Aron: Tilefni til umhugsunar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. desember 2014 14:05 Aron Kristjánsson ásamt Gunnari Magnússyni á æfingu landsliðsins í dag. Aron Pálmarsson er á myndinni til hægri. Vísir/Valli/Daníel Aron Kristjánsson stýrði í dag fyrstu æfingu íslenska landsliðsins í undirbúningi þess fyrir HM í Katar sem hefst um miðjan næsta mánuð. Æfingin fór fram án Arons Pálmarssonar sem varð fyrir líkamsárás í miðbæ Reykjavíkur um helgina. Sá síðarnefndi missir af æfingum liðsins bæði í dag og á morgun en landsliðsþjálfarinn segir mál þetta hafa áhrif á undirbúning liðsins fyrir HM í Katar. „Þetta eru fáar æfingar sem við fáum allir saman í aðdraganda þessa móts og því skiptir hver æfing miklu máli. Í dag ætluðum við að vinna með atriði þar sem hann er í vissu lykilhlutverki og slæmt að hann geti ekki tekið þátt í því.“ „Þetta hefur svo auðvitað verið áfall fyrir hann sjálfan en ég á von á honum til æfinga hér þann 2. janúar og vonandi að hann verði í lagi þá. Hann er með skurð yfir öðru auganu og bólginn í andlitinu.“ Aron segist hafa búið sig undir það versta miðað við fyrstu tíðindin sem hann fékk af atvikinu. „En svo heyrði ég í honum sjálfum og varð rólegri. Ég hef ekki áhyggjur af öðru en að hann kom inn í þetta verkefni með okkur af fullum krafti. Hann var farinn að hlakka mikið til að taka þátt í mótinu og ég hef fulla trú á því að við náum að vinna úr þessu.“ Aron Pálmarsson var að skemmta sér með vinum á sínum frítíma en landsliðsþjálfarinn segir að mál sem þetta séu ávallt viðkvæm. „Hann var að spila með sínu félagsliði þann 26. desember og kom svo heim degi síðar. Hann var svo í fríi til 30. desember og fór því út að borða með sínum félögum þegar þetta atvik á sér stað. Það er mjög slæmt og ætti að gefa mönnum tilefni til umhugsunar. Menn verða að fara varlega og passa sig.“ Aron telur ekki að þetta mál hafi neikvæð áhrif á leikmannahópinn. „Það er auðvitað slæmt að hann missi af þessum æfingum og að umfjöllun um liðið nú þegar undirbúningur fyrir stórmót hefst skuli vera á þessum nótum. En það eru þaulreyndir strákar í hópnum og þeir munu standa þétt við bak Arons. Þeir fordæma þessa árás því þetta getur auðvitað gerst fyrir hvern sem er.“ HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Aron gaf eina milljón til krabbameinssjúkra barna Handboltamaðurinn Aron Pálmarsson hefur verið mikið í fréttunum í morgun eftir að það fréttist af því að íslenski landsliðsmanninn hafi orðið fyrir líkamsárás í miðbæ Reykjavíkur um helgina en kappinn bíður líka upp á góðar fréttir af sér í dag. 30. desember 2014 13:08 Aron: Næsta sem ég veit að ég ligg í jörðinni Segir að árásin á sig hafi veirð með öllu tilefnislaus. 30. desember 2014 11:00 Aron varð fyrir líkamsárás um helgina Ráðist á landsliðsmanninn Aron Pálmarsson í miðbæ Reykjavíkur. 30. desember 2014 09:40 Formaður HSÍ um árásina á Aron: Lögreglan að skoða myndbandsupptökur Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, tjáði sig um líkamsárásina á landsliðsmanninn Aron Pálmarsson í samtali við Eirík Stefán Ásgeirsson á æfingu íslenska handboltalandsliðsins í dag. 30. desember 2014 12:33 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira
Aron Kristjánsson stýrði í dag fyrstu æfingu íslenska landsliðsins í undirbúningi þess fyrir HM í Katar sem hefst um miðjan næsta mánuð. Æfingin fór fram án Arons Pálmarssonar sem varð fyrir líkamsárás í miðbæ Reykjavíkur um helgina. Sá síðarnefndi missir af æfingum liðsins bæði í dag og á morgun en landsliðsþjálfarinn segir mál þetta hafa áhrif á undirbúning liðsins fyrir HM í Katar. „Þetta eru fáar æfingar sem við fáum allir saman í aðdraganda þessa móts og því skiptir hver æfing miklu máli. Í dag ætluðum við að vinna með atriði þar sem hann er í vissu lykilhlutverki og slæmt að hann geti ekki tekið þátt í því.“ „Þetta hefur svo auðvitað verið áfall fyrir hann sjálfan en ég á von á honum til æfinga hér þann 2. janúar og vonandi að hann verði í lagi þá. Hann er með skurð yfir öðru auganu og bólginn í andlitinu.“ Aron segist hafa búið sig undir það versta miðað við fyrstu tíðindin sem hann fékk af atvikinu. „En svo heyrði ég í honum sjálfum og varð rólegri. Ég hef ekki áhyggjur af öðru en að hann kom inn í þetta verkefni með okkur af fullum krafti. Hann var farinn að hlakka mikið til að taka þátt í mótinu og ég hef fulla trú á því að við náum að vinna úr þessu.“ Aron Pálmarsson var að skemmta sér með vinum á sínum frítíma en landsliðsþjálfarinn segir að mál sem þetta séu ávallt viðkvæm. „Hann var að spila með sínu félagsliði þann 26. desember og kom svo heim degi síðar. Hann var svo í fríi til 30. desember og fór því út að borða með sínum félögum þegar þetta atvik á sér stað. Það er mjög slæmt og ætti að gefa mönnum tilefni til umhugsunar. Menn verða að fara varlega og passa sig.“ Aron telur ekki að þetta mál hafi neikvæð áhrif á leikmannahópinn. „Það er auðvitað slæmt að hann missi af þessum æfingum og að umfjöllun um liðið nú þegar undirbúningur fyrir stórmót hefst skuli vera á þessum nótum. En það eru þaulreyndir strákar í hópnum og þeir munu standa þétt við bak Arons. Þeir fordæma þessa árás því þetta getur auðvitað gerst fyrir hvern sem er.“
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Aron gaf eina milljón til krabbameinssjúkra barna Handboltamaðurinn Aron Pálmarsson hefur verið mikið í fréttunum í morgun eftir að það fréttist af því að íslenski landsliðsmanninn hafi orðið fyrir líkamsárás í miðbæ Reykjavíkur um helgina en kappinn bíður líka upp á góðar fréttir af sér í dag. 30. desember 2014 13:08 Aron: Næsta sem ég veit að ég ligg í jörðinni Segir að árásin á sig hafi veirð með öllu tilefnislaus. 30. desember 2014 11:00 Aron varð fyrir líkamsárás um helgina Ráðist á landsliðsmanninn Aron Pálmarsson í miðbæ Reykjavíkur. 30. desember 2014 09:40 Formaður HSÍ um árásina á Aron: Lögreglan að skoða myndbandsupptökur Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, tjáði sig um líkamsárásina á landsliðsmanninn Aron Pálmarsson í samtali við Eirík Stefán Ásgeirsson á æfingu íslenska handboltalandsliðsins í dag. 30. desember 2014 12:33 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira
Aron gaf eina milljón til krabbameinssjúkra barna Handboltamaðurinn Aron Pálmarsson hefur verið mikið í fréttunum í morgun eftir að það fréttist af því að íslenski landsliðsmanninn hafi orðið fyrir líkamsárás í miðbæ Reykjavíkur um helgina en kappinn bíður líka upp á góðar fréttir af sér í dag. 30. desember 2014 13:08
Aron: Næsta sem ég veit að ég ligg í jörðinni Segir að árásin á sig hafi veirð með öllu tilefnislaus. 30. desember 2014 11:00
Aron varð fyrir líkamsárás um helgina Ráðist á landsliðsmanninn Aron Pálmarsson í miðbæ Reykjavíkur. 30. desember 2014 09:40
Formaður HSÍ um árásina á Aron: Lögreglan að skoða myndbandsupptökur Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, tjáði sig um líkamsárásina á landsliðsmanninn Aron Pálmarsson í samtali við Eirík Stefán Ásgeirsson á æfingu íslenska handboltalandsliðsins í dag. 30. desember 2014 12:33