Viktor Yanukovych, forseti Úkraínu, snýr til baka úr stuttu veikindaleyfi dag. Veikindaleyfi forsetans vakti áhyggjur af því að hann væri í þann veg að lýsa yfir neyðarástandi í landinu.
Fjarvera Yanukovych varð til þess að ró komst á samskipti stjórnar og stjórnarandstöðu, en endurkoma hans er líkleg til þess að kveikja aftur undir deilunum.
Á sunnudag voru stærstu mótmæli andstæðinga forsetans haldin í miðborg Kænugarðs og komu saman um 30 þúsund manns á aðaltorgi borgarinnar. Helstu leiðtogar andstæðinga tóku til máls og kröfðust meðal annars lausnar allra 116 mótmælendanna, sem handteknir hafa verið í mótmælunum undanfarna þrjá mánuði.
Gert er ráð fyrir að þing Úkraínu taki fyrir á fimmtudag breytingar á stjórnarskrá sem minnka völd forsetans og færir þau forsætisráðherra landsins.
Yanukovych hefur enn ekki skipað forsætisráðherra í stað Mykola Azarov, sem sagði af sér í síðustu viku.
Forseti Úkraínu úr veikindaleyfi
Eva Bjarnadóttir skrifar
