Samstarf við íslenska hönnuði Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 17. janúar 2014 11:00 Margrét Helga Skúladóttir og Guðrún Eysteinsdóttir stofnuðu Textílprentun Íslands síðastliðið haust. fréttablaðið/gva Margrét Helga Skúladóttir og Guðrún Eysteinsdóttir standa á bak við Textílprentun Íslands. Þær settu fyrirtækið á laggirnar síðastliðið haust en eru þegar komnar í samstarf við nokkra aðila, enda vantaði þennan prentmöguleika sárlega á markaðinn hér á landi að þeirra sögn. „Það vantaði sérstaklega stafræna prentun á náttúruleg efni, en við eigum í kringum 18 tegundir af efnum; silki, bómullarefni, bómullarjersey og ullarefni,“ segir Margrét. „Við höfum haft nóg að gera síðan við opnuðum en við byrjuðum að prenta að einhverju ráði í október á síðasta ári. Við erum nú komnar í samstarf, meðal annars við textíldeild Myndlistaskóla Reykjavíkur og Aurum. Kenndur verður sérstakur kúrs í Myndlistaskólanum, samstarf nemenda og iðnaðarins, og verður afraksturinn kynntur í Aurum Bankastræti á HönnunarMars 2014."Rétt fyrir jólin hófst einnig samstarf Textílprentunar Íslands við Spark Design Space. Hugmyndin er að prenta efni samhliða sýningunum sem settar verða upp í Spark með munstrum eftir listamennina. Fyrsta efnið er munstur eftir Sigga Eggerts. Efnin verða svo seld í metravís í Spark og er verkefnið styrkt af Hönnunarsjóði Auroru. Þær Guðrún og Margrét þróuðu hugmyndina að fyrirtækinu á námskeiðinu Brautargengi á vegum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands enda sáu þær mikla möguleika fyrir þessa þjónustu hér á landi. „Fyrir minni framleiðslu eins og prótótýpugerð í fatahönnunargeiranum er frábært fyrir íslenska fatahönnuði að geta sótt þjónustuna innanlands. Bæði tekur það styttri tíma að fá prufurnar og eins getur hönnuðurinn tekið þátt í ferlinu og þarf ekki að senda út í óvissuna og bíða svo eftir póstinum,“ segir Margrét.Textílprentun Íslands og Harpa Einars fatahönnuður klæddu Agnesi Björt Andradóttur, söngkonu í hljómsveitinni Sykur, á Airwaves 2013. mynd/textílprentun íslandsmynd/floriantrykowski.com„Fatahönnuðir hafa mikið heimsótt okkur eftir að við byrjuðum og fengið hjá okkur prufur og eins textílhönnuðir sem eru að vinna tísku- og heimilisvörur. Við unnum til dæmis með Hörpu Einars fatahönnuði og klæddum Agnesi, söngkonu í Sykri, á Airwaves 2013. Það er ýmislegt spennandi að gerast.“ Er von á eigin textíllínu frá Textílprentun Íslands? „Það er vel mögulegt þegar fram líða stundir.“ Nánar má forvitnast um Textílprentun Íslands á facebook HönnunarMars Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira
Margrét Helga Skúladóttir og Guðrún Eysteinsdóttir standa á bak við Textílprentun Íslands. Þær settu fyrirtækið á laggirnar síðastliðið haust en eru þegar komnar í samstarf við nokkra aðila, enda vantaði þennan prentmöguleika sárlega á markaðinn hér á landi að þeirra sögn. „Það vantaði sérstaklega stafræna prentun á náttúruleg efni, en við eigum í kringum 18 tegundir af efnum; silki, bómullarefni, bómullarjersey og ullarefni,“ segir Margrét. „Við höfum haft nóg að gera síðan við opnuðum en við byrjuðum að prenta að einhverju ráði í október á síðasta ári. Við erum nú komnar í samstarf, meðal annars við textíldeild Myndlistaskóla Reykjavíkur og Aurum. Kenndur verður sérstakur kúrs í Myndlistaskólanum, samstarf nemenda og iðnaðarins, og verður afraksturinn kynntur í Aurum Bankastræti á HönnunarMars 2014."Rétt fyrir jólin hófst einnig samstarf Textílprentunar Íslands við Spark Design Space. Hugmyndin er að prenta efni samhliða sýningunum sem settar verða upp í Spark með munstrum eftir listamennina. Fyrsta efnið er munstur eftir Sigga Eggerts. Efnin verða svo seld í metravís í Spark og er verkefnið styrkt af Hönnunarsjóði Auroru. Þær Guðrún og Margrét þróuðu hugmyndina að fyrirtækinu á námskeiðinu Brautargengi á vegum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands enda sáu þær mikla möguleika fyrir þessa þjónustu hér á landi. „Fyrir minni framleiðslu eins og prótótýpugerð í fatahönnunargeiranum er frábært fyrir íslenska fatahönnuði að geta sótt þjónustuna innanlands. Bæði tekur það styttri tíma að fá prufurnar og eins getur hönnuðurinn tekið þátt í ferlinu og þarf ekki að senda út í óvissuna og bíða svo eftir póstinum,“ segir Margrét.Textílprentun Íslands og Harpa Einars fatahönnuður klæddu Agnesi Björt Andradóttur, söngkonu í hljómsveitinni Sykur, á Airwaves 2013. mynd/textílprentun íslandsmynd/floriantrykowski.com„Fatahönnuðir hafa mikið heimsótt okkur eftir að við byrjuðum og fengið hjá okkur prufur og eins textílhönnuðir sem eru að vinna tísku- og heimilisvörur. Við unnum til dæmis með Hörpu Einars fatahönnuði og klæddum Agnesi, söngkonu í Sykri, á Airwaves 2013. Það er ýmislegt spennandi að gerast.“ Er von á eigin textíllínu frá Textílprentun Íslands? „Það er vel mögulegt þegar fram líða stundir.“ Nánar má forvitnast um Textílprentun Íslands á facebook
HönnunarMars Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira