Sóun í húsnæðismálum Logi Már Einarsson skrifar 30. janúar 2014 06:00 Mikil umræða hefur skapast að undanförnu um húsnæðismál Íslendinga. Æ fleiri eiga í vandræðum með að koma sér upp viðunandi þaki yfir höfuðið. Fjölmargir búa í húsum sem vart geta talist mannabústaðir. Vegna húsnæðiseklu veigra byggingaryfirvöld sér við því að beita úrræðum vegna ólöglegra íbúða en framfylgja þó samviskulega nýrri og mjög hertri byggingareglugerð. Öllum er ljóst að við þetta verður ekki unað mikið lengur. Fjölmargir hafa því bent á leiðir til úrbóta. Allt frá afnámi stimpilgjalda og afsláttar af lóðarverði til glænýrrar húsnæðisstefnu. Af einhverjum ástæðum heyrist minnst um þá leið sem er fljótvirkust, auðveldust og árangursríkust: Heimila fólki að byggja minni og ódýrari íbúðir. Alþingi samþykkti veturinn 2010 ný mannvirkjalög þar sem kveðið er á um að algild hönnun eigi að liggja til grundvallar við byggingu húsnæðis. Með algildri hönnun íbúða er átt við að þær nýtist sem flestum, einnig þeim sem búa við fötlun af einhverju tagi. Reglugerðin sem samin var á grundvelli þessara laga gengur furðu langt í kröfum um hjólastólaaðgengi. Nú skal almennt byggja allar íbúðir með þarfir hjólastólanotenda í huga. Reyndar eru tvær undantekningar á þessari reglu: íbúðir efri hæða í tveggja hæða fjölbýlishúsum og í tveggja hæða einbýlishúsum þar sem meginrými eru ekki á aðkomuhæð. (Þessar tvær íbúðagerðir eru undanþegnar kröfunni um algilda hönnun. Skrítið réttlæti það!)Umhverfissóðaskapur Það er að sjálfsögðu mikilvægt að byggðar séu íbúðir sem henta þörfum sem flestra og geri jafnframt eldra fólki kleift að búa sem lengst heima hjá sér utan stofnana. Slíkt eykur ekki einungis lífsgæði heldur sparar samfélaginu gríðarlega fjármuni. Að byggja umfram þörf er hins vegar sóun. Nær væri að tryggja nægilegan fjölda íbúða fyrir hreyfihamlaða og aðra sem þurfa sérlausnir en að þvinga alla til að fjárfesta í umframfermetrum. Ný byggingarreglugerð leiðir nefnilega af sér umtalsvert fleiri byggða fermetra en þörf er á. Í ljósi þess að hver byggður fermetri kostar í dag ríflega 300.000 krónur er örugglega verið að rýra möguleika fjölda fólks á að eignast eða leigja húsnæði. Það fellur því örlítið á þann fallega hug sem eflaust fylgdi þeim áformum að tryggja fólki í hjólastól aðgengi að næstum sérhverri íbúð í landinu þegar hann samtímis gerir öðrum, s.s. geðfötluðum, ungu fólki, einstæðum foreldrum eða fátækum erfiðara um vik. Hér er því ekki aðeins um að ræða vanhugsaða reglugerð sem torveldar lausn á erfiðu húsnæðisvandamáli heldur birtist einnig í henni fordæmalítill umhverfissóðaskapur! Neikvæð loftslagsáhrif samfara byggingarframkvæmdum eru almennt veruleg. Í ljósi þess að hver Íslendingur býr að meðaltali í tvöfalt stærra húsnæði en t.d. nágrannar okkar Finnar, hefði kannski verið nær að við settum okkur markmið um að byggja smærri íbúðir en við gerum í dag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Logi Einarsson Mest lesið Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Mikil umræða hefur skapast að undanförnu um húsnæðismál Íslendinga. Æ fleiri eiga í vandræðum með að koma sér upp viðunandi þaki yfir höfuðið. Fjölmargir búa í húsum sem vart geta talist mannabústaðir. Vegna húsnæðiseklu veigra byggingaryfirvöld sér við því að beita úrræðum vegna ólöglegra íbúða en framfylgja þó samviskulega nýrri og mjög hertri byggingareglugerð. Öllum er ljóst að við þetta verður ekki unað mikið lengur. Fjölmargir hafa því bent á leiðir til úrbóta. Allt frá afnámi stimpilgjalda og afsláttar af lóðarverði til glænýrrar húsnæðisstefnu. Af einhverjum ástæðum heyrist minnst um þá leið sem er fljótvirkust, auðveldust og árangursríkust: Heimila fólki að byggja minni og ódýrari íbúðir. Alþingi samþykkti veturinn 2010 ný mannvirkjalög þar sem kveðið er á um að algild hönnun eigi að liggja til grundvallar við byggingu húsnæðis. Með algildri hönnun íbúða er átt við að þær nýtist sem flestum, einnig þeim sem búa við fötlun af einhverju tagi. Reglugerðin sem samin var á grundvelli þessara laga gengur furðu langt í kröfum um hjólastólaaðgengi. Nú skal almennt byggja allar íbúðir með þarfir hjólastólanotenda í huga. Reyndar eru tvær undantekningar á þessari reglu: íbúðir efri hæða í tveggja hæða fjölbýlishúsum og í tveggja hæða einbýlishúsum þar sem meginrými eru ekki á aðkomuhæð. (Þessar tvær íbúðagerðir eru undanþegnar kröfunni um algilda hönnun. Skrítið réttlæti það!)Umhverfissóðaskapur Það er að sjálfsögðu mikilvægt að byggðar séu íbúðir sem henta þörfum sem flestra og geri jafnframt eldra fólki kleift að búa sem lengst heima hjá sér utan stofnana. Slíkt eykur ekki einungis lífsgæði heldur sparar samfélaginu gríðarlega fjármuni. Að byggja umfram þörf er hins vegar sóun. Nær væri að tryggja nægilegan fjölda íbúða fyrir hreyfihamlaða og aðra sem þurfa sérlausnir en að þvinga alla til að fjárfesta í umframfermetrum. Ný byggingarreglugerð leiðir nefnilega af sér umtalsvert fleiri byggða fermetra en þörf er á. Í ljósi þess að hver byggður fermetri kostar í dag ríflega 300.000 krónur er örugglega verið að rýra möguleika fjölda fólks á að eignast eða leigja húsnæði. Það fellur því örlítið á þann fallega hug sem eflaust fylgdi þeim áformum að tryggja fólki í hjólastól aðgengi að næstum sérhverri íbúð í landinu þegar hann samtímis gerir öðrum, s.s. geðfötluðum, ungu fólki, einstæðum foreldrum eða fátækum erfiðara um vik. Hér er því ekki aðeins um að ræða vanhugsaða reglugerð sem torveldar lausn á erfiðu húsnæðisvandamáli heldur birtist einnig í henni fordæmalítill umhverfissóðaskapur! Neikvæð loftslagsáhrif samfara byggingarframkvæmdum eru almennt veruleg. Í ljósi þess að hver Íslendingur býr að meðaltali í tvöfalt stærra húsnæði en t.d. nágrannar okkar Finnar, hefði kannski verið nær að við settum okkur markmið um að byggja smærri íbúðir en við gerum í dag.
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun