Eftirlitsflug Nató í nágrenni Úkraínu Freyr Bjarnason skrifar 13. mars 2014 07:00 AWACS, eftirlitsflugvél Nató, tekur á loft í Geilenkirchen í Þýskalandi. Mynd/AP Tvær eftirlitsflugvélar á vegum Atlantshafsbandalagsins sveimuðu yfir Póllandi og Rúmeníu í gær til að fylgjast með ástandinu í nágrannaríkinu Úkraínu. Vélarnar, sem eru af tegundinni AWACS, tóku á loft frá herstöðvum í Þýskalandi og Bretlandi. Þær yfirgáfu ekki lofthelgi Póllands og Rúmeníu og flugu því ekki inn í lofthelgi Úkraínu eða Rússlands, að sögn talsmanns Nató í Belgíu. „Flugvélarnar geta rannsakað yfir 300 þúsund ferkílómetra svæði og munu aðallega skoða það sem er að gerast í lofti og á hafi úti,“ sagði hershöfðinginn Jay Janzen og bætti við að önnur AWCS-flugvél hefði farið í eftirlitsflug yfir Rúmeníu á þriðjudag og að verið væri að undirbúa fleiri slík flug. „Okkar flugvélar munu ekki yfirgefa lofthelgi Nató,“ áréttaði hann. „Samt sem áður getum við fylgst vel með því sem er að gerast langt í burtu.“ 28 aðildarríki Nató ákváðu á mánudag að bregðast við ástandinu í Úkraínu með því að senda eftirlitsvélarnar á vettvang. Ákvörðunin var tekin eftir að bandarískar herþotur voru sendar til austur-evrópskra ríkja sem eiga landamæri að Rússlandi, þar á meðal Póllands og Litháens. Bronislaw Komorowski, forseti Póllands, segist vilja sjá fleiri hermenn frá Bandaríkjunum í landinu til að tryggja öryggi þess innan Nató. Í þessari viku eru liðin fimmtán ár síðan Pólland gekk inn í Atlantshafsbandalagið. Um þrjú hundruð liðsmenn bandaríska flughersins og tólf F-16-herþotur eru væntanlegar til Póllands í þessari viku til að taka þátt í sameiginlegum heræfingum. Pólska ríkisstjórnin óskaði eftir liðsstyrknum eftir að Rússar tóku völdin á Krímskaga.Taka ekki mark á atkvæðagreiðslu Leiðtogar sjö helstu iðnríkja heims munu ekki taka mark á niðurstöðum atkvæðagreiðslu um það hvort Krímskagi verði aðskilinn frá Úkraínu og verði hluti af Rússlandi. Í yfirlýsingu frá ríkjunum og Evrópusambandinu eru Rússar hvattir til að „hætta tilraunum sínum til að breyta ástandi mála á Krímskaga þvert gegn úkraínskum og alþjóðlegum lögum“. Þar sagði einnig að atkvæðagreiðslan sem er fyrirhuguð á Krímskaga um helgina „muni ekki hafa neitt lögfræðilegt vægi“ og að skipulagning hennar væri gölluð. Leiðtogarnir bættu við að þeir myndu grípa til frekari ráðstafana, bæði hver í sínu horni og í sameiningu, ef Rússar reyna að innlima Krímskaga í ríki sitt. Undir yfirlýsinguna skrifuðu leiðtogar Kanada, Frakklands, Þýskalands, Ítalíu, Japans, Bretlands, Bandaríkjanna og Evrópusambandsins. Úkraína Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira
Tvær eftirlitsflugvélar á vegum Atlantshafsbandalagsins sveimuðu yfir Póllandi og Rúmeníu í gær til að fylgjast með ástandinu í nágrannaríkinu Úkraínu. Vélarnar, sem eru af tegundinni AWACS, tóku á loft frá herstöðvum í Þýskalandi og Bretlandi. Þær yfirgáfu ekki lofthelgi Póllands og Rúmeníu og flugu því ekki inn í lofthelgi Úkraínu eða Rússlands, að sögn talsmanns Nató í Belgíu. „Flugvélarnar geta rannsakað yfir 300 þúsund ferkílómetra svæði og munu aðallega skoða það sem er að gerast í lofti og á hafi úti,“ sagði hershöfðinginn Jay Janzen og bætti við að önnur AWCS-flugvél hefði farið í eftirlitsflug yfir Rúmeníu á þriðjudag og að verið væri að undirbúa fleiri slík flug. „Okkar flugvélar munu ekki yfirgefa lofthelgi Nató,“ áréttaði hann. „Samt sem áður getum við fylgst vel með því sem er að gerast langt í burtu.“ 28 aðildarríki Nató ákváðu á mánudag að bregðast við ástandinu í Úkraínu með því að senda eftirlitsvélarnar á vettvang. Ákvörðunin var tekin eftir að bandarískar herþotur voru sendar til austur-evrópskra ríkja sem eiga landamæri að Rússlandi, þar á meðal Póllands og Litháens. Bronislaw Komorowski, forseti Póllands, segist vilja sjá fleiri hermenn frá Bandaríkjunum í landinu til að tryggja öryggi þess innan Nató. Í þessari viku eru liðin fimmtán ár síðan Pólland gekk inn í Atlantshafsbandalagið. Um þrjú hundruð liðsmenn bandaríska flughersins og tólf F-16-herþotur eru væntanlegar til Póllands í þessari viku til að taka þátt í sameiginlegum heræfingum. Pólska ríkisstjórnin óskaði eftir liðsstyrknum eftir að Rússar tóku völdin á Krímskaga.Taka ekki mark á atkvæðagreiðslu Leiðtogar sjö helstu iðnríkja heims munu ekki taka mark á niðurstöðum atkvæðagreiðslu um það hvort Krímskagi verði aðskilinn frá Úkraínu og verði hluti af Rússlandi. Í yfirlýsingu frá ríkjunum og Evrópusambandinu eru Rússar hvattir til að „hætta tilraunum sínum til að breyta ástandi mála á Krímskaga þvert gegn úkraínskum og alþjóðlegum lögum“. Þar sagði einnig að atkvæðagreiðslan sem er fyrirhuguð á Krímskaga um helgina „muni ekki hafa neitt lögfræðilegt vægi“ og að skipulagning hennar væri gölluð. Leiðtogarnir bættu við að þeir myndu grípa til frekari ráðstafana, bæði hver í sínu horni og í sameiningu, ef Rússar reyna að innlima Krímskaga í ríki sitt. Undir yfirlýsinguna skrifuðu leiðtogar Kanada, Frakklands, Þýskalands, Ítalíu, Japans, Bretlands, Bandaríkjanna og Evrópusambandsins.
Úkraína Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira