Alþjóðleg björgunarmiðstöð líklega staðsett í Keflavík Svavar Hávarsson skrifar 21. janúar 2014 16:23 Horft er til þess að alþjóðleg björgunarmiðstöð verði staðsett á Keflavíkurflugvelli þó mögulegt sé að hún verði með starfsstöðvar víðar á landinu. Fréttablaðið/Vilhelm „Það er unnið að málinu í innanríkis- og utanríkisráðuneytinu og þegar það hefur tekið á sig skýrari mynd munum við keyra á þetta. Við munum ræða þetta sérstaklega í febrúar þegar varnar- og utanríkisráðherrar Norðurlandanna heimsækja okkur til Íslands,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra spurður um alþjóðlega leitar- og björgunarmiðstöð á Íslandi, en ráðherra vék að málinu í ræðu sinni á norðurslóðaráðstefnunni Arctic Frontiers í borginni Tromsö í Noregi í gær. Gunnar Bragi segir í viðtali við Fréttablaðið að horft sé til Keflavíkurflugvallar fyrir grunnstarfsemina, enda sé þar allt til staðar. Hins vegar sé verið að skoða hvort ástæða sé til að dreifa starfseminni víðar um landið, en það er einmitt til skoðunar í ráðuneytunum.Gunnar Bragi SveinssonMynd/Iglika Trifonova, Arctic Frontiers & APECS InternationalHugmyndin kom fyrst fram í sumar þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fundaði með Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins. Forsætisráðherra ræddi þá sérstaklega um málefni norðurslóða og mikilvægi þess að byggja upp innviði á norðurslóðum, ekki hvað síst á sviði leitar og björgunar. Ísland væri vel í stakk búið til að fóstra slíka miðstöð í krafti þekkingar og ekki síst staðsetningar landsins. Slíkt yrði í samstarfi allra ríkja norðurslóða, en NATO ætti líklega aðkomu að starfseminni með starfsfólki og tækjabúnaði. Gunnar Bragi kom víða við í ræðu sinni og, eins og aðrir ræðumenn, vék að álitamálum sem tengjast hlýnun jarðar fyrir norðurslóðir. Makrílveiðin við Ísland væri jákvæð hlið þeirrar þróunar en hann sagði jafnframt að ýmsar hættur kynnu að leynast hinum megin við hornið. Með hlýnun sjávar væri ekki loku fyrir það skotið að mikilvægir nytjastofnar Íslands gætu leitað norðar í kaldari sjó, og tiltók þorsk, síld og loðnu sem dæmi.Deilt um auðlindir á norðurslóðElisabeth Aspaker, sjávarútvegsráðherra Noregs, talaði á undan Gunnari Braga á ráðstefnunni, og er vert að minnast á hennar framlag um makríldeiluna. Hún lýsti yfir vonbrigðum sínum með að ekki hefði náðst samkomulag, þrátt fyrir tilraunir til samningagerðar í fimm ár, en tók sérstaklega fram að Noregur nálgaðist þá deilu út frá því grundvallarsjónarmiði Norðmanna að eignarhald á tilteknum fiskistofni grundvallaðist á því hvar stofninn héldi sig yfir árið – eða landfræðilegri dreifingu hans. „Noregur lítur svo á að lausn deilunnar um hvernig veiði á makríl skal skipt á milli strandríkjanna grundvallist á þessari reglu,“ sagði Aspaker. Hún bætti við að hún tæki makrílinn sem dæmi um að deilt sé um auðlindir á norðurslóðum, og eflaust verði það einnig svo í framtíðinni. Hins vegar séu fá álitamál um svæðisbundna hagsmuni á norðurslóðum og því teldust norðurslóðir eitt af friðsamari svæðum heims. Gunnar Bragi hnykkti hins vegar á því í sinni ræðu að makríllinn væri nú allt sumarið inni í íslenskri lögsögu til að éta á sig vetrarforða. Eins sýndu vísindagögn að makríll sé byrjaður að hrygna við Ísland og þar væri nú vísir að stofni sem aldrei færi út úr íslenskri lögsögu. Gunnar Bragi vék sérstaklega að jafnréttismálum í tengslum við samvinnu ríkja á norðurslóðum. Ísland mun, ásamt Noregi, leiða verkefni innan Norðurskautsráðsins sem snýr að stefnumótun í jafnréttismálum á svæðinu. Þessu starfi verður fylgt eftir með sérstakri ráðstefnu sem haldin verður á Akureyri í október næstkomandi. Loftslagsmál Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
„Það er unnið að málinu í innanríkis- og utanríkisráðuneytinu og þegar það hefur tekið á sig skýrari mynd munum við keyra á þetta. Við munum ræða þetta sérstaklega í febrúar þegar varnar- og utanríkisráðherrar Norðurlandanna heimsækja okkur til Íslands,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra spurður um alþjóðlega leitar- og björgunarmiðstöð á Íslandi, en ráðherra vék að málinu í ræðu sinni á norðurslóðaráðstefnunni Arctic Frontiers í borginni Tromsö í Noregi í gær. Gunnar Bragi segir í viðtali við Fréttablaðið að horft sé til Keflavíkurflugvallar fyrir grunnstarfsemina, enda sé þar allt til staðar. Hins vegar sé verið að skoða hvort ástæða sé til að dreifa starfseminni víðar um landið, en það er einmitt til skoðunar í ráðuneytunum.Gunnar Bragi SveinssonMynd/Iglika Trifonova, Arctic Frontiers & APECS InternationalHugmyndin kom fyrst fram í sumar þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fundaði með Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins. Forsætisráðherra ræddi þá sérstaklega um málefni norðurslóða og mikilvægi þess að byggja upp innviði á norðurslóðum, ekki hvað síst á sviði leitar og björgunar. Ísland væri vel í stakk búið til að fóstra slíka miðstöð í krafti þekkingar og ekki síst staðsetningar landsins. Slíkt yrði í samstarfi allra ríkja norðurslóða, en NATO ætti líklega aðkomu að starfseminni með starfsfólki og tækjabúnaði. Gunnar Bragi kom víða við í ræðu sinni og, eins og aðrir ræðumenn, vék að álitamálum sem tengjast hlýnun jarðar fyrir norðurslóðir. Makrílveiðin við Ísland væri jákvæð hlið þeirrar þróunar en hann sagði jafnframt að ýmsar hættur kynnu að leynast hinum megin við hornið. Með hlýnun sjávar væri ekki loku fyrir það skotið að mikilvægir nytjastofnar Íslands gætu leitað norðar í kaldari sjó, og tiltók þorsk, síld og loðnu sem dæmi.Deilt um auðlindir á norðurslóðElisabeth Aspaker, sjávarútvegsráðherra Noregs, talaði á undan Gunnari Braga á ráðstefnunni, og er vert að minnast á hennar framlag um makríldeiluna. Hún lýsti yfir vonbrigðum sínum með að ekki hefði náðst samkomulag, þrátt fyrir tilraunir til samningagerðar í fimm ár, en tók sérstaklega fram að Noregur nálgaðist þá deilu út frá því grundvallarsjónarmiði Norðmanna að eignarhald á tilteknum fiskistofni grundvallaðist á því hvar stofninn héldi sig yfir árið – eða landfræðilegri dreifingu hans. „Noregur lítur svo á að lausn deilunnar um hvernig veiði á makríl skal skipt á milli strandríkjanna grundvallist á þessari reglu,“ sagði Aspaker. Hún bætti við að hún tæki makrílinn sem dæmi um að deilt sé um auðlindir á norðurslóðum, og eflaust verði það einnig svo í framtíðinni. Hins vegar séu fá álitamál um svæðisbundna hagsmuni á norðurslóðum og því teldust norðurslóðir eitt af friðsamari svæðum heims. Gunnar Bragi hnykkti hins vegar á því í sinni ræðu að makríllinn væri nú allt sumarið inni í íslenskri lögsögu til að éta á sig vetrarforða. Eins sýndu vísindagögn að makríll sé byrjaður að hrygna við Ísland og þar væri nú vísir að stofni sem aldrei færi út úr íslenskri lögsögu. Gunnar Bragi vék sérstaklega að jafnréttismálum í tengslum við samvinnu ríkja á norðurslóðum. Ísland mun, ásamt Noregi, leiða verkefni innan Norðurskautsráðsins sem snýr að stefnumótun í jafnréttismálum á svæðinu. Þessu starfi verður fylgt eftir með sérstakri ráðstefnu sem haldin verður á Akureyri í október næstkomandi.
Loftslagsmál Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira