Umbreyta hótelherbergjum í Reykjavík 24. mars 2014 12:00 Nóg að gera. Vísir/Andri Marínó Átta útskrifaðir hönnuðir úr Listaháskóla Íslands keppast um að umbreyta hótelherbergjum á Fosshótel Lind í Reykjavík á sem frumlegastan máta. Fjögur tveggja manna lið vinna að endurhönnun á fjórum herbergjum, en meðal keppenda er myndlistarmaðurinn og vöruhönnuðurinn Harpa Björnsdóttir. „Við fáum þema, sem er Ísland, en er samt ótrúlega vítt. Þaðan fáum við svo frjálsar hendur að mestu leyti, nema að hótelið setur þær reglur að þetta fúnkeri enn sem þægilegt hótelherbergi, það þarf að vera hirsla fyrir ferðatöskur, það þarf að vera klósettaðstaða, og svo framvegis,“ segir Harpa, og hlær, en liðsfélagi hennar er Ylfa Geirsdóttir. „Ég get ekki talað fyrir hin liðin, en ég held að ég geti verið nokkuð örugg með það að útkoman mun verða frumleg og koma fólki á óvart,“ heldur hún áfram, og heldur að lítið verði um vísanir í jökla eða Bláa lónið. „Þetta er svo frumlegt fólk!“ Dómnefnd mun dæma hönnun keppenda, en hana skipa Björn Skaptason arkitekt, Davíð T. Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela, og Greipur Gíslason, verkefnastjóri HönnunarMars. Almenningi mun einnig gefast kostur á að velja sitt uppáhalds verkefni á netinu og á staðnum. Fullbúin herbergi verða til sýnis á HönnunarMars helgina 28.-30. mars. „Við Ylfa erum í liði 3 og erum með alls konar hugmyndir um hvað við ætlum að gera við herbergið. En við viljum ekki segja mikið þar sem það á að koma á óvart. Það sem við erum að fást við í augnablikinu er að pússa, sparsla, mála og hafa gaman,“ segir Harpa. Fjöldi fyrirtækja gefur keppendum vinninga og má þar nefna síma, og markaðsráðgjöf, gistingu og gjafabréf til að fara út að borða svo eitthvað sé nefnt. Hvert herbergi fær svo styrki í formi húsgagna, textíls, málningar og efna, ásamt fimmtíu þúsund króna sjóði frá Íslandshótelum. HönnunarMars Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fleiri fréttir Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu Sjá meira
Átta útskrifaðir hönnuðir úr Listaháskóla Íslands keppast um að umbreyta hótelherbergjum á Fosshótel Lind í Reykjavík á sem frumlegastan máta. Fjögur tveggja manna lið vinna að endurhönnun á fjórum herbergjum, en meðal keppenda er myndlistarmaðurinn og vöruhönnuðurinn Harpa Björnsdóttir. „Við fáum þema, sem er Ísland, en er samt ótrúlega vítt. Þaðan fáum við svo frjálsar hendur að mestu leyti, nema að hótelið setur þær reglur að þetta fúnkeri enn sem þægilegt hótelherbergi, það þarf að vera hirsla fyrir ferðatöskur, það þarf að vera klósettaðstaða, og svo framvegis,“ segir Harpa, og hlær, en liðsfélagi hennar er Ylfa Geirsdóttir. „Ég get ekki talað fyrir hin liðin, en ég held að ég geti verið nokkuð örugg með það að útkoman mun verða frumleg og koma fólki á óvart,“ heldur hún áfram, og heldur að lítið verði um vísanir í jökla eða Bláa lónið. „Þetta er svo frumlegt fólk!“ Dómnefnd mun dæma hönnun keppenda, en hana skipa Björn Skaptason arkitekt, Davíð T. Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela, og Greipur Gíslason, verkefnastjóri HönnunarMars. Almenningi mun einnig gefast kostur á að velja sitt uppáhalds verkefni á netinu og á staðnum. Fullbúin herbergi verða til sýnis á HönnunarMars helgina 28.-30. mars. „Við Ylfa erum í liði 3 og erum með alls konar hugmyndir um hvað við ætlum að gera við herbergið. En við viljum ekki segja mikið þar sem það á að koma á óvart. Það sem við erum að fást við í augnablikinu er að pússa, sparsla, mála og hafa gaman,“ segir Harpa. Fjöldi fyrirtækja gefur keppendum vinninga og má þar nefna síma, og markaðsráðgjöf, gistingu og gjafabréf til að fara út að borða svo eitthvað sé nefnt. Hvert herbergi fær svo styrki í formi húsgagna, textíls, málningar og efna, ásamt fimmtíu þúsund króna sjóði frá Íslandshótelum.
HönnunarMars Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fleiri fréttir Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu Sjá meira