Ari nýr þjóðleikhússtjóri Jakob Bjarnar skrifar 14. nóvember 2014 11:29 Ari Matthíasson er nýr þjóðleikhússtjóri Ari Matthíasson er nýr þjóðleikhússtjóri, og mun hann taka við stöðunni um áramótin, þegar Tinna Gunnlaugsdóttir lætur af embætti eftir tíu ára setu í stóli þjóðleikhússtjóra. Þeir sem fylgjast með menningarmálum voru margir hverjir orðnir býsna langeygir eftir því að til tíðinda myndi draga í þeim efnum. Staðan var auglýst til umsóknar 1. júní síðastliðinn. Umsóknarfrestur um embætti þjóðleikhússtjóra rann út 1. september 2014 en mennta- og menningarmálaráðuneytinu bárust umsóknir frá þremur konum og sjö körlum. Nú liggur niðurstaðan sem sagt fyrir. Ari Matthíasson hefur undanfarið starfað sem framkvæmdastjóri Þjóðleikhússins og þekkir því vel til rekstursins. Ari er lærður leikari og er með bæði MSc í hagfræði og MBA, auk þess sem hann á að baki nám í bókmenntafræði. Ari er Vesturbæingur í húð og hár og eldheitur KR-ingur, og hefur meðal annars setið í stjórn þess félags. Samkvæmt heimildum fréttastofu stóð val menntamálaráðherra einkum milli þeirra Ara og Ragnheiðar Skúladóttur sem nú er leikhússtjóri norðan heiða og berst við að finna rekstrargrunn fyrir Leikfélag Akureyrar. Tengdar fréttir Úrbætur á aðgangi fatlaðra í forgang Tinna Gunnlaugsdóttir, þjóðleikhússtjóri, segir það sérstaklega sárt þegar fatlaðir leikhúsgestir þurfi að verða fyrir töfum og jafnvel missa af leiksýningu vegna tæknibilana. 29. október 2014 11:24 Vandræðagangur við skipan þjóðleikhússtjóra Margir innan leikhúsheimsins furða sig á því hvernig á því stendur að ekki er búið að skipa í stöðu þjóðleikhússtjóra en umsóknarfrestur rann út 1. september. 12. nóvember 2014 10:28 Tinna aftur á leiksviðið Fyrsti samlestur á Sjálfstæðu fólki var í morgun. Þorleifur Örn Arnarson leikstjóri mun leikstýra jólasýningu Þjóðleikhússins. 14. október 2014 13:13 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Ari Matthíasson er nýr þjóðleikhússtjóri, og mun hann taka við stöðunni um áramótin, þegar Tinna Gunnlaugsdóttir lætur af embætti eftir tíu ára setu í stóli þjóðleikhússtjóra. Þeir sem fylgjast með menningarmálum voru margir hverjir orðnir býsna langeygir eftir því að til tíðinda myndi draga í þeim efnum. Staðan var auglýst til umsóknar 1. júní síðastliðinn. Umsóknarfrestur um embætti þjóðleikhússtjóra rann út 1. september 2014 en mennta- og menningarmálaráðuneytinu bárust umsóknir frá þremur konum og sjö körlum. Nú liggur niðurstaðan sem sagt fyrir. Ari Matthíasson hefur undanfarið starfað sem framkvæmdastjóri Þjóðleikhússins og þekkir því vel til rekstursins. Ari er lærður leikari og er með bæði MSc í hagfræði og MBA, auk þess sem hann á að baki nám í bókmenntafræði. Ari er Vesturbæingur í húð og hár og eldheitur KR-ingur, og hefur meðal annars setið í stjórn þess félags. Samkvæmt heimildum fréttastofu stóð val menntamálaráðherra einkum milli þeirra Ara og Ragnheiðar Skúladóttur sem nú er leikhússtjóri norðan heiða og berst við að finna rekstrargrunn fyrir Leikfélag Akureyrar.
Tengdar fréttir Úrbætur á aðgangi fatlaðra í forgang Tinna Gunnlaugsdóttir, þjóðleikhússtjóri, segir það sérstaklega sárt þegar fatlaðir leikhúsgestir þurfi að verða fyrir töfum og jafnvel missa af leiksýningu vegna tæknibilana. 29. október 2014 11:24 Vandræðagangur við skipan þjóðleikhússtjóra Margir innan leikhúsheimsins furða sig á því hvernig á því stendur að ekki er búið að skipa í stöðu þjóðleikhússtjóra en umsóknarfrestur rann út 1. september. 12. nóvember 2014 10:28 Tinna aftur á leiksviðið Fyrsti samlestur á Sjálfstæðu fólki var í morgun. Þorleifur Örn Arnarson leikstjóri mun leikstýra jólasýningu Þjóðleikhússins. 14. október 2014 13:13 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Úrbætur á aðgangi fatlaðra í forgang Tinna Gunnlaugsdóttir, þjóðleikhússtjóri, segir það sérstaklega sárt þegar fatlaðir leikhúsgestir þurfi að verða fyrir töfum og jafnvel missa af leiksýningu vegna tæknibilana. 29. október 2014 11:24
Vandræðagangur við skipan þjóðleikhússtjóra Margir innan leikhúsheimsins furða sig á því hvernig á því stendur að ekki er búið að skipa í stöðu þjóðleikhússtjóra en umsóknarfrestur rann út 1. september. 12. nóvember 2014 10:28
Tinna aftur á leiksviðið Fyrsti samlestur á Sjálfstæðu fólki var í morgun. Þorleifur Örn Arnarson leikstjóri mun leikstýra jólasýningu Þjóðleikhússins. 14. október 2014 13:13