Aron: Tilefni til umhugsunar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. desember 2014 14:05 Aron Kristjánsson ásamt Gunnari Magnússyni á æfingu landsliðsins í dag. Aron Pálmarsson er á myndinni til hægri. Vísir/Valli/Daníel Aron Kristjánsson stýrði í dag fyrstu æfingu íslenska landsliðsins í undirbúningi þess fyrir HM í Katar sem hefst um miðjan næsta mánuð. Æfingin fór fram án Arons Pálmarssonar sem varð fyrir líkamsárás í miðbæ Reykjavíkur um helgina. Sá síðarnefndi missir af æfingum liðsins bæði í dag og á morgun en landsliðsþjálfarinn segir mál þetta hafa áhrif á undirbúning liðsins fyrir HM í Katar. „Þetta eru fáar æfingar sem við fáum allir saman í aðdraganda þessa móts og því skiptir hver æfing miklu máli. Í dag ætluðum við að vinna með atriði þar sem hann er í vissu lykilhlutverki og slæmt að hann geti ekki tekið þátt í því.“ „Þetta hefur svo auðvitað verið áfall fyrir hann sjálfan en ég á von á honum til æfinga hér þann 2. janúar og vonandi að hann verði í lagi þá. Hann er með skurð yfir öðru auganu og bólginn í andlitinu.“ Aron segist hafa búið sig undir það versta miðað við fyrstu tíðindin sem hann fékk af atvikinu. „En svo heyrði ég í honum sjálfum og varð rólegri. Ég hef ekki áhyggjur af öðru en að hann kom inn í þetta verkefni með okkur af fullum krafti. Hann var farinn að hlakka mikið til að taka þátt í mótinu og ég hef fulla trú á því að við náum að vinna úr þessu.“ Aron Pálmarsson var að skemmta sér með vinum á sínum frítíma en landsliðsþjálfarinn segir að mál sem þetta séu ávallt viðkvæm. „Hann var að spila með sínu félagsliði þann 26. desember og kom svo heim degi síðar. Hann var svo í fríi til 30. desember og fór því út að borða með sínum félögum þegar þetta atvik á sér stað. Það er mjög slæmt og ætti að gefa mönnum tilefni til umhugsunar. Menn verða að fara varlega og passa sig.“ Aron telur ekki að þetta mál hafi neikvæð áhrif á leikmannahópinn. „Það er auðvitað slæmt að hann missi af þessum æfingum og að umfjöllun um liðið nú þegar undirbúningur fyrir stórmót hefst skuli vera á þessum nótum. En það eru þaulreyndir strákar í hópnum og þeir munu standa þétt við bak Arons. Þeir fordæma þessa árás því þetta getur auðvitað gerst fyrir hvern sem er.“ HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Aron gaf eina milljón til krabbameinssjúkra barna Handboltamaðurinn Aron Pálmarsson hefur verið mikið í fréttunum í morgun eftir að það fréttist af því að íslenski landsliðsmanninn hafi orðið fyrir líkamsárás í miðbæ Reykjavíkur um helgina en kappinn bíður líka upp á góðar fréttir af sér í dag. 30. desember 2014 13:08 Aron: Næsta sem ég veit að ég ligg í jörðinni Segir að árásin á sig hafi veirð með öllu tilefnislaus. 30. desember 2014 11:00 Aron varð fyrir líkamsárás um helgina Ráðist á landsliðsmanninn Aron Pálmarsson í miðbæ Reykjavíkur. 30. desember 2014 09:40 Formaður HSÍ um árásina á Aron: Lögreglan að skoða myndbandsupptökur Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, tjáði sig um líkamsárásina á landsliðsmanninn Aron Pálmarsson í samtali við Eirík Stefán Ásgeirsson á æfingu íslenska handboltalandsliðsins í dag. 30. desember 2014 12:33 Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Fleiri fréttir Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Sjá meira
Aron Kristjánsson stýrði í dag fyrstu æfingu íslenska landsliðsins í undirbúningi þess fyrir HM í Katar sem hefst um miðjan næsta mánuð. Æfingin fór fram án Arons Pálmarssonar sem varð fyrir líkamsárás í miðbæ Reykjavíkur um helgina. Sá síðarnefndi missir af æfingum liðsins bæði í dag og á morgun en landsliðsþjálfarinn segir mál þetta hafa áhrif á undirbúning liðsins fyrir HM í Katar. „Þetta eru fáar æfingar sem við fáum allir saman í aðdraganda þessa móts og því skiptir hver æfing miklu máli. Í dag ætluðum við að vinna með atriði þar sem hann er í vissu lykilhlutverki og slæmt að hann geti ekki tekið þátt í því.“ „Þetta hefur svo auðvitað verið áfall fyrir hann sjálfan en ég á von á honum til æfinga hér þann 2. janúar og vonandi að hann verði í lagi þá. Hann er með skurð yfir öðru auganu og bólginn í andlitinu.“ Aron segist hafa búið sig undir það versta miðað við fyrstu tíðindin sem hann fékk af atvikinu. „En svo heyrði ég í honum sjálfum og varð rólegri. Ég hef ekki áhyggjur af öðru en að hann kom inn í þetta verkefni með okkur af fullum krafti. Hann var farinn að hlakka mikið til að taka þátt í mótinu og ég hef fulla trú á því að við náum að vinna úr þessu.“ Aron Pálmarsson var að skemmta sér með vinum á sínum frítíma en landsliðsþjálfarinn segir að mál sem þetta séu ávallt viðkvæm. „Hann var að spila með sínu félagsliði þann 26. desember og kom svo heim degi síðar. Hann var svo í fríi til 30. desember og fór því út að borða með sínum félögum þegar þetta atvik á sér stað. Það er mjög slæmt og ætti að gefa mönnum tilefni til umhugsunar. Menn verða að fara varlega og passa sig.“ Aron telur ekki að þetta mál hafi neikvæð áhrif á leikmannahópinn. „Það er auðvitað slæmt að hann missi af þessum æfingum og að umfjöllun um liðið nú þegar undirbúningur fyrir stórmót hefst skuli vera á þessum nótum. En það eru þaulreyndir strákar í hópnum og þeir munu standa þétt við bak Arons. Þeir fordæma þessa árás því þetta getur auðvitað gerst fyrir hvern sem er.“
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Aron gaf eina milljón til krabbameinssjúkra barna Handboltamaðurinn Aron Pálmarsson hefur verið mikið í fréttunum í morgun eftir að það fréttist af því að íslenski landsliðsmanninn hafi orðið fyrir líkamsárás í miðbæ Reykjavíkur um helgina en kappinn bíður líka upp á góðar fréttir af sér í dag. 30. desember 2014 13:08 Aron: Næsta sem ég veit að ég ligg í jörðinni Segir að árásin á sig hafi veirð með öllu tilefnislaus. 30. desember 2014 11:00 Aron varð fyrir líkamsárás um helgina Ráðist á landsliðsmanninn Aron Pálmarsson í miðbæ Reykjavíkur. 30. desember 2014 09:40 Formaður HSÍ um árásina á Aron: Lögreglan að skoða myndbandsupptökur Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, tjáði sig um líkamsárásina á landsliðsmanninn Aron Pálmarsson í samtali við Eirík Stefán Ásgeirsson á æfingu íslenska handboltalandsliðsins í dag. 30. desember 2014 12:33 Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Fleiri fréttir Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Sjá meira
Aron gaf eina milljón til krabbameinssjúkra barna Handboltamaðurinn Aron Pálmarsson hefur verið mikið í fréttunum í morgun eftir að það fréttist af því að íslenski landsliðsmanninn hafi orðið fyrir líkamsárás í miðbæ Reykjavíkur um helgina en kappinn bíður líka upp á góðar fréttir af sér í dag. 30. desember 2014 13:08
Aron: Næsta sem ég veit að ég ligg í jörðinni Segir að árásin á sig hafi veirð með öllu tilefnislaus. 30. desember 2014 11:00
Aron varð fyrir líkamsárás um helgina Ráðist á landsliðsmanninn Aron Pálmarsson í miðbæ Reykjavíkur. 30. desember 2014 09:40
Formaður HSÍ um árásina á Aron: Lögreglan að skoða myndbandsupptökur Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, tjáði sig um líkamsárásina á landsliðsmanninn Aron Pálmarsson í samtali við Eirík Stefán Ásgeirsson á æfingu íslenska handboltalandsliðsins í dag. 30. desember 2014 12:33