Tónlistarverðlaunin eru tuttugu ára í ár Gunnar Leó Pálsson skrifar 14. mars 2014 11:30 Björk Guðmundsdóttir hefur hlotið flest verðlaun á Íslensku tónlistarverðlaununum eða tuttugu alls. Vísir/Getty Íslensku tónlistarverðlaunin verða afhent í 20. sinn í kvöld við hátíðlega athöfn. Fyrsta verðlaunaathöfnin fór fram á Hótel Sögu 1993. Tilnefnt var í fjórtán flokkum og voru tónlistarmenn í popp- og rokkgeiranum aðallega verðlaunir. Í ár verða veitt verðlaun í 24 flokkum. Í ár gefst almenningi í fyrsta skiptið kostur á að mæta á hátíðina og fer miðasala fram á miði.is. Það eru nokkrir tónlistarmenn sem hafa verið tíðir gestir á verðlaununum.Andrea Gylfadóttir, sem tilnefnd er sem söngkona ársins í kvöld, var einnig tilnefnd sem söngkona ársins þegar hátíðin fór fram í fyrsta sinn árið 1993.Bubbi Morthens er tilnefndur sem textahöfundur ársins. Hann var einnig tilnefndur sem textahöfundur ársins árið 1993.Bjartasta vonin árið 1995 var hljómsveitin Botnleðja.Vísir/Anton BrinkÁrið 1999 voru hljóðfæraleikarar ársins valdir í síðasta sinn, það er að segja gítarleikari, bassaleikari, trommuleikari, hljómborðsleikari og blásturshljóðfæraleikari ársins. Í ár eru tilnefningarnar í flokknum Bjartasta vonin í popp-, rokk- og blústónlist:Vök - Kaleo - Kött Grá Pjé Grísalappalísa - Highlands Flokkurinn Bjartasta vonin hefur ávallt staðið undir nafni en árið 1994 var Emilíana Torrini valin bjartasta vonin og átti hún heldur betur eftir að láta á sér kveða. Bjartasta vonin árið 1995 var hljómsveitin Botnleðja. Hún átti Lag ársins 1996, Hausverkun og var einnig valin hljómsveit ársins sama ár.Bjartasta vonin árið 2011, sem var þá valin á Rás 2, var hljómsveitin Of Monsters and Men.Vísir/GettyBjartasta vonin árið 2011, sem var þá valin á Rás 2, var hljómsveitin Of Monsters and Men, en sveitin er í dag orðin heimsfræg og hefur til að mynda hlotið platínuplötu fyrir plötu sína My Head Is an Animal í Bandaríkjunum og því selt yfir 1.000.000 eintaka þar í landi. Þá hefur platan selst um 27.000 eintökum á Íslandi. Bjartasta vonin í fyrra var Ásgeir Trausti. Hann hefur unnið marga sigra að undanförnu og hefur plata hans, In the Silence, fengið prýðisdóma í erlendum miðlum. Hann var í fyrsta sæti á Billboard Hot Overseas-listanum í Japan með smáskífulagið King and Cross og vann einnig Ebba-verðlaunin á síðasta ári. Það má með sanni segja að björtustu vonirnar hafi orðið enn bjartari í kjölfar viðurkenningarinnar. Íslensku tónlistarverðlaunin Kaleo Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Sjá meira
Íslensku tónlistarverðlaunin verða afhent í 20. sinn í kvöld við hátíðlega athöfn. Fyrsta verðlaunaathöfnin fór fram á Hótel Sögu 1993. Tilnefnt var í fjórtán flokkum og voru tónlistarmenn í popp- og rokkgeiranum aðallega verðlaunir. Í ár verða veitt verðlaun í 24 flokkum. Í ár gefst almenningi í fyrsta skiptið kostur á að mæta á hátíðina og fer miðasala fram á miði.is. Það eru nokkrir tónlistarmenn sem hafa verið tíðir gestir á verðlaununum.Andrea Gylfadóttir, sem tilnefnd er sem söngkona ársins í kvöld, var einnig tilnefnd sem söngkona ársins þegar hátíðin fór fram í fyrsta sinn árið 1993.Bubbi Morthens er tilnefndur sem textahöfundur ársins. Hann var einnig tilnefndur sem textahöfundur ársins árið 1993.Bjartasta vonin árið 1995 var hljómsveitin Botnleðja.Vísir/Anton BrinkÁrið 1999 voru hljóðfæraleikarar ársins valdir í síðasta sinn, það er að segja gítarleikari, bassaleikari, trommuleikari, hljómborðsleikari og blásturshljóðfæraleikari ársins. Í ár eru tilnefningarnar í flokknum Bjartasta vonin í popp-, rokk- og blústónlist:Vök - Kaleo - Kött Grá Pjé Grísalappalísa - Highlands Flokkurinn Bjartasta vonin hefur ávallt staðið undir nafni en árið 1994 var Emilíana Torrini valin bjartasta vonin og átti hún heldur betur eftir að láta á sér kveða. Bjartasta vonin árið 1995 var hljómsveitin Botnleðja. Hún átti Lag ársins 1996, Hausverkun og var einnig valin hljómsveit ársins sama ár.Bjartasta vonin árið 2011, sem var þá valin á Rás 2, var hljómsveitin Of Monsters and Men.Vísir/GettyBjartasta vonin árið 2011, sem var þá valin á Rás 2, var hljómsveitin Of Monsters and Men, en sveitin er í dag orðin heimsfræg og hefur til að mynda hlotið platínuplötu fyrir plötu sína My Head Is an Animal í Bandaríkjunum og því selt yfir 1.000.000 eintaka þar í landi. Þá hefur platan selst um 27.000 eintökum á Íslandi. Bjartasta vonin í fyrra var Ásgeir Trausti. Hann hefur unnið marga sigra að undanförnu og hefur plata hans, In the Silence, fengið prýðisdóma í erlendum miðlum. Hann var í fyrsta sæti á Billboard Hot Overseas-listanum í Japan með smáskífulagið King and Cross og vann einnig Ebba-verðlaunin á síðasta ári. Það má með sanni segja að björtustu vonirnar hafi orðið enn bjartari í kjölfar viðurkenningarinnar.
Íslensku tónlistarverðlaunin Kaleo Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Sjá meira