

Jafningi meðal Evrópuþjóða
Fyrir Evrópumenn eru slík heilabrot annaðhvort aðhlátursefni eða þeim til hryggðar.
Hin sögulegu tengsl okkar frá því til forna þekkja allir og virða. Á seinni árum hefur okkur verið æ betur fagnað sem markverðri bókmenntaþjóð enda settir í heiðurssætið á stærstu bókmenntakynningu heims í Þýskalandi. Í stað Laxness, Gunnars Gunnarssonar, Kambans og Kristmanns er komin ný kynslóð íslenskra rithöfunda sem njóta mikilla vinsælda. Kvikmyndum okkar og tölvuleikjum er vel tekið af nágrönnum, að ekki sé talað um söng og tónlist frá frægð Bjarkar í Bretlandi til eins þess nýjasta, Of Monsters and Men.
Þjóðfélag okkar lifir vel, einkum vegna sterkrar markaðsstöðu fyrir sjávarafurðir á frjálsum innri markaði ESB og flugfrelsi EES-samningsins. Það gerir flugfélögum okkar kleift að veita milljónum Evrópubúa góða og áreiðanlega þjónustu og kallar á þróun ferðaiðnaðar, þegar næst stærstu atvinnugreinar landsins.
Af mörgu öðru má nefna tvennt í tengslum við Evrópu:
Í fyrsta lagi er það svo að í röðum Evrópuþjóða hafa Íslendingar, þótt örþjóð væru, einir afrekað að varðveita forna norræna tungu og menningu. Íslendingasögurnar eru einstakt menningarafrek og skapa okkur sérstöðu í Evrópu. Heimskringla Snorra gerir Reykholt að Aþenu Norður-Evrópu og hann að jafningja Hómers. Án Íslands er Evrópusambandið þeim mun snauðara í menningarlegu tiliti.
Í öðru lagi liggur það eftir Íslendinga á 20. öld að hafa verið leiðandi aðili í að semja þann nýja kafla þjóðaréttarins,sem tryggir strandríkjum fiskveiðar. Ruddar voru nýjar brautir án fordæma með einhliða útfærslu fiskveiðilögsögunnar í 4 mílur 1952, 12 mílur 1961, 50 mílur 1972 og 200 mílur 1976. Þá urðu þorskastríðin við Breta, sem voru þeim jafngagnslaus og löndunarbönn. 200 mílna lögsagan varð alþjóðaréttur á Hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Við eigum þar vissulega drjúgan þátt og gleymum ekki hlutverki Hans G. Andersen sendiherra.
Tímar breytinga
Af hverju í ósköpunum þarf að gera því skóna, að ESB bíði eftir því einu að véla af Íslendingum nýtingu fiskstofna okkar fljótt eða síðar? Það er fráleitt en verður ekki upplýst í skvaldri á heimavettvangi því það er úrlausnarefni aðildarviðræðna. Með þeim hætti yrði úr því skorið hvort Ísland muni skipa sess sem fullgildur aðili að Evrópusambandinu, í stað sjálfskipaðrar stöðu húskarlsins sem situr í dyragættinni og þiggur það sem að er rétt, eins og EES-samningurinn leggur á okkur.
Mikið átak var þegar gert af síðustu ríkistjórn að kynna okkar málstað og að íslenskt þjóðfélag, ólíkt í efnahagslegu tilliti, landhelgi og stærð, er ekki þar með dæmt úr leik í Evrópu. Og okkur var fagnandi og bróðurlega tekið í aðildarríkjum. Á nú að fara að vanvirða það, kasta á glæ og segja sjáumst kannski síðar?
En það er í fleiri horn að líta í Evrópumálum en þau efnahags- og menningarlegu. NATO-heræfing var haldin hér dagana 27. janúar til 21. febrúar. Er það í fyrsta skipti að ESB-löndin Svíþjóð og Finnland koma til sameiginlegrar æfingar með NATO-löndum. Það var hluti af loftrýmisgæslu á Íslandi, sem fer fram nokkrum sinnum á ári. Að öðru leyti er Ísland eina aðildarríki Atlantshafsbandalagsins án stöðugra heimavarna. Stjórnvöld hafa réttilega lagt áherslu á samvinnu við Bandaríkin um öfluga björgunar- og leitarstoð í Keflavík.
Nú er hins vegar ljóst að með brotthvarfi Bandaríkjahers frá Evrópu munu varnir færast að mestu í hendur viðkomandi ríkja, hugsanlega með breyttri starfsemi ESB. Nú eru tímar breytinga og lag til tryggja okkur það sem best býðst. Ekki bíður tíminn með aðgerðir í peningamálum til að losa landið úr hamlandi gjaldeyrishöftum vegna ónýts gjaldmiðils
Skoðun

Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið
Gína Júlía Waltersdóttir skrifar

Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng
Katrín Sigurðardóttir skrifar

Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið!
Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar

Linsa Lífsins
Matthildur Björnsdóttir skrifar

„Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu?
Viðar Halldórsson skrifar

Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði?
Sigvaldi Einarsson skrifar

Netöryggi til framtíðar
Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar

Aftur á byrjunarreit
Hörður Arnarson skrifar

Norðurlandamet í fúski!
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám
Matthías Arngrímsson skrifar

Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja
Helen Ólafsdóttir skrifar

Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð!
Hjálmtýr Heiðdal skrifar

Hvert er markmið fulltrúalýðræðis?
Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar

Ég vona að þú gleymir mér ekki
Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar

Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu?
Grétar Birgisson skrifar

Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það?
Davíð Bergmann skrifar

Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans
Vésteinn Ólason skrifar

Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska?
Júlíus Valsson skrifar

Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna
Jón Þór Ólafsson skrifar

Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag
Davíð Aron Routley skrifar

Dæmt um efni, Hörður
Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar

Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda
Matthías Arngrímsson skrifar

Sóvésk sápuópera
Franklín Ernir Kristjánsson skrifar

Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum?
Anton Guðmundsson skrifar

Dæmir sig sjálft
Jón Pétur Zimsen skrifar

Mega blaðamenn ljúga?
Páll Steingrímsson skrifar

Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis
Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Hvað hefur áunnist á 140 dögum?
Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar

Samstarf er lykill að framtíðinni
Magnús Þór Jónsson skrifar

Kjarnorkuákvæði?
Dagur B. Eggertsson skrifar