Alþjóðleg björgunarmiðstöð líklega staðsett í Keflavík Svavar Hávarsson skrifar 21. janúar 2014 16:23 Horft er til þess að alþjóðleg björgunarmiðstöð verði staðsett á Keflavíkurflugvelli þó mögulegt sé að hún verði með starfsstöðvar víðar á landinu. Fréttablaðið/Vilhelm „Það er unnið að málinu í innanríkis- og utanríkisráðuneytinu og þegar það hefur tekið á sig skýrari mynd munum við keyra á þetta. Við munum ræða þetta sérstaklega í febrúar þegar varnar- og utanríkisráðherrar Norðurlandanna heimsækja okkur til Íslands,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra spurður um alþjóðlega leitar- og björgunarmiðstöð á Íslandi, en ráðherra vék að málinu í ræðu sinni á norðurslóðaráðstefnunni Arctic Frontiers í borginni Tromsö í Noregi í gær. Gunnar Bragi segir í viðtali við Fréttablaðið að horft sé til Keflavíkurflugvallar fyrir grunnstarfsemina, enda sé þar allt til staðar. Hins vegar sé verið að skoða hvort ástæða sé til að dreifa starfseminni víðar um landið, en það er einmitt til skoðunar í ráðuneytunum.Gunnar Bragi SveinssonMynd/Iglika Trifonova, Arctic Frontiers & APECS InternationalHugmyndin kom fyrst fram í sumar þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fundaði með Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins. Forsætisráðherra ræddi þá sérstaklega um málefni norðurslóða og mikilvægi þess að byggja upp innviði á norðurslóðum, ekki hvað síst á sviði leitar og björgunar. Ísland væri vel í stakk búið til að fóstra slíka miðstöð í krafti þekkingar og ekki síst staðsetningar landsins. Slíkt yrði í samstarfi allra ríkja norðurslóða, en NATO ætti líklega aðkomu að starfseminni með starfsfólki og tækjabúnaði. Gunnar Bragi kom víða við í ræðu sinni og, eins og aðrir ræðumenn, vék að álitamálum sem tengjast hlýnun jarðar fyrir norðurslóðir. Makrílveiðin við Ísland væri jákvæð hlið þeirrar þróunar en hann sagði jafnframt að ýmsar hættur kynnu að leynast hinum megin við hornið. Með hlýnun sjávar væri ekki loku fyrir það skotið að mikilvægir nytjastofnar Íslands gætu leitað norðar í kaldari sjó, og tiltók þorsk, síld og loðnu sem dæmi.Deilt um auðlindir á norðurslóðElisabeth Aspaker, sjávarútvegsráðherra Noregs, talaði á undan Gunnari Braga á ráðstefnunni, og er vert að minnast á hennar framlag um makríldeiluna. Hún lýsti yfir vonbrigðum sínum með að ekki hefði náðst samkomulag, þrátt fyrir tilraunir til samningagerðar í fimm ár, en tók sérstaklega fram að Noregur nálgaðist þá deilu út frá því grundvallarsjónarmiði Norðmanna að eignarhald á tilteknum fiskistofni grundvallaðist á því hvar stofninn héldi sig yfir árið – eða landfræðilegri dreifingu hans. „Noregur lítur svo á að lausn deilunnar um hvernig veiði á makríl skal skipt á milli strandríkjanna grundvallist á þessari reglu,“ sagði Aspaker. Hún bætti við að hún tæki makrílinn sem dæmi um að deilt sé um auðlindir á norðurslóðum, og eflaust verði það einnig svo í framtíðinni. Hins vegar séu fá álitamál um svæðisbundna hagsmuni á norðurslóðum og því teldust norðurslóðir eitt af friðsamari svæðum heims. Gunnar Bragi hnykkti hins vegar á því í sinni ræðu að makríllinn væri nú allt sumarið inni í íslenskri lögsögu til að éta á sig vetrarforða. Eins sýndu vísindagögn að makríll sé byrjaður að hrygna við Ísland og þar væri nú vísir að stofni sem aldrei færi út úr íslenskri lögsögu. Gunnar Bragi vék sérstaklega að jafnréttismálum í tengslum við samvinnu ríkja á norðurslóðum. Ísland mun, ásamt Noregi, leiða verkefni innan Norðurskautsráðsins sem snýr að stefnumótun í jafnréttismálum á svæðinu. Þessu starfi verður fylgt eftir með sérstakri ráðstefnu sem haldin verður á Akureyri í október næstkomandi. Loftslagsmál Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fleiri fréttir Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Sjá meira
„Það er unnið að málinu í innanríkis- og utanríkisráðuneytinu og þegar það hefur tekið á sig skýrari mynd munum við keyra á þetta. Við munum ræða þetta sérstaklega í febrúar þegar varnar- og utanríkisráðherrar Norðurlandanna heimsækja okkur til Íslands,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra spurður um alþjóðlega leitar- og björgunarmiðstöð á Íslandi, en ráðherra vék að málinu í ræðu sinni á norðurslóðaráðstefnunni Arctic Frontiers í borginni Tromsö í Noregi í gær. Gunnar Bragi segir í viðtali við Fréttablaðið að horft sé til Keflavíkurflugvallar fyrir grunnstarfsemina, enda sé þar allt til staðar. Hins vegar sé verið að skoða hvort ástæða sé til að dreifa starfseminni víðar um landið, en það er einmitt til skoðunar í ráðuneytunum.Gunnar Bragi SveinssonMynd/Iglika Trifonova, Arctic Frontiers & APECS InternationalHugmyndin kom fyrst fram í sumar þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fundaði með Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins. Forsætisráðherra ræddi þá sérstaklega um málefni norðurslóða og mikilvægi þess að byggja upp innviði á norðurslóðum, ekki hvað síst á sviði leitar og björgunar. Ísland væri vel í stakk búið til að fóstra slíka miðstöð í krafti þekkingar og ekki síst staðsetningar landsins. Slíkt yrði í samstarfi allra ríkja norðurslóða, en NATO ætti líklega aðkomu að starfseminni með starfsfólki og tækjabúnaði. Gunnar Bragi kom víða við í ræðu sinni og, eins og aðrir ræðumenn, vék að álitamálum sem tengjast hlýnun jarðar fyrir norðurslóðir. Makrílveiðin við Ísland væri jákvæð hlið þeirrar þróunar en hann sagði jafnframt að ýmsar hættur kynnu að leynast hinum megin við hornið. Með hlýnun sjávar væri ekki loku fyrir það skotið að mikilvægir nytjastofnar Íslands gætu leitað norðar í kaldari sjó, og tiltók þorsk, síld og loðnu sem dæmi.Deilt um auðlindir á norðurslóðElisabeth Aspaker, sjávarútvegsráðherra Noregs, talaði á undan Gunnari Braga á ráðstefnunni, og er vert að minnast á hennar framlag um makríldeiluna. Hún lýsti yfir vonbrigðum sínum með að ekki hefði náðst samkomulag, þrátt fyrir tilraunir til samningagerðar í fimm ár, en tók sérstaklega fram að Noregur nálgaðist þá deilu út frá því grundvallarsjónarmiði Norðmanna að eignarhald á tilteknum fiskistofni grundvallaðist á því hvar stofninn héldi sig yfir árið – eða landfræðilegri dreifingu hans. „Noregur lítur svo á að lausn deilunnar um hvernig veiði á makríl skal skipt á milli strandríkjanna grundvallist á þessari reglu,“ sagði Aspaker. Hún bætti við að hún tæki makrílinn sem dæmi um að deilt sé um auðlindir á norðurslóðum, og eflaust verði það einnig svo í framtíðinni. Hins vegar séu fá álitamál um svæðisbundna hagsmuni á norðurslóðum og því teldust norðurslóðir eitt af friðsamari svæðum heims. Gunnar Bragi hnykkti hins vegar á því í sinni ræðu að makríllinn væri nú allt sumarið inni í íslenskri lögsögu til að éta á sig vetrarforða. Eins sýndu vísindagögn að makríll sé byrjaður að hrygna við Ísland og þar væri nú vísir að stofni sem aldrei færi út úr íslenskri lögsögu. Gunnar Bragi vék sérstaklega að jafnréttismálum í tengslum við samvinnu ríkja á norðurslóðum. Ísland mun, ásamt Noregi, leiða verkefni innan Norðurskautsráðsins sem snýr að stefnumótun í jafnréttismálum á svæðinu. Þessu starfi verður fylgt eftir með sérstakri ráðstefnu sem haldin verður á Akureyri í október næstkomandi.
Loftslagsmál Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fleiri fréttir Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Sjá meira