Karlar – takið þátt! Eygló Harðardóttir skrifar 8. mars 2014 07:00 Á alþjóðlegum baráttudegi kvenna sendi ég baráttufólki um land allt bestu kveðjur. Dagurinn á sér sögu allt frá árinu 1910 þegar þýska baráttukonan Clara Zetkin bar upp hugmyndina um sérstakan dag tileinkaðan baráttunni fyrir réttindum kvenna. Upp úr 1970 tóku Sameinuðu þjóðirnar hann upp á arma sína og dagurinn fékk alþjóðlega viðurkenningu og vægi sem alþjóðlegur kvennadagur. Við göngum að kjörborðinu eftir nokkrar vikur og enn berast þær fréttir að færri konur en karlar skipa forystusæti á framboðslistum og að fleiri konur ætli að hætta í sveitarstjórnum en karlar. Þessi sameiginlegi kynjavandi var til umræðu á ráðstefnu sem ég sat fyrir rúmri viku en því miður voru þar engir karlar mættir. Ég saknaði þeirra – og mér er ofarlega í huga hvernig við getum virkjað karlmenn betur í jafnréttisbaráttunni, körlum, konum og samfélaginu til hagsbóta. Barátta kvenna fyrir jafnrétti kemur körlum nefnilega ekki síður við en konum, enda snýst hún um stöðu fjölskyldnanna, aðstæður til að stunda atvinnu, verkaskiptingu á heimilum, uppeldi barnanna okkar, atvinnu, heimilin, kynjahlutverk og staðalmyndir. Sú staðreynd að enn hallar á konur hvað varðar völd, áhrifastöður og laun, hefur einnig neikvæð áhrif á stöðu karla. Fullu jafnrétti kynjanna verður aðeins náð með aðgerðum sem eru jákvæðar fyrir bæði kynin. Nærtækt dæmi um slíkt er áhrif fæðingarorlofslaganna. Mikill meirihluti nýbakaðra feðra tekur nú fæðingarorlof og nýlegar rannsóknir sýna að hlutdeild feðra í umönnun ungra barna hefur aukist verulega frá því að lögin tóku gildi. Þannig höfðu lögin mikil áhrif til að fá karla og konur til að átta sig betur á hve gjöfult og mikilvægt föðurhlutverkið er, hve brýnt það er að foreldrar séu góðar fyrirmyndir fyrir börn sín og virði hvort annað sem jafningjar. Á undanförnum áratugum hafa íslenskar konur verið í mikilli menntasókn. Þær eru nú tvær af hverjum þremur nemendum í háskólum landsins. Hvar eru karlarnir? Af hverju höfðar langskólamenntun ekki til þeirra í sama mæli og kvenna? Þekkingarsamfélagið sem byggist á góðri menntun sem flestra er það sem framtíðin ber í skauti. Ef karlar mennta sig ekki fer mikill mannauður í súginn, alveg eins og þegar konur fengu ekki að mennta sig. Við höfum ekki efni á því. Of mörgum drengjum gengur illa í skóla og við því þarf að bregðast. Karlar og konur eiga að geta valið það nám og starf sem hugur þeirra stendur til, óháð kyni. Við verðum líka að taka höndum saman gegn ofbeldismenningu sem bitnar bæði á konum og körlum þótt með mismunandi hætti sé. Á þessu ári fer Ísland með formennsku í Norrænu ráðherranefndinni. Það stendur mikið til í jafnréttismálunum enda er samstarf Norðurlandanna á því sviði 40 ára. Mörg mál verða tekin á dagskrá sem snúa að rannsóknum og aðgerðum sem hafa að markmiði að jafna stöðu karla og kvenna á öllum sviðum samfélagsins. Það er margt að ræða á þessum alþjóðlega baráttudegi kvenna, allt frá uppeldinu til elliáranna. Það er líka mikilvægt að hugsa til þeirra kvenna víða um heim sem enn berjast fyrir rétti sínum til að tjá sig, ferðast óáreittar utandyra, fá að stunda nám, vinna fyrir sér og lifa án ofbeldis og átaka. Við sýnum þeim best stuðning í verki með því að vera til fyrirmyndar og sýna að það er hægt að breyta heiminum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eygló Harðardóttir Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Sjá meira
Á alþjóðlegum baráttudegi kvenna sendi ég baráttufólki um land allt bestu kveðjur. Dagurinn á sér sögu allt frá árinu 1910 þegar þýska baráttukonan Clara Zetkin bar upp hugmyndina um sérstakan dag tileinkaðan baráttunni fyrir réttindum kvenna. Upp úr 1970 tóku Sameinuðu þjóðirnar hann upp á arma sína og dagurinn fékk alþjóðlega viðurkenningu og vægi sem alþjóðlegur kvennadagur. Við göngum að kjörborðinu eftir nokkrar vikur og enn berast þær fréttir að færri konur en karlar skipa forystusæti á framboðslistum og að fleiri konur ætli að hætta í sveitarstjórnum en karlar. Þessi sameiginlegi kynjavandi var til umræðu á ráðstefnu sem ég sat fyrir rúmri viku en því miður voru þar engir karlar mættir. Ég saknaði þeirra – og mér er ofarlega í huga hvernig við getum virkjað karlmenn betur í jafnréttisbaráttunni, körlum, konum og samfélaginu til hagsbóta. Barátta kvenna fyrir jafnrétti kemur körlum nefnilega ekki síður við en konum, enda snýst hún um stöðu fjölskyldnanna, aðstæður til að stunda atvinnu, verkaskiptingu á heimilum, uppeldi barnanna okkar, atvinnu, heimilin, kynjahlutverk og staðalmyndir. Sú staðreynd að enn hallar á konur hvað varðar völd, áhrifastöður og laun, hefur einnig neikvæð áhrif á stöðu karla. Fullu jafnrétti kynjanna verður aðeins náð með aðgerðum sem eru jákvæðar fyrir bæði kynin. Nærtækt dæmi um slíkt er áhrif fæðingarorlofslaganna. Mikill meirihluti nýbakaðra feðra tekur nú fæðingarorlof og nýlegar rannsóknir sýna að hlutdeild feðra í umönnun ungra barna hefur aukist verulega frá því að lögin tóku gildi. Þannig höfðu lögin mikil áhrif til að fá karla og konur til að átta sig betur á hve gjöfult og mikilvægt föðurhlutverkið er, hve brýnt það er að foreldrar séu góðar fyrirmyndir fyrir börn sín og virði hvort annað sem jafningjar. Á undanförnum áratugum hafa íslenskar konur verið í mikilli menntasókn. Þær eru nú tvær af hverjum þremur nemendum í háskólum landsins. Hvar eru karlarnir? Af hverju höfðar langskólamenntun ekki til þeirra í sama mæli og kvenna? Þekkingarsamfélagið sem byggist á góðri menntun sem flestra er það sem framtíðin ber í skauti. Ef karlar mennta sig ekki fer mikill mannauður í súginn, alveg eins og þegar konur fengu ekki að mennta sig. Við höfum ekki efni á því. Of mörgum drengjum gengur illa í skóla og við því þarf að bregðast. Karlar og konur eiga að geta valið það nám og starf sem hugur þeirra stendur til, óháð kyni. Við verðum líka að taka höndum saman gegn ofbeldismenningu sem bitnar bæði á konum og körlum þótt með mismunandi hætti sé. Á þessu ári fer Ísland með formennsku í Norrænu ráðherranefndinni. Það stendur mikið til í jafnréttismálunum enda er samstarf Norðurlandanna á því sviði 40 ára. Mörg mál verða tekin á dagskrá sem snúa að rannsóknum og aðgerðum sem hafa að markmiði að jafna stöðu karla og kvenna á öllum sviðum samfélagsins. Það er margt að ræða á þessum alþjóðlega baráttudegi kvenna, allt frá uppeldinu til elliáranna. Það er líka mikilvægt að hugsa til þeirra kvenna víða um heim sem enn berjast fyrir rétti sínum til að tjá sig, ferðast óáreittar utandyra, fá að stunda nám, vinna fyrir sér og lifa án ofbeldis og átaka. Við sýnum þeim best stuðning í verki með því að vera til fyrirmyndar og sýna að það er hægt að breyta heiminum.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun