Dramatískt leikhúsár 2014 – einkum utan sviðs Jakob Bjarnar skrifar 28. desember 2014 15:06 Einkennandi fyrir árið 2014 var að öll atvinnuleikhúsin skiptu um leikhússtjóra. Árið 2014 hlýtur að fara í sögubækurnar, þá í kaflanum um íslenskt leikhúslíf, en leikhússtjórar allra þriggja atvinnuleikhúsa landsins luku keppni. Tinna Gunnlaugsdóttir hefur lokið sínum ráðningartíma en um áramót tekur Ari Matthíasson við, framkvæmdastjóri hússins og því þar öllum hnútum kunnugur. Nokkur spenna var um arftaka Tinnu en menntamálaráðherra tók sér góðan tíma í að skipa í stöðuna. Þá vakti það einnig athygli að stjórn BHM krafðist skýringa á því hvernig það gæti farið saman að Tinna væri ráðin til að fara með hlutverk í jólasýningu hússins Sjálfstæðu fólki; skrifaði hún undir ráðningasamning við sig sjálfa? Svar menntamálaráðherra var á þá leið að þetta gæti ekki talist óeðlilegt. Ekki blés síður um yfirstjórnina í Borgarleikhúsinu. Magnús Geir Þórðarson leikhússtjóri, sem jafnframt átti sæti í stjórn RÚV ohf, sótti um stöðu útvarpsstjóra, en Páll Magnússon hvarf úr þeim stóli, og var Magnús Geir ráðinn. Þetta þýddi að laus til umsóknar var Borgarleikhússtjórastaðan og sú sem þótti hæfust meðal umsækjenda þar var Kristín Eysteinsdóttir. Og fyrir norðan hefur verið róið lífróður til að bjarga því sem bjargað verður með hið fornfræga Leikfélag Akureyrar en þar hefur rekstur gengið illa. Unnið hefur verið að sameiningu við aðrar menningarstofnanir norðan heiða undir þaki menningarhússins Hof. Þeirri siglingu hefur Ragnheiður Skúladóttir stýrt. Hennar ráðningasamningur rennur út nú um áramótin, en Ragnheiður var helsti keppinautur Ara um stöðu Þjóðleikhússtjóra. Sá sem tekur við LA er leikstjórinn Jón Páll Eyjólfsson. Þá er óhjákvæmileg spurning þessi: Hvernig er viðskilnaðurinn? Hvernig líður leiklistinni í öllum þessum umhleypingum? Leikhúsárið miðar reyndar við veturinn og telst 2014 til 2015. Hér verður einkum litið til þeirra sýninga sem voru á sviðinu í vetur en einnig horft til síðasta vors. Fréttablaðið ræddi við ýmsa sem fylgst hafa grannt með og er stuðst við það, þó ekki sé vitnað beint til þeirra. Ekki ber að líta á þetta yfirlit sem tæmandi lista yfir allt það sem rataði á íslenskt leiksvið á árinu.Enn og aftur sýndi Hilmir Snær styrk sinn og heldur velli sem einn okkar allra bestu leikara. Hér er hann í Eldraun Millers sem má heita sýning ársins 2014.Þjóðleikhúsið kemur sterkt til baka Það er ekki hugmyndin að leggja mat á arfleifð Tinnu í þessu yfirliti en leikhústíðin 2014 í Þjóðleikhúsinu hlýtur að teljast með miklum ágætum. Tinna getur borið höfuð hátt, ekki síst vegna þess að í upphafi árs blés ekki byrlega. Tinna horfði fram á tvær sýningar sem hreinlega floppuðu. Það hlýtur að teljast áfall. Þingkonurnar sem Benedikt Erlings setti upp og Maður að mínu skapi í leikstjórn Stefáns Jónssonar. Þessar sýningar féllu ekki í kramið. Sýning ársins er Eldraun Millers, sem lítur til Aristótelesar og sýndi sig að klassíkin er klassík af því að hún er klassík. Þjóðleikhúsið sýndi styrk sinn. Svisslendingurinn Stefán Metz var fenginn til landsins, hann hafði áður leikstýrt Krítarhringnum eftir Brecht 1999 og nú var það enn ein klassíkin. Metz reyndist happafengur, frábær leikstjóri en kannski má segja að hörgull sé á slíkum á Íslandi? Verkið var eins og skrifað inn í íslenskan samtíma: Undirlægjuháttur, sérhyggja og nornaveiðar voru til umfjöllunar og um var að ræða gríðarlega sterka sýningu. Hilmir Snær Guðnason sýndi enn og aftur að hann er með allra bestu leikurum og Elma Stefanía Ágústsdóttir var kynnt sem framtíðarstjarna hússins. Það sem helst einkenndi þessa sýningu var sérlega jafn og góður leikur. Og áhorfendatölur í Þjóðleikhúsinu hafa verið með miklum ágætum. Konan við þúsund gráður er önnur sýning sem hlaut verulega góða dóma, Guðrún Gísladóttir blómstraði í sýningunni sem og áður nefnd Elma Stefanía auk Snorra Engilbertssonar en þau tvö fóru á vegum Þjóðleikhússins til Washington og sýndu Harmsögu Mikaels Torfasonar við góðan orðstír: Sýningin hlaut afbragðs dóma í Washington Póst. Hlýtur að teljast sigur fyrir Þjóðleikhúsið. Önnur sýning sem nefna má og var gríðarlega vel heppnuð er svo Litli prinsinn, ákaflega falleg og sterk barnasýning en þar fór einmitt Snorri á kostum. Þá má nefna samstarf við leikhópinn Aldrei óstelandi sem setti upp Ofsa sem byggð er á bók Einars Kárasonar. Sýning sem fengið hefur góða dóma og horfa men vongóðir til aukins samstarfs. Að auki má nefna aðra leikgerð, Karítas sem byggð er á bók Kristínar Marju og hefur sú sýning fengið góða dóma. Auður Ava, sem er einn besti rithöfundur landsins, reyndi sig við leikritaformið með Svanir skilja ekki – og á hún án efa eftir að ná betri tökum á dramatíkinni. Þjóðleikhúsið fór svo laglega út af sporinu þegar það veðjaði á Magnús Scheving og Latabæ. Hvorki gagnrýnendur né áhorfendur litu svo á að þetta ætti erindi á svið Þjóðleikhússins. Og ef ekki væri fyrir Litla prinsinn þá var leikhús þjóðarinnar tekin í bólinu af helsta samkeppnisaðilanum; Borgarleikhúsinu, þá í keppni um yngstu áhorfendurna.Með velheppnaðri Línu-sýningu sigraði Borgarleikhúsið keppnina um hylli framtíðarleikhúsgesta. Ágústa Eva fer á kostum sem Lína langsokkur.Borgarleikhúsið stígur báruna Þó Kristín Eysteinsdóttir geti ekki talist þurfa að standa reikningsskil á árinu sem er að líða, Magnús Geir hlýtur að hafa lagt línur þá tilheyrði hún stjórnendateymi Borgarleikhússins og hefur væntanlega haft eitt og annað um þau verkefni að segja sem sáust á sviðinu. En, það skiptir kannski ekki öllu máli. Sýningarnar þar voru upp og ofan, og bera kannski þessum umhleypingum vitni. Eins og áður sagði tók Borgarleikhúsið Þjóðleikhúsið í bólinu með Línu en Ágústa Eva Erlendsdóttir var sem fædd í hlutverkið. Leikhúsreynsla yngstu áhorfenda skiptir öllu máli fyrir framtíðina og þeir mæta og fylla Línu-sýningarnar.Undarlegt háttalag hunds um nótt er leikgerð sem byggir á vinsælli sögu, sýningin gekk ágætlega og slagaði hátt í 40 sýningar. Hilmar Jónsson leikstýrði, gerði það fagmannlega og leikhópurinn stóð sig vel en víst er að þar mátti skera, sagan dróst á langinn. Sú sýning sætti kannski ekki tíðindum en þó ber að nefna Þorvaldur Davíð Kristjánsson stóð sig afbragðsvel, og verður að heita einn allra flottasti leikari sinnar kynslóðar. Borgarleikhúsið er svo trútt sinni hefð og sýnir nú við miklar vinsældir og góða dóma Beint í æð, farsa þar sem Hilmir Snær er potturinn og pannan og gengur sú sýning rífandi vel. Leikárið í Borgarleikhúsinu hófst reyndar með nokkrum ólíkindum. Hamlet, takk fyrir. Sem telst misþroska sýning. Umdeild. Ólafur Darri var frábær Hamlet, um það eru flestir sammála en fékk lítinn stuðning frá leikurum. Þetta hlýtur að skrifast á leikstjórann Jón Pál, sem nú er tekinn við hjá LA. En, í kjölfarið kom svo sýning sem var allrar athygli verð, sýning Bergs Þórs Ingólfssonar: Hamlet litli. Á Litla sviðinu. Bergur Þór sýndi hversu fínn leikhúsmaður hann er, en hann fór einmitt afbragðs vel með sitt í Undarlegu háttarlagi. Aðrar sýningar sem má nefna eru Kenneth Máni Björns Thors á Litla sviðinu sem kom ánægjulega á óvart, sem svo ekki er hægt að segja um Óskasteina Ragnars Bragasonar. Honum tókst því miður ekki að fylgja eftir athyglisverðri sýningu sinni, Gullregni, og féll sú sýning ekki í góðan jarðveg; ef til vill vegna þess að sagan var kjánaleg. En íslensk verk eru alltaf vel þegin og rúsínan í pylsuendanum, og fjöður í hatt hússins, er Bláskjár eftir Tyrfing Tyrfingsson. Allir þeir sem Fréttablaðið ræddi við eru sammála um að þar sé á ferð alveg einstaklega spennandi höfundur og má binda miklar vonir við hann. Ráð var fyrir gert að þetta yrðu fjórar sýningar en þær eru nú orðnar fjörutíu. Sýningunni var vel tekið af gagnrýnendum sem og áhorfendum – en það þarf ekki alltaf að fara saman.Elma Stefanía verður að teljast stjarna ársins, hún kom með látum beint úr skóla og hefur látið að sér kveða í fjölmörgum eftirtektarverðum leiksýningum.LA og annað fólk Leikfélag Akureyrar hefur átt erfitt uppdráttar um langa skeið, fátt hefur gengi en þegar allar leiðir virtust lokaðar birtist sá ágæti leikstjóri Egill Heiðar Anton Pálsson. Og verkefnavalið hitti beint í mark fyrir norðan: Gullna hliðið eftir Davíð Stefánsson, sem ekki síst er elskaður fyrir norðan og leikhúsgestir leika nú við hvurn sinn fingur. Ekki hefur mikið kveðið að frjálsum leikhópum á árinu sem er að líða. Rúnar Guðbrandsson og Lab Loki setti í fyrra upp einkar athyglisverða sýningu sem vakti verðskuldaða athygli: Stóru börnin eftir Lilju Sigurðardóttir kom inná merkilegt fyrirbæri í mannlífsflórunni; fullorðið fólk sem er haldið því blæti að vilja vera ungabörn á bleyju. Árni Pétur Guðjónsson fór á kostum en sýnt var í Tjarnarbíó. Það hús hefur verið að reyna að koma undir sig fótunum en ekki hefur tekist að fylgja þessari frumlegu sýningu eftir; tvær sýningar fylgdu sem liðu fyrir stækan innbyggðan boðskap og rétttrúnað.Stjörnur ársins Að þessu sögðu eru stjörnur ársins 2014 augljóslega Elma Stefanía sem hefur komið með hvelli inní íslenskt leikhúslíf. Snorri Engilbertsson er sömu leiðis vonarstjarna og svo horfa menn til Þorvaldar Davíðs, sem gaman var að sjá á íslensku leiksviði; en hann virðist hins vegar hafa meiri áhuga á kvikmyndinni. Guðrún Gísladóttir sýndi auðinn sem býr í eldri kynslóðinni og Ólafur Darri og Hilmir Snær halda sínu sem viðurkenndir og í raun frábærir leikarar. Leikstjóri ársins verður að teljast Stefán Metz, leiksýningin er Eldraunin og leiksskáld ársins, bjartasta vonin, er Tyrfingur Tyrfingsson -- en hann er einmitt á mála hjá Borgarleikhúsinu sérstaklega sem leikritahöfundur. Spennandi vetur er framundan og bíða menn með eftirvæntingu eftir sýningum sem eru á leið á fjalirnar. Dúkkuheimili eftir Ibsen í Borgarleikhúsinu þykir lofa góðu, meðal þeirra sem til þekkja – en Harpa Arnardóttir, sem hefur verið að gera sig gildandi sem leikstjóri stýrir. Þorleifur Örn, spútnikkinn í íslensku leikhúsi undanfarinna ára, er að frumsýna Sjálfstætt fólk – honum verður án efa að ósk sinni; sú sýning mun án efa reynast umdeild. Stefán Metz er enn á ferðinni og verður spennandi að sjá hann takast á við íslenska klassík: Fjalla-Eyvind. Og svo eru tveir risar íslenskrar leikritunar, Birgir Sigurðsson og Sigurður Pálsson með verk sem verið er að æfa og verða á fjölunum fljótlega. Það er ekki dónalegt.Uppfært 30.12.2014 kl. 07:30.Gildar ábendingar hafa borist þess efnis að einkennilegt sé að tala um að sjálfstæðir leikhópar hafi ekki látið að sér kveða á árinu sé litið til þess að Bláskjár var vissulega sett upp af sjálfstæðum leikhópi, Óskabörnum ógæfunnar í samstarfi við Borgarleikhúsið. Og reyndar á þetta einnig við um leikhópinn Aldrei óstelandi og Ofsa, nema þar er þetta tekið sérstaklega fram. Víst er að betur hefði mátt taka utan um að hér var meiningin að vísa til leikhópa sem starfa alfarið utan vébanda stofnanaleikhúsanna. Þá er ástæða til að undirstrika að þessu yfirliti er ekki ætlað að vera tæmandi upptalning á öllu því sem rataði á fjalirnar á árinu í formi leiklistar -- það myndi kalla á talsvert miklu lengri umfjöllun. Fréttir ársins 2014 Menning Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Árið 2014 hlýtur að fara í sögubækurnar, þá í kaflanum um íslenskt leikhúslíf, en leikhússtjórar allra þriggja atvinnuleikhúsa landsins luku keppni. Tinna Gunnlaugsdóttir hefur lokið sínum ráðningartíma en um áramót tekur Ari Matthíasson við, framkvæmdastjóri hússins og því þar öllum hnútum kunnugur. Nokkur spenna var um arftaka Tinnu en menntamálaráðherra tók sér góðan tíma í að skipa í stöðuna. Þá vakti það einnig athygli að stjórn BHM krafðist skýringa á því hvernig það gæti farið saman að Tinna væri ráðin til að fara með hlutverk í jólasýningu hússins Sjálfstæðu fólki; skrifaði hún undir ráðningasamning við sig sjálfa? Svar menntamálaráðherra var á þá leið að þetta gæti ekki talist óeðlilegt. Ekki blés síður um yfirstjórnina í Borgarleikhúsinu. Magnús Geir Þórðarson leikhússtjóri, sem jafnframt átti sæti í stjórn RÚV ohf, sótti um stöðu útvarpsstjóra, en Páll Magnússon hvarf úr þeim stóli, og var Magnús Geir ráðinn. Þetta þýddi að laus til umsóknar var Borgarleikhússtjórastaðan og sú sem þótti hæfust meðal umsækjenda þar var Kristín Eysteinsdóttir. Og fyrir norðan hefur verið róið lífróður til að bjarga því sem bjargað verður með hið fornfræga Leikfélag Akureyrar en þar hefur rekstur gengið illa. Unnið hefur verið að sameiningu við aðrar menningarstofnanir norðan heiða undir þaki menningarhússins Hof. Þeirri siglingu hefur Ragnheiður Skúladóttir stýrt. Hennar ráðningasamningur rennur út nú um áramótin, en Ragnheiður var helsti keppinautur Ara um stöðu Þjóðleikhússtjóra. Sá sem tekur við LA er leikstjórinn Jón Páll Eyjólfsson. Þá er óhjákvæmileg spurning þessi: Hvernig er viðskilnaðurinn? Hvernig líður leiklistinni í öllum þessum umhleypingum? Leikhúsárið miðar reyndar við veturinn og telst 2014 til 2015. Hér verður einkum litið til þeirra sýninga sem voru á sviðinu í vetur en einnig horft til síðasta vors. Fréttablaðið ræddi við ýmsa sem fylgst hafa grannt með og er stuðst við það, þó ekki sé vitnað beint til þeirra. Ekki ber að líta á þetta yfirlit sem tæmandi lista yfir allt það sem rataði á íslenskt leiksvið á árinu.Enn og aftur sýndi Hilmir Snær styrk sinn og heldur velli sem einn okkar allra bestu leikara. Hér er hann í Eldraun Millers sem má heita sýning ársins 2014.Þjóðleikhúsið kemur sterkt til baka Það er ekki hugmyndin að leggja mat á arfleifð Tinnu í þessu yfirliti en leikhústíðin 2014 í Þjóðleikhúsinu hlýtur að teljast með miklum ágætum. Tinna getur borið höfuð hátt, ekki síst vegna þess að í upphafi árs blés ekki byrlega. Tinna horfði fram á tvær sýningar sem hreinlega floppuðu. Það hlýtur að teljast áfall. Þingkonurnar sem Benedikt Erlings setti upp og Maður að mínu skapi í leikstjórn Stefáns Jónssonar. Þessar sýningar féllu ekki í kramið. Sýning ársins er Eldraun Millers, sem lítur til Aristótelesar og sýndi sig að klassíkin er klassík af því að hún er klassík. Þjóðleikhúsið sýndi styrk sinn. Svisslendingurinn Stefán Metz var fenginn til landsins, hann hafði áður leikstýrt Krítarhringnum eftir Brecht 1999 og nú var það enn ein klassíkin. Metz reyndist happafengur, frábær leikstjóri en kannski má segja að hörgull sé á slíkum á Íslandi? Verkið var eins og skrifað inn í íslenskan samtíma: Undirlægjuháttur, sérhyggja og nornaveiðar voru til umfjöllunar og um var að ræða gríðarlega sterka sýningu. Hilmir Snær Guðnason sýndi enn og aftur að hann er með allra bestu leikurum og Elma Stefanía Ágústsdóttir var kynnt sem framtíðarstjarna hússins. Það sem helst einkenndi þessa sýningu var sérlega jafn og góður leikur. Og áhorfendatölur í Þjóðleikhúsinu hafa verið með miklum ágætum. Konan við þúsund gráður er önnur sýning sem hlaut verulega góða dóma, Guðrún Gísladóttir blómstraði í sýningunni sem og áður nefnd Elma Stefanía auk Snorra Engilbertssonar en þau tvö fóru á vegum Þjóðleikhússins til Washington og sýndu Harmsögu Mikaels Torfasonar við góðan orðstír: Sýningin hlaut afbragðs dóma í Washington Póst. Hlýtur að teljast sigur fyrir Þjóðleikhúsið. Önnur sýning sem nefna má og var gríðarlega vel heppnuð er svo Litli prinsinn, ákaflega falleg og sterk barnasýning en þar fór einmitt Snorri á kostum. Þá má nefna samstarf við leikhópinn Aldrei óstelandi sem setti upp Ofsa sem byggð er á bók Einars Kárasonar. Sýning sem fengið hefur góða dóma og horfa men vongóðir til aukins samstarfs. Að auki má nefna aðra leikgerð, Karítas sem byggð er á bók Kristínar Marju og hefur sú sýning fengið góða dóma. Auður Ava, sem er einn besti rithöfundur landsins, reyndi sig við leikritaformið með Svanir skilja ekki – og á hún án efa eftir að ná betri tökum á dramatíkinni. Þjóðleikhúsið fór svo laglega út af sporinu þegar það veðjaði á Magnús Scheving og Latabæ. Hvorki gagnrýnendur né áhorfendur litu svo á að þetta ætti erindi á svið Þjóðleikhússins. Og ef ekki væri fyrir Litla prinsinn þá var leikhús þjóðarinnar tekin í bólinu af helsta samkeppnisaðilanum; Borgarleikhúsinu, þá í keppni um yngstu áhorfendurna.Með velheppnaðri Línu-sýningu sigraði Borgarleikhúsið keppnina um hylli framtíðarleikhúsgesta. Ágústa Eva fer á kostum sem Lína langsokkur.Borgarleikhúsið stígur báruna Þó Kristín Eysteinsdóttir geti ekki talist þurfa að standa reikningsskil á árinu sem er að líða, Magnús Geir hlýtur að hafa lagt línur þá tilheyrði hún stjórnendateymi Borgarleikhússins og hefur væntanlega haft eitt og annað um þau verkefni að segja sem sáust á sviðinu. En, það skiptir kannski ekki öllu máli. Sýningarnar þar voru upp og ofan, og bera kannski þessum umhleypingum vitni. Eins og áður sagði tók Borgarleikhúsið Þjóðleikhúsið í bólinu með Línu en Ágústa Eva Erlendsdóttir var sem fædd í hlutverkið. Leikhúsreynsla yngstu áhorfenda skiptir öllu máli fyrir framtíðina og þeir mæta og fylla Línu-sýningarnar.Undarlegt háttalag hunds um nótt er leikgerð sem byggir á vinsælli sögu, sýningin gekk ágætlega og slagaði hátt í 40 sýningar. Hilmar Jónsson leikstýrði, gerði það fagmannlega og leikhópurinn stóð sig vel en víst er að þar mátti skera, sagan dróst á langinn. Sú sýning sætti kannski ekki tíðindum en þó ber að nefna Þorvaldur Davíð Kristjánsson stóð sig afbragðsvel, og verður að heita einn allra flottasti leikari sinnar kynslóðar. Borgarleikhúsið er svo trútt sinni hefð og sýnir nú við miklar vinsældir og góða dóma Beint í æð, farsa þar sem Hilmir Snær er potturinn og pannan og gengur sú sýning rífandi vel. Leikárið í Borgarleikhúsinu hófst reyndar með nokkrum ólíkindum. Hamlet, takk fyrir. Sem telst misþroska sýning. Umdeild. Ólafur Darri var frábær Hamlet, um það eru flestir sammála en fékk lítinn stuðning frá leikurum. Þetta hlýtur að skrifast á leikstjórann Jón Pál, sem nú er tekinn við hjá LA. En, í kjölfarið kom svo sýning sem var allrar athygli verð, sýning Bergs Þórs Ingólfssonar: Hamlet litli. Á Litla sviðinu. Bergur Þór sýndi hversu fínn leikhúsmaður hann er, en hann fór einmitt afbragðs vel með sitt í Undarlegu háttarlagi. Aðrar sýningar sem má nefna eru Kenneth Máni Björns Thors á Litla sviðinu sem kom ánægjulega á óvart, sem svo ekki er hægt að segja um Óskasteina Ragnars Bragasonar. Honum tókst því miður ekki að fylgja eftir athyglisverðri sýningu sinni, Gullregni, og féll sú sýning ekki í góðan jarðveg; ef til vill vegna þess að sagan var kjánaleg. En íslensk verk eru alltaf vel þegin og rúsínan í pylsuendanum, og fjöður í hatt hússins, er Bláskjár eftir Tyrfing Tyrfingsson. Allir þeir sem Fréttablaðið ræddi við eru sammála um að þar sé á ferð alveg einstaklega spennandi höfundur og má binda miklar vonir við hann. Ráð var fyrir gert að þetta yrðu fjórar sýningar en þær eru nú orðnar fjörutíu. Sýningunni var vel tekið af gagnrýnendum sem og áhorfendum – en það þarf ekki alltaf að fara saman.Elma Stefanía verður að teljast stjarna ársins, hún kom með látum beint úr skóla og hefur látið að sér kveða í fjölmörgum eftirtektarverðum leiksýningum.LA og annað fólk Leikfélag Akureyrar hefur átt erfitt uppdráttar um langa skeið, fátt hefur gengi en þegar allar leiðir virtust lokaðar birtist sá ágæti leikstjóri Egill Heiðar Anton Pálsson. Og verkefnavalið hitti beint í mark fyrir norðan: Gullna hliðið eftir Davíð Stefánsson, sem ekki síst er elskaður fyrir norðan og leikhúsgestir leika nú við hvurn sinn fingur. Ekki hefur mikið kveðið að frjálsum leikhópum á árinu sem er að líða. Rúnar Guðbrandsson og Lab Loki setti í fyrra upp einkar athyglisverða sýningu sem vakti verðskuldaða athygli: Stóru börnin eftir Lilju Sigurðardóttir kom inná merkilegt fyrirbæri í mannlífsflórunni; fullorðið fólk sem er haldið því blæti að vilja vera ungabörn á bleyju. Árni Pétur Guðjónsson fór á kostum en sýnt var í Tjarnarbíó. Það hús hefur verið að reyna að koma undir sig fótunum en ekki hefur tekist að fylgja þessari frumlegu sýningu eftir; tvær sýningar fylgdu sem liðu fyrir stækan innbyggðan boðskap og rétttrúnað.Stjörnur ársins Að þessu sögðu eru stjörnur ársins 2014 augljóslega Elma Stefanía sem hefur komið með hvelli inní íslenskt leikhúslíf. Snorri Engilbertsson er sömu leiðis vonarstjarna og svo horfa menn til Þorvaldar Davíðs, sem gaman var að sjá á íslensku leiksviði; en hann virðist hins vegar hafa meiri áhuga á kvikmyndinni. Guðrún Gísladóttir sýndi auðinn sem býr í eldri kynslóðinni og Ólafur Darri og Hilmir Snær halda sínu sem viðurkenndir og í raun frábærir leikarar. Leikstjóri ársins verður að teljast Stefán Metz, leiksýningin er Eldraunin og leiksskáld ársins, bjartasta vonin, er Tyrfingur Tyrfingsson -- en hann er einmitt á mála hjá Borgarleikhúsinu sérstaklega sem leikritahöfundur. Spennandi vetur er framundan og bíða menn með eftirvæntingu eftir sýningum sem eru á leið á fjalirnar. Dúkkuheimili eftir Ibsen í Borgarleikhúsinu þykir lofa góðu, meðal þeirra sem til þekkja – en Harpa Arnardóttir, sem hefur verið að gera sig gildandi sem leikstjóri stýrir. Þorleifur Örn, spútnikkinn í íslensku leikhúsi undanfarinna ára, er að frumsýna Sjálfstætt fólk – honum verður án efa að ósk sinni; sú sýning mun án efa reynast umdeild. Stefán Metz er enn á ferðinni og verður spennandi að sjá hann takast á við íslenska klassík: Fjalla-Eyvind. Og svo eru tveir risar íslenskrar leikritunar, Birgir Sigurðsson og Sigurður Pálsson með verk sem verið er að æfa og verða á fjölunum fljótlega. Það er ekki dónalegt.Uppfært 30.12.2014 kl. 07:30.Gildar ábendingar hafa borist þess efnis að einkennilegt sé að tala um að sjálfstæðir leikhópar hafi ekki látið að sér kveða á árinu sé litið til þess að Bláskjár var vissulega sett upp af sjálfstæðum leikhópi, Óskabörnum ógæfunnar í samstarfi við Borgarleikhúsið. Og reyndar á þetta einnig við um leikhópinn Aldrei óstelandi og Ofsa, nema þar er þetta tekið sérstaklega fram. Víst er að betur hefði mátt taka utan um að hér var meiningin að vísa til leikhópa sem starfa alfarið utan vébanda stofnanaleikhúsanna. Þá er ástæða til að undirstrika að þessu yfirliti er ekki ætlað að vera tæmandi upptalning á öllu því sem rataði á fjalirnar á árinu í formi leiklistar -- það myndi kalla á talsvert miklu lengri umfjöllun.
Fréttir ársins 2014 Menning Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira