Leikmenn Zaragoza líktu Kristni við Jón Arnór Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. desember 2014 10:30 Kristinn Pálsson fagnar hér þriggja stiga körfu í leik með Stella Azzura. Mynd/Euroleague.net Kristinn Pálsson, fyrirliði unglingaliðs Stella Azzura frá Róm, tók í gær við bikarnum eftir að liðið tryggði sér sæti á úrslitahelgi Euroleague framtíðarleikmanna en ítalska liðið vann alla fjóra leiki sína í sínum riðli. Karfan.is birti skemmtilegt viðtal við þennan 17 ára Njarðvíking sem stundar nám við Marymount International School í Róm og stefnir á því að fara í skóla til Bandaríkjanna næsta haust. Kristinn hefur verið á Ítalíu undanfarin ár og því hafa íslenskir körfuboltáhugamenn ekki séð alltof mikið til kappans en hann fékk mikið hrós á dögunum eftir leik við spænska liðið CAI Zaragoza. „Mér persónuleg hefur verið að ganga mjög vel á þessu ári. Svo erum við einnig með U18 "Ferðalið" þar sem við ferðumst um Evrópu og nú rétt í þessu vorum við að koma heim frá Valladolid að þar sem við spiluðum til úrslita gegn Zaragoza en töpuðum. Eftir leikinn líktu leikmenn Zaragoza mér við Jón Arnór. Í verðlaunaafhendingu eftir mót var ég valinn besti skorari mótsins," segir Kristinn í samtali við karfan.is og það var mikilvægt fyrir hann að standa sig vel í Euroleague framtíðarleikmanna. „Með þessu sama liði spilum við svo í Euroleague núna á milli jóla og nýárs sem er stærsta yngriflokkamót í Evrópu á eftir A deild landsliða yngriflokka og þar koma "Scout-ar" frá öllum liðum NBA, háskólum og svo framvegis þannig að þetta er stórt svið fyrir unga leikmenn," sagði Kristinn. Kristinn er farinn að tala ítölskuna vel. „Ég tala ítölsku reiprennandi og þar a leiðandi skil eg allt og get talað enn strákarnir hlæja stundum af mér þegar maður ruglar einhverjum orðum saman eins og þegar maður er í einhverjum alvarlegum samræðum og maður blótar kannski óvart enn ég ætlaði að segja eitthvað annað," segir Kristinn og hugur hans stefnir á Bandaríkin. „Draumurinn hefur alltaf verið að fara í háskóla i Bandaríkjunum spila í NCAA og svo eftir það það þá má maður hugsa um atvinnumennsku ef maður kemst svo langt. Ef það klikkar þá hefur maður í það minnsta menntun á bakinu og þar með "Plan B",“ segir Kristinn. „ Ég hef fundið fyrir áhuga háskólaliða frá Bandaríkjunum en ekkert fast í hendi. Ég held bara áfram mínu striki og vinn hart að þessu. Þetta kemur með þolinmæðinni. Ástæða þess að ég hef æft eins og skeppna öll þessi ár er einmitt fyrir þessu tækifæri. Ég hef þótt ég segi sjálfur frá, verið duglegur að æfa og svo spilar heppni alltaf inní þetta líka. En ég stjórna því ekki, ég stjórna sjálfum mér og geri allt sem ég get til þess að láta þennan draum rætast og um leið hugsanlega bý mér til mína eigin heppni," segir Kristinn en það er hægt að lesa allt viðtalið við kappann með því að smella hér. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Dramatískur endurkomusigur United Enski boltinn Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Íslenski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti Fleiri fréttir Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Sjá meira
Kristinn Pálsson, fyrirliði unglingaliðs Stella Azzura frá Róm, tók í gær við bikarnum eftir að liðið tryggði sér sæti á úrslitahelgi Euroleague framtíðarleikmanna en ítalska liðið vann alla fjóra leiki sína í sínum riðli. Karfan.is birti skemmtilegt viðtal við þennan 17 ára Njarðvíking sem stundar nám við Marymount International School í Róm og stefnir á því að fara í skóla til Bandaríkjanna næsta haust. Kristinn hefur verið á Ítalíu undanfarin ár og því hafa íslenskir körfuboltáhugamenn ekki séð alltof mikið til kappans en hann fékk mikið hrós á dögunum eftir leik við spænska liðið CAI Zaragoza. „Mér persónuleg hefur verið að ganga mjög vel á þessu ári. Svo erum við einnig með U18 "Ferðalið" þar sem við ferðumst um Evrópu og nú rétt í þessu vorum við að koma heim frá Valladolid að þar sem við spiluðum til úrslita gegn Zaragoza en töpuðum. Eftir leikinn líktu leikmenn Zaragoza mér við Jón Arnór. Í verðlaunaafhendingu eftir mót var ég valinn besti skorari mótsins," segir Kristinn í samtali við karfan.is og það var mikilvægt fyrir hann að standa sig vel í Euroleague framtíðarleikmanna. „Með þessu sama liði spilum við svo í Euroleague núna á milli jóla og nýárs sem er stærsta yngriflokkamót í Evrópu á eftir A deild landsliða yngriflokka og þar koma "Scout-ar" frá öllum liðum NBA, háskólum og svo framvegis þannig að þetta er stórt svið fyrir unga leikmenn," sagði Kristinn. Kristinn er farinn að tala ítölskuna vel. „Ég tala ítölsku reiprennandi og þar a leiðandi skil eg allt og get talað enn strákarnir hlæja stundum af mér þegar maður ruglar einhverjum orðum saman eins og þegar maður er í einhverjum alvarlegum samræðum og maður blótar kannski óvart enn ég ætlaði að segja eitthvað annað," segir Kristinn og hugur hans stefnir á Bandaríkin. „Draumurinn hefur alltaf verið að fara í háskóla i Bandaríkjunum spila í NCAA og svo eftir það það þá má maður hugsa um atvinnumennsku ef maður kemst svo langt. Ef það klikkar þá hefur maður í það minnsta menntun á bakinu og þar með "Plan B",“ segir Kristinn. „ Ég hef fundið fyrir áhuga háskólaliða frá Bandaríkjunum en ekkert fast í hendi. Ég held bara áfram mínu striki og vinn hart að þessu. Þetta kemur með þolinmæðinni. Ástæða þess að ég hef æft eins og skeppna öll þessi ár er einmitt fyrir þessu tækifæri. Ég hef þótt ég segi sjálfur frá, verið duglegur að æfa og svo spilar heppni alltaf inní þetta líka. En ég stjórna því ekki, ég stjórna sjálfum mér og geri allt sem ég get til þess að láta þennan draum rætast og um leið hugsanlega bý mér til mína eigin heppni," segir Kristinn en það er hægt að lesa allt viðtalið við kappann með því að smella hér.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Dramatískur endurkomusigur United Enski boltinn Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Íslenski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti Fleiri fréttir Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Sjá meira