfi sem þarf að laga til þess að að heimurinn verði betri og stuðla að vellíðan fyrir alla. Það varð til þess að ég fór í þessar pælingar með upplifunarhönnun og fór að spyrja spurninga. Í upplifunarhönnun er gengið út frá hugmyndafræði þar sem hannað er með fólk í fyrirrúmi. Manneskjan er útgangspunkturinn. Hvað er það til dæmis sem veldur því að okkur líður illa á spítalanum fyrir utan veikindin sjálf?“ Það er augljóst að málefnið er henni mikilvægt og blaðamaður fer einnig að velta fyrir sér mikilvægi þessa því flest okkar munu dvelja á spítala einhvern tíma á lífsleiðinni. „Rannsóknir hafa sýnt að það hefur áhrif á okkur hvernig liturinn á veggjunum er, ljósið, hljóð og allt það sem hefur með skynjun okkar að gera. Flæðið er einnig mikilvægt. Hvernig eru samskipti fólks inni á spítalanum? Eins og ég nálgast þetta þá skiptir heildarmyndin og umgjörðin máli en kerfið á bak við er einnig áhugavert. Það sem við hönnuðir erum að búa til á að stuðla að vellíðan og betra lífi, annars á það ekki rétt á sér því heimurinn er jú fyrir okkur,“ segir Hlín Helga. Vitundarvakning í samfélaginu „Það hefur orðið mjög mikil vitundarvakning síðustu ár um að við þurfum ekki allt þetta dót í kringum okkur. Þessi kaupglaða neytendahegðun er búin að vera svo gegnumgangandi síðustu áratugi og við þurfum að fara að hugsa betur um náttúruna og umhverfið og huga að sjálfbærni á öllum sviðum, gagnvart náttúrunni og samfélaginu. Við megum ekki gleyma því að við erum öll skapandi sem manneskjur og getum öll hugsað út fyrir boxið. Eins og listamaðurinn Ai Weiwei sagði eitt sinn: „Creativity can only be untaught.“ Við lifum í nýjum heimi sem kallar á breytingar. Það er meiri tækni fyrir hendi og tæknin er meðal annars partur af lífi barnanna okkar. Núna þarf hins vegar aðeins að finna upp hjólið aftur því við erum með brotin kerfi úti um allan heim og stofnanir sem virka ekki lengur því þær byggjast á allt öðrum gildum og lögmálum en við viljum sjá í dag. Við viljum meira gagnsæi í stjórnmálum og við viljum spítala sem eru heilunarstaðir.“ Like á Facebook eins og fullnæging Í framhaldi af samtalinu um tæknikynslóðina og nýjan heim bendir Hlín Helga á áhugaverðan hlut. „Það hafa til dæmis komið upp mjög áhugaverðar rannsóknir á því hvernig maður getur orðið háður samfélagsmiðlum. Það tengist einni frumþörf mannsins sem sennilega hefur verið vanrækt svolítið lengi. Okkar grunnþarfir eru nokkrar en maður þarf að nærast, eiga skjól, fjölga sér og vera viðurkenndur í samfélaginu. Þessari síðastnefndu þörf hefur einhvern veginn ekki verið fullnægt hjá mannkyninu en nú koma samfélagsmiðlarnir sterkt inn og framkalla jafn sterk vellíðunarviðbrögð við því að fá like á Facebook eins og að fá fullnægingu,“ segir hún og hlær. Þetta er fáránlegt en þetta er bara ný leið til að fullnægja grunneðlinu. Þetta hef ég einnig mikið verið að skoða þó svo ég hafi mest verið að vinna með spítölunum.“ HönnunarMars Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira
Hlín Helga Guðlaugsdóttir vöruhönnuður kennir upplifunarhönnun við Konstfack-listaháskólann í Stokkhólmi. Hún telur hönnuði geta stuðlað betur að vellíðan almennings í gegnum hönnun sína þar sem manneskjan er höfð í fyrirrúmi. Lífið ræddi við hana um mikilvægi Hönnunarmars, framtíð íslenskra hönnuða og vitundarvakningu í þjóðfélaginu. Þegar Hlín Helgu Guðlaugsdóttur hönnuði bauðst lektorsstaða við Konstfack-listaháskólann í Stokkhólmi ákvað hún að slá til og flytjast búferlum með eiginmanni sínum og syni. Eiginmaður hennar, Björn Ingi Hilmarsson leikari, fékk fljótlega vinnu í barnaleikhúsi. Tungumálið vafðist ekki fyrir henni enda tungumálamanneskja mikil, með BA-próf í bæði þýsku og frönsku. Eftir að hafa kennt upplifunarhönnun í fjögur ár í Svíþjóð segist hún ekki vera á heimleið. „Við flytjum heim aftur einhvern tímann. Ég er hins vegar að afla mér þekkingar, fá meiri reynslu og tengslanet þarna úti sem ég myndi aldrei gera hér. Það er ótrúlega dýrmætt. Ég er bara alltaf í skóla lífsins,“ segir hún og brosir. „En hjarta okkar er á Íslandi, hér eigum við heima,“ segir hún og faðmar strákinn sinn sem situr álengdar og leikur sér í iPad.Hlín Helga útskrifaðist úr Listaháskólanum árið 2006 sem vöruhönnuður og er fyrrverandi framkvæmdastjóri hönnunarsjóðs Auroru, sem er mikilvægur hluti af stuðningsumhverfi hönnuða á Íslandi. Í dag situr hún í stjórn sjóðsins og var boðuð til landsins til að stýra dagskrá málþingsins DesignTalks á Hönnunarmars sem listrænn stjórnandi. Viðburðurinn fór fram í gær við góðar viðtökur og héldu erlendir gestir fyrirlestra um mikilvæg málefni fyrir hönnunariðnaðinn. Fatahönnuðurinn Calvin Klein var meðal gesta. „Gestirnir sem komu eru frábærar fyrirmyndir með mikla framtíðarsýn. Við erum gagngert að tengja saman ólíka hópa til þess að ræða mál sem skipta okkur öll máli og við getum öll lagt eitthvað til málanna. Hönnunarmars er því gífurlega mikilvægur gluggi út í heim. Það hefur verið mikil framþróun, síaukin fagmennska og mikil gróska hér á landi. Bæði hjá hönnuðum og í stuðningsumhverfinu, segir Hlín Helga. DesignMatch á vegum Hönnunarmiðstöðvarinnar fer fram í Norræna húsinu í dag og telur hún það vera verðugan viðburð fyrir hönnuði til að tengjast erlendum fyrirtækjum. „Það þarf mikið til að fylgja hönnun sinni eftir og þetta er flott framtak og faglega að því staðið. Þú verður hluti af einhverri heild um leið og þú ferð í samstarf við aðila sem eru með dreifikerfi. Ísland er að komast inn á kortið í hönnun sem hluti af þessum norræna stíl en það er rosalega erfitt sem einstaklingur að fara út í heim. Það er mikil vakning í fyrirtækjum sem byggja á gömlum merg þar sem handverkið er enn til staðar og hefur færst í aukana. Við getum þó ekki verið eyland og erum hluti af samhengi okkar og það hefur mikil áhrif á hvernig fagið þróast. Það er auðvelt að kalla sig hönnuð en þjóðfélagið skilur kannski ekki alveg hvað það þýðir eða hvað þeir eru að gera. Það er jafnvel komið til vegna þess að hönnuðir eru ekki nógu duglegir að vera í samtali við almenning. Hins vegar kom í ljós fyrir nokkrum árum þegar gerð var úttekt á skapandi greinum að skapandi greinar væru einar stærstu atvinnugreinarnar á landinu sem kom eflaust mörgum á óvart.“Fékk ekki inngöngu í arkitektúr „Vöruhönnun er ungt fag á Íslandi og við búum við aðrar aðstæður en nágrannaþjóðirnar því það er enginn iðnaður hérna. Það vantar undirstöður sem eru víðast hvar annars staðar sem hefur orðið til þess að vöruhönnuðir hafa þurft að leita nýrra leiða og tækifæra til að vinna með efni sem við eigum og búa til verðmætaaukningu.“ En hvað kom til að Hlín Helga valdi vöruhönnun sem nám? „Ég var komin með leiða á Excel-skjölum í vinnunni í skóbransanum og mig langaði að fara að skapa meira. Ég dreif mig í kvöldskóla til að safna í möppu og safna hugrekki til að sækja um í Listaháskólanum í arkitektúr. Þessi rökræna hugsun heillaði mig og heildarpælingin í kringum byggingar og manngert umhverfi. Það kom svo á daginn að þeir vildu mig ekki. Ég held að þeim hafi bara fundist ég fáránleg og skildu ekkert hvað ég vildi í arkitektúr,“ segir hún og hlær. Skömmu síðar losnaði pláss í vöruhönnun sem hún þáði hikandi. „Mér leist ekkert á blikuna til að byrja með en svo reyndist þetta vera nákvæmlega það sem að ég hafði verið að leita eftir. Nálgunin á vöruhönnun í Listaháskólanum er mjög hugmyndafræðileg en hönnuðir eru oftast að vinna með einhvers konar vandamál sem einnig er hægt að skilgreina sem áskoranir. Það geta verið samfélagsleg vandamál, vandamál í umferðinni, byggingum, upplifunum eða húsgögn sem að virka ekki sem skyldi. Maður er aðallega að læra að spyrja réttu spurninganna, komast að rótinni, endurhugsa, snúa á hvolf og finna nýjar lausnir.“Hlín Helga að halda fyrirlestur um upplifunarhönnun.Upplifunarhönnun mikilvæg fyrir okkur öll „Stærsti hvatinn hjá mér þegar ég útskrifaðist úr LHÍ var sá að mér fannst bara komið nóg af stólum í heiminum. Ég vildi bara einbeita mér að einhverju öðru og byrjaði að líta í kringum mig. Ég uppgötvaði að það er fullt af vandamálum í manngerðu umhverfi sem þarf að laga til þess að að heimurinn verði betri og stuðla að vellíðan fyrir alla. Það varð til þess að ég fór í þessar pælingar með upplifunarhönnun og fór að spyrja spurninga. Í upplifunarhönnun er gengið út frá hugmyndafræði þar sem hannað er með fólk í fyrirrúmi. Manneskjan er útgangspunkturinn. Hvað er það til dæmis sem veldur því að okkur líður illa á spítalanum fyrir utan veikindin sjálf?“ Það er augljóst að málefnið er henni mikilvægt og blaðamaður fer einnig að velta fyrir sér mikilvægi þessa því flest okkar munu dvelja á spítala einhvern tíma á lífsleiðinni. „Rannsóknir hafa sýnt að það hefur áhrif á okkur hvernig liturinn á veggjunum er, ljósið, hljóð og allt það sem hefur með skynjun okkar að gera. Flæðið er einnig mikilvægt. Hvernig eru samskipti fólks inni á spítalanum? Eins og ég nálgast þetta þá skiptir heildarmyndin og umgjörðin máli en kerfið á bak við er einnig áhugavert. Það sem við hönnuðir erum að búa til á að stuðla að vellíðan og betra lífi, annars á það ekki rétt á sér því heimurinn er jú fyrir okkur,“ segir Hlín Helga. Vitundarvakning í samfélaginu „Það hefur orðið mjög mikil vitundarvakning síðustu ár um að við þurfum ekki allt þetta dót í kringum okkur. Þessi kaupglaða neytendahegðun er búin að vera svo gegnumgangandi síðustu áratugi og við þurfum að fara að hugsa betur um náttúruna og umhverfið og huga að sjálfbærni á öllum sviðum, gagnvart náttúrunni og samfélaginu. Við megum ekki gleyma því að við erum öll skapandi sem manneskjur og getum öll hugsað út fyrir boxið. Eins og listamaðurinn Ai Weiwei sagði eitt sinn: „Creativity can only be untaught.“ Við lifum í nýjum heimi sem kallar á breytingar. Það er meiri tækni fyrir hendi og tæknin er meðal annars partur af lífi barnanna okkar. Núna þarf hins vegar aðeins að finna upp hjólið aftur því við erum með brotin kerfi úti um allan heim og stofnanir sem virka ekki lengur því þær byggjast á allt öðrum gildum og lögmálum en við viljum sjá í dag. Við viljum meira gagnsæi í stjórnmálum og við viljum spítala sem eru heilunarstaðir.“ Like á Facebook eins og fullnæging Í framhaldi af samtalinu um tæknikynslóðina og nýjan heim bendir Hlín Helga á áhugaverðan hlut. „Það hafa til dæmis komið upp mjög áhugaverðar rannsóknir á því hvernig maður getur orðið háður samfélagsmiðlum. Það tengist einni frumþörf mannsins sem sennilega hefur verið vanrækt svolítið lengi. Okkar grunnþarfir eru nokkrar en maður þarf að nærast, eiga skjól, fjölga sér og vera viðurkenndur í samfélaginu. Þessari síðastnefndu þörf hefur einhvern veginn ekki verið fullnægt hjá mannkyninu en nú koma samfélagsmiðlarnir sterkt inn og framkalla jafn sterk vellíðunarviðbrögð við því að fá like á Facebook eins og að fá fullnægingu,“ segir hún og hlær. Þetta er fáránlegt en þetta er bara ný leið til að fullnægja grunneðlinu. Þetta hef ég einnig mikið verið að skoða þó svo ég hafi mest verið að vinna með spítölunum.“
HönnunarMars Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira