Karlar – takið þátt! Eygló Harðardóttir skrifar 8. mars 2014 07:00 Á alþjóðlegum baráttudegi kvenna sendi ég baráttufólki um land allt bestu kveðjur. Dagurinn á sér sögu allt frá árinu 1910 þegar þýska baráttukonan Clara Zetkin bar upp hugmyndina um sérstakan dag tileinkaðan baráttunni fyrir réttindum kvenna. Upp úr 1970 tóku Sameinuðu þjóðirnar hann upp á arma sína og dagurinn fékk alþjóðlega viðurkenningu og vægi sem alþjóðlegur kvennadagur. Við göngum að kjörborðinu eftir nokkrar vikur og enn berast þær fréttir að færri konur en karlar skipa forystusæti á framboðslistum og að fleiri konur ætli að hætta í sveitarstjórnum en karlar. Þessi sameiginlegi kynjavandi var til umræðu á ráðstefnu sem ég sat fyrir rúmri viku en því miður voru þar engir karlar mættir. Ég saknaði þeirra – og mér er ofarlega í huga hvernig við getum virkjað karlmenn betur í jafnréttisbaráttunni, körlum, konum og samfélaginu til hagsbóta. Barátta kvenna fyrir jafnrétti kemur körlum nefnilega ekki síður við en konum, enda snýst hún um stöðu fjölskyldnanna, aðstæður til að stunda atvinnu, verkaskiptingu á heimilum, uppeldi barnanna okkar, atvinnu, heimilin, kynjahlutverk og staðalmyndir. Sú staðreynd að enn hallar á konur hvað varðar völd, áhrifastöður og laun, hefur einnig neikvæð áhrif á stöðu karla. Fullu jafnrétti kynjanna verður aðeins náð með aðgerðum sem eru jákvæðar fyrir bæði kynin. Nærtækt dæmi um slíkt er áhrif fæðingarorlofslaganna. Mikill meirihluti nýbakaðra feðra tekur nú fæðingarorlof og nýlegar rannsóknir sýna að hlutdeild feðra í umönnun ungra barna hefur aukist verulega frá því að lögin tóku gildi. Þannig höfðu lögin mikil áhrif til að fá karla og konur til að átta sig betur á hve gjöfult og mikilvægt föðurhlutverkið er, hve brýnt það er að foreldrar séu góðar fyrirmyndir fyrir börn sín og virði hvort annað sem jafningjar. Á undanförnum áratugum hafa íslenskar konur verið í mikilli menntasókn. Þær eru nú tvær af hverjum þremur nemendum í háskólum landsins. Hvar eru karlarnir? Af hverju höfðar langskólamenntun ekki til þeirra í sama mæli og kvenna? Þekkingarsamfélagið sem byggist á góðri menntun sem flestra er það sem framtíðin ber í skauti. Ef karlar mennta sig ekki fer mikill mannauður í súginn, alveg eins og þegar konur fengu ekki að mennta sig. Við höfum ekki efni á því. Of mörgum drengjum gengur illa í skóla og við því þarf að bregðast. Karlar og konur eiga að geta valið það nám og starf sem hugur þeirra stendur til, óháð kyni. Við verðum líka að taka höndum saman gegn ofbeldismenningu sem bitnar bæði á konum og körlum þótt með mismunandi hætti sé. Á þessu ári fer Ísland með formennsku í Norrænu ráðherranefndinni. Það stendur mikið til í jafnréttismálunum enda er samstarf Norðurlandanna á því sviði 40 ára. Mörg mál verða tekin á dagskrá sem snúa að rannsóknum og aðgerðum sem hafa að markmiði að jafna stöðu karla og kvenna á öllum sviðum samfélagsins. Það er margt að ræða á þessum alþjóðlega baráttudegi kvenna, allt frá uppeldinu til elliáranna. Það er líka mikilvægt að hugsa til þeirra kvenna víða um heim sem enn berjast fyrir rétti sínum til að tjá sig, ferðast óáreittar utandyra, fá að stunda nám, vinna fyrir sér og lifa án ofbeldis og átaka. Við sýnum þeim best stuðning í verki með því að vera til fyrirmyndar og sýna að það er hægt að breyta heiminum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eygló Harðardóttir Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Á alþjóðlegum baráttudegi kvenna sendi ég baráttufólki um land allt bestu kveðjur. Dagurinn á sér sögu allt frá árinu 1910 þegar þýska baráttukonan Clara Zetkin bar upp hugmyndina um sérstakan dag tileinkaðan baráttunni fyrir réttindum kvenna. Upp úr 1970 tóku Sameinuðu þjóðirnar hann upp á arma sína og dagurinn fékk alþjóðlega viðurkenningu og vægi sem alþjóðlegur kvennadagur. Við göngum að kjörborðinu eftir nokkrar vikur og enn berast þær fréttir að færri konur en karlar skipa forystusæti á framboðslistum og að fleiri konur ætli að hætta í sveitarstjórnum en karlar. Þessi sameiginlegi kynjavandi var til umræðu á ráðstefnu sem ég sat fyrir rúmri viku en því miður voru þar engir karlar mættir. Ég saknaði þeirra – og mér er ofarlega í huga hvernig við getum virkjað karlmenn betur í jafnréttisbaráttunni, körlum, konum og samfélaginu til hagsbóta. Barátta kvenna fyrir jafnrétti kemur körlum nefnilega ekki síður við en konum, enda snýst hún um stöðu fjölskyldnanna, aðstæður til að stunda atvinnu, verkaskiptingu á heimilum, uppeldi barnanna okkar, atvinnu, heimilin, kynjahlutverk og staðalmyndir. Sú staðreynd að enn hallar á konur hvað varðar völd, áhrifastöður og laun, hefur einnig neikvæð áhrif á stöðu karla. Fullu jafnrétti kynjanna verður aðeins náð með aðgerðum sem eru jákvæðar fyrir bæði kynin. Nærtækt dæmi um slíkt er áhrif fæðingarorlofslaganna. Mikill meirihluti nýbakaðra feðra tekur nú fæðingarorlof og nýlegar rannsóknir sýna að hlutdeild feðra í umönnun ungra barna hefur aukist verulega frá því að lögin tóku gildi. Þannig höfðu lögin mikil áhrif til að fá karla og konur til að átta sig betur á hve gjöfult og mikilvægt föðurhlutverkið er, hve brýnt það er að foreldrar séu góðar fyrirmyndir fyrir börn sín og virði hvort annað sem jafningjar. Á undanförnum áratugum hafa íslenskar konur verið í mikilli menntasókn. Þær eru nú tvær af hverjum þremur nemendum í háskólum landsins. Hvar eru karlarnir? Af hverju höfðar langskólamenntun ekki til þeirra í sama mæli og kvenna? Þekkingarsamfélagið sem byggist á góðri menntun sem flestra er það sem framtíðin ber í skauti. Ef karlar mennta sig ekki fer mikill mannauður í súginn, alveg eins og þegar konur fengu ekki að mennta sig. Við höfum ekki efni á því. Of mörgum drengjum gengur illa í skóla og við því þarf að bregðast. Karlar og konur eiga að geta valið það nám og starf sem hugur þeirra stendur til, óháð kyni. Við verðum líka að taka höndum saman gegn ofbeldismenningu sem bitnar bæði á konum og körlum þótt með mismunandi hætti sé. Á þessu ári fer Ísland með formennsku í Norrænu ráðherranefndinni. Það stendur mikið til í jafnréttismálunum enda er samstarf Norðurlandanna á því sviði 40 ára. Mörg mál verða tekin á dagskrá sem snúa að rannsóknum og aðgerðum sem hafa að markmiði að jafna stöðu karla og kvenna á öllum sviðum samfélagsins. Það er margt að ræða á þessum alþjóðlega baráttudegi kvenna, allt frá uppeldinu til elliáranna. Það er líka mikilvægt að hugsa til þeirra kvenna víða um heim sem enn berjast fyrir rétti sínum til að tjá sig, ferðast óáreittar utandyra, fá að stunda nám, vinna fyrir sér og lifa án ofbeldis og átaka. Við sýnum þeim best stuðning í verki með því að vera til fyrirmyndar og sýna að það er hægt að breyta heiminum.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun