Samstarf við íslenska hönnuði Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 17. janúar 2014 11:00 Margrét Helga Skúladóttir og Guðrún Eysteinsdóttir stofnuðu Textílprentun Íslands síðastliðið haust. fréttablaðið/gva Margrét Helga Skúladóttir og Guðrún Eysteinsdóttir standa á bak við Textílprentun Íslands. Þær settu fyrirtækið á laggirnar síðastliðið haust en eru þegar komnar í samstarf við nokkra aðila, enda vantaði þennan prentmöguleika sárlega á markaðinn hér á landi að þeirra sögn. „Það vantaði sérstaklega stafræna prentun á náttúruleg efni, en við eigum í kringum 18 tegundir af efnum; silki, bómullarefni, bómullarjersey og ullarefni,“ segir Margrét. „Við höfum haft nóg að gera síðan við opnuðum en við byrjuðum að prenta að einhverju ráði í október á síðasta ári. Við erum nú komnar í samstarf, meðal annars við textíldeild Myndlistaskóla Reykjavíkur og Aurum. Kenndur verður sérstakur kúrs í Myndlistaskólanum, samstarf nemenda og iðnaðarins, og verður afraksturinn kynntur í Aurum Bankastræti á HönnunarMars 2014."Rétt fyrir jólin hófst einnig samstarf Textílprentunar Íslands við Spark Design Space. Hugmyndin er að prenta efni samhliða sýningunum sem settar verða upp í Spark með munstrum eftir listamennina. Fyrsta efnið er munstur eftir Sigga Eggerts. Efnin verða svo seld í metravís í Spark og er verkefnið styrkt af Hönnunarsjóði Auroru. Þær Guðrún og Margrét þróuðu hugmyndina að fyrirtækinu á námskeiðinu Brautargengi á vegum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands enda sáu þær mikla möguleika fyrir þessa þjónustu hér á landi. „Fyrir minni framleiðslu eins og prótótýpugerð í fatahönnunargeiranum er frábært fyrir íslenska fatahönnuði að geta sótt þjónustuna innanlands. Bæði tekur það styttri tíma að fá prufurnar og eins getur hönnuðurinn tekið þátt í ferlinu og þarf ekki að senda út í óvissuna og bíða svo eftir póstinum,“ segir Margrét.Textílprentun Íslands og Harpa Einars fatahönnuður klæddu Agnesi Björt Andradóttur, söngkonu í hljómsveitinni Sykur, á Airwaves 2013. mynd/textílprentun íslandsmynd/floriantrykowski.com„Fatahönnuðir hafa mikið heimsótt okkur eftir að við byrjuðum og fengið hjá okkur prufur og eins textílhönnuðir sem eru að vinna tísku- og heimilisvörur. Við unnum til dæmis með Hörpu Einars fatahönnuði og klæddum Agnesi, söngkonu í Sykri, á Airwaves 2013. Það er ýmislegt spennandi að gerast.“ Er von á eigin textíllínu frá Textílprentun Íslands? „Það er vel mögulegt þegar fram líða stundir.“ Nánar má forvitnast um Textílprentun Íslands á facebook HönnunarMars Mest lesið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Bíó og sjónvarp Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Matur Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Lífið Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Sjá meira
Margrét Helga Skúladóttir og Guðrún Eysteinsdóttir standa á bak við Textílprentun Íslands. Þær settu fyrirtækið á laggirnar síðastliðið haust en eru þegar komnar í samstarf við nokkra aðila, enda vantaði þennan prentmöguleika sárlega á markaðinn hér á landi að þeirra sögn. „Það vantaði sérstaklega stafræna prentun á náttúruleg efni, en við eigum í kringum 18 tegundir af efnum; silki, bómullarefni, bómullarjersey og ullarefni,“ segir Margrét. „Við höfum haft nóg að gera síðan við opnuðum en við byrjuðum að prenta að einhverju ráði í október á síðasta ári. Við erum nú komnar í samstarf, meðal annars við textíldeild Myndlistaskóla Reykjavíkur og Aurum. Kenndur verður sérstakur kúrs í Myndlistaskólanum, samstarf nemenda og iðnaðarins, og verður afraksturinn kynntur í Aurum Bankastræti á HönnunarMars 2014."Rétt fyrir jólin hófst einnig samstarf Textílprentunar Íslands við Spark Design Space. Hugmyndin er að prenta efni samhliða sýningunum sem settar verða upp í Spark með munstrum eftir listamennina. Fyrsta efnið er munstur eftir Sigga Eggerts. Efnin verða svo seld í metravís í Spark og er verkefnið styrkt af Hönnunarsjóði Auroru. Þær Guðrún og Margrét þróuðu hugmyndina að fyrirtækinu á námskeiðinu Brautargengi á vegum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands enda sáu þær mikla möguleika fyrir þessa þjónustu hér á landi. „Fyrir minni framleiðslu eins og prótótýpugerð í fatahönnunargeiranum er frábært fyrir íslenska fatahönnuði að geta sótt þjónustuna innanlands. Bæði tekur það styttri tíma að fá prufurnar og eins getur hönnuðurinn tekið þátt í ferlinu og þarf ekki að senda út í óvissuna og bíða svo eftir póstinum,“ segir Margrét.Textílprentun Íslands og Harpa Einars fatahönnuður klæddu Agnesi Björt Andradóttur, söngkonu í hljómsveitinni Sykur, á Airwaves 2013. mynd/textílprentun íslandsmynd/floriantrykowski.com„Fatahönnuðir hafa mikið heimsótt okkur eftir að við byrjuðum og fengið hjá okkur prufur og eins textílhönnuðir sem eru að vinna tísku- og heimilisvörur. Við unnum til dæmis með Hörpu Einars fatahönnuði og klæddum Agnesi, söngkonu í Sykri, á Airwaves 2013. Það er ýmislegt spennandi að gerast.“ Er von á eigin textíllínu frá Textílprentun Íslands? „Það er vel mögulegt þegar fram líða stundir.“ Nánar má forvitnast um Textílprentun Íslands á facebook
HönnunarMars Mest lesið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Bíó og sjónvarp Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Matur Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Lífið Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Sjá meira