Fjarstæðukenndar skýringar umhverfisráðherra Árni Finnsson skrifar 9. janúar 2014 06:00 Skýringar umhverfisráðherra, Sigurðar Inga Jóhannssonar, á því hvers vegna hann féllst á kröfu Landsvirkjunar um að fresta undirritun reglugerðar um stækkun friðlandsins í Þjórsárverum þann 21. júní sl. standast ekki skoðun. Í Fréttablaðinu í gær [8. Jan. 2014] segir ráðherra að „…við lokafrágang friðlýsingarinnar“ hafi komið fram „ábendingar“ um „…að fyrirhuguð afmörkun landsvæðisins gengi lengra en nemur Norðlingaölduveitukosti sem settur var í verndarflokk…“ Ekki er kunnugt um að slíkar athugasemdir hafi komið fram. Þvert á móti segir Landsvirkjun í bréfi til ráðherra, dags. 20. júní sl., að Landsvirkjun hafi lagst gegn fyrirhugaðri friðlýsingu og vakið „…athygli á hagsmunum fyrirtækisins innan friðlandsins.“ Hvergi segir að afmörkun svæðisins gangi lengra „…en sem nemur Norðlingaölduveitukosti“ heldur gagnrýnir Landsvirkjun að tillagan útiloki Norðlingaölduveitu.Ásökunum hafnað Í bréfi sínu „Dregur Landsvirkjun mjög í efa að það stjórnsýsluferli sem málið hefur verið í af hálfu umhverfis- og auðlindaráðuneytisins svo og Umhverfisstofnunar standist gildandi lög,“ og: „Áskilur Landsvirkjun sér allan rétt til að láta reyna á þær ákvarðanir sem teknar eru í ofangreindu efni með kæru á stjórnsýslustigi og/eða fyrir dómstólum, verði málinu ekki frestað og meðferð þess og afgreiðsla ekki endurskoðuð.“ Í bréfi ráðherra til Umhverfisstofnunar 27. des. sl. er þessum ásökunum Landsvirkjunar hafnað. Segir þar: „…kemst Umhverfisstofnun að þeirri niðurstöðu að undirbúningur og málsmeðferð stofnunarinnar hafi verið í samræmi við lög og góða stjórnsýsluhætti, sérstaklega í ljósi þess að Alþingi hafi með samþykkt verndar- og orkunýtingaráætlunar 14. janúar sl. tekið ákvörðun um að virkjanakosturinn Norðlingaölduveita í 566-567,5 m.y.s. færi í verndarflokk áætlunarinnar. Ráðuneytið tekur undir með Umhverfisstofnun að ekki hafi þurft að leita samþykkis Landsvirkjunar fyrir friðlýsingarskilmálum.“Alvarlegar athugasemdir Hér má einnig rifja upp að í kjölfar fullyrðinga Landsvirkjunar, iðnaðarráðherra og umhverfisráðherra sl. sumar um að sveitarstjórnir hafi gert alvarlegar athugasemdir við tillögu Umhverfisstofnunar greindu fjölmiðlar frá því að fulltrúar sömu sveitarstjórna könnuðust ekki við slíkt. Ráðherra fór með rangt mál. Fullyrðing ráðherra um að hann hafi útilokað Norðlingaölduveitu rímar illa við að hann hefur nú fallist á tillögur Landsvirkjunar um „nýja útfærslu á Norðlingaölduveitu“ eða „…samskonar heimild fyrir Landsvirkjun um rekstur veitulóns innan friðlandsmarka í 566 m.y.s.“ Allir sjá að slíkur leikur getur bara endað á einn veg; hækkun stíflu og stækkun Norðlingaöldulóns til samræmis við fyrri tillögur Landsvirkjunar sem ekki mun virða nein friðlandsmörk. Ekki frekar en þá sátt sem átti að innsigla með rammaáætlun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Finnsson Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Skýringar umhverfisráðherra, Sigurðar Inga Jóhannssonar, á því hvers vegna hann féllst á kröfu Landsvirkjunar um að fresta undirritun reglugerðar um stækkun friðlandsins í Þjórsárverum þann 21. júní sl. standast ekki skoðun. Í Fréttablaðinu í gær [8. Jan. 2014] segir ráðherra að „…við lokafrágang friðlýsingarinnar“ hafi komið fram „ábendingar“ um „…að fyrirhuguð afmörkun landsvæðisins gengi lengra en nemur Norðlingaölduveitukosti sem settur var í verndarflokk…“ Ekki er kunnugt um að slíkar athugasemdir hafi komið fram. Þvert á móti segir Landsvirkjun í bréfi til ráðherra, dags. 20. júní sl., að Landsvirkjun hafi lagst gegn fyrirhugaðri friðlýsingu og vakið „…athygli á hagsmunum fyrirtækisins innan friðlandsins.“ Hvergi segir að afmörkun svæðisins gangi lengra „…en sem nemur Norðlingaölduveitukosti“ heldur gagnrýnir Landsvirkjun að tillagan útiloki Norðlingaölduveitu.Ásökunum hafnað Í bréfi sínu „Dregur Landsvirkjun mjög í efa að það stjórnsýsluferli sem málið hefur verið í af hálfu umhverfis- og auðlindaráðuneytisins svo og Umhverfisstofnunar standist gildandi lög,“ og: „Áskilur Landsvirkjun sér allan rétt til að láta reyna á þær ákvarðanir sem teknar eru í ofangreindu efni með kæru á stjórnsýslustigi og/eða fyrir dómstólum, verði málinu ekki frestað og meðferð þess og afgreiðsla ekki endurskoðuð.“ Í bréfi ráðherra til Umhverfisstofnunar 27. des. sl. er þessum ásökunum Landsvirkjunar hafnað. Segir þar: „…kemst Umhverfisstofnun að þeirri niðurstöðu að undirbúningur og málsmeðferð stofnunarinnar hafi verið í samræmi við lög og góða stjórnsýsluhætti, sérstaklega í ljósi þess að Alþingi hafi með samþykkt verndar- og orkunýtingaráætlunar 14. janúar sl. tekið ákvörðun um að virkjanakosturinn Norðlingaölduveita í 566-567,5 m.y.s. færi í verndarflokk áætlunarinnar. Ráðuneytið tekur undir með Umhverfisstofnun að ekki hafi þurft að leita samþykkis Landsvirkjunar fyrir friðlýsingarskilmálum.“Alvarlegar athugasemdir Hér má einnig rifja upp að í kjölfar fullyrðinga Landsvirkjunar, iðnaðarráðherra og umhverfisráðherra sl. sumar um að sveitarstjórnir hafi gert alvarlegar athugasemdir við tillögu Umhverfisstofnunar greindu fjölmiðlar frá því að fulltrúar sömu sveitarstjórna könnuðust ekki við slíkt. Ráðherra fór með rangt mál. Fullyrðing ráðherra um að hann hafi útilokað Norðlingaölduveitu rímar illa við að hann hefur nú fallist á tillögur Landsvirkjunar um „nýja útfærslu á Norðlingaölduveitu“ eða „…samskonar heimild fyrir Landsvirkjun um rekstur veitulóns innan friðlandsmarka í 566 m.y.s.“ Allir sjá að slíkur leikur getur bara endað á einn veg; hækkun stíflu og stækkun Norðlingaöldulóns til samræmis við fyrri tillögur Landsvirkjunar sem ekki mun virða nein friðlandsmörk. Ekki frekar en þá sátt sem átti að innsigla með rammaáætlun.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun