Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við miklum vindstrengjum við Höfðatorg og í Borgartúni við háhýsin í dag.
Vindstrengirnir eru það miklir að þeir geta verið hættulegir gangandi vegfarendum og þeim sem eru á reiðhjólum.
Fólk er varað við að vera á ferðinni á svæðinu í dag.
Varað við miklum vindstrengjum við Höfðatorg
Stefán Árni Pálsson skrifar
