Lagði sig í hættu við að lesa á veðurmæla Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 10. desember 2014 12:27 Myndin vinstra megin er tekin í gær þegar þakplötur fuku af hlöðunni í Minnihlið. vísir/hafþór „Ég hef aldrei vitað annað eins. Ég hef aldrei áður þurft að leggja sjálfa mig í hættu við að lesa á mælana en á meðan ég skreið að mælunum fuku tvær þakplötur inn í garðinn til mín. Þetta var alveg rosalegt,“ segir afmælisbarnið Margrét Jómundsdóttir veðurathugunarkona fyrir Veðurstofu Íslands í Bolungarvík. Fárviðri var á Vestfjörðum í gær og fór vindhraði í allt að 35 metra á sekúndu, sem er fellibylsstyrkur. Vind er þó tekið að lægja en samkvæmt Veðurstofu Íslands er hann nú um 15-23 metrar á sekúndu. Skólahald féll niður í gær og í dag, rafmagnslaust er víða og hætta er á snjóflóðum á norðanverðum Vestfjörðum.Upplifunin ævintýraleg „Það að lesa á mælana tók mig fjörutíu mínútur, en vanalega tekur það mig ekki meira en fimm mínútur. Veðurhamurinn var rosalegur í gær og er með þeim verri sem ég hef upplifað,“ segir Margrét. „Það gerði aftaka veður á milli jóla og nýárs 2012, sem er kannski svipað veðrinu núna. En að vera úti í 30 metrum á sekúndu var bara ævintýri. Vindhviðurnar fóru síðan í svona 70-80 metra á sekúndu og úrkoman í 57 mm. Það er virkilega mikið.“Sá veðurofsann færast yfir Margrét er með hross en hún rétt náði að koma þeim í hús áður en veðrið skall á. „Veðrið skall á á tíu mínútum og maður bara sá þegar kólgubakkinn kom inn í djúpið og færðist yfir.“ Ekkert ferðaveður er og mælir Margrét með að fólk haldi sig inni við á meðan veðrið gengur yfir. Það ætlar hún að gera, en Margrét fagnar 35 ára afmæli sínu í dag. Líklega mun hún því verja deginum í faðmi fjölskyldunnar. Veður Tengdar fréttir Víða rafmagnslaust á Vestfjörðum Barðastrandalína er spennulaus sökum ísingar og eru íbúar á Barðaströnd því án rafmagns. 10. desember 2014 10:07 Snjóflóð kom í veg fyrir að sjúkrabíll kæmist til baka á Ísafjörð Afleitt veður hefur verið á Vestfjörðum síðan síðdegis í gær og hefur það meðal annars valdið rafmagnstruflunum. Það hefur verið rafmagnslaust á Barðaströnd síðan aðfararnótt þriðjudags og þar er víða orðið kalt í húsum. 10. desember 2014 07:13 „Glórulaus stórhríð“ Vindhraði náði hámarki á Vestfjörðum á milli átta og níu og mun vera hár áfram fram eftir kvöldi. 9. desember 2014 20:45 Brattabrekka lokuð vegna umferðaróhapps Tveir flutningabílar og einn fólksbíll loka nú veginum yfir Bröttubrekku eftir að þeir runnu þversum á veginum og loka honum. 9. desember 2014 11:01 Fárviðri á Vestfjörðum Hægt er að fylgjast með óveðrinu á gagnvirku veðurkorti. 9. desember 2014 18:10 Veðurstofa varar við aftakaveðri: Frystitogari fastur í Ísafjarðardjúpi „Það er nú nokkuð erfitt að segja hvernig veðrið er, það sést ekkert útum neina glugga hér í skipinu,“ segir Sigurbjörn E. Kristjánsson, skipstjóri á frystitogaranum Vigra. 9. desember 2014 15:13 Varað við fárviðri á norðanverðum Vestfjörðum eftir hádegi Veðurstofan spáir norðaustan ofsaveðri eða fárviðri (25 til 35 m/s) á norðanverðum Vestfjörðum. 9. desember 2014 10:14 Vetrarríki á Vestfjörðum Sannkallað inniveður hefur verið á Ísafirði í dag. 9. desember 2014 21:26 Snjóflóðahætta og rafmagnslaust á Vestfjörðum Aftakaveður á Vestfjörðum. 10. desember 2014 10:23 Hlaða splundraðist í óveðrinu Miklar skemmdir á hlöðunni í Minnihlíð, skammt frá Bolungarvík. 9. desember 2014 23:11 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Sjá meira
„Ég hef aldrei vitað annað eins. Ég hef aldrei áður þurft að leggja sjálfa mig í hættu við að lesa á mælana en á meðan ég skreið að mælunum fuku tvær þakplötur inn í garðinn til mín. Þetta var alveg rosalegt,“ segir afmælisbarnið Margrét Jómundsdóttir veðurathugunarkona fyrir Veðurstofu Íslands í Bolungarvík. Fárviðri var á Vestfjörðum í gær og fór vindhraði í allt að 35 metra á sekúndu, sem er fellibylsstyrkur. Vind er þó tekið að lægja en samkvæmt Veðurstofu Íslands er hann nú um 15-23 metrar á sekúndu. Skólahald féll niður í gær og í dag, rafmagnslaust er víða og hætta er á snjóflóðum á norðanverðum Vestfjörðum.Upplifunin ævintýraleg „Það að lesa á mælana tók mig fjörutíu mínútur, en vanalega tekur það mig ekki meira en fimm mínútur. Veðurhamurinn var rosalegur í gær og er með þeim verri sem ég hef upplifað,“ segir Margrét. „Það gerði aftaka veður á milli jóla og nýárs 2012, sem er kannski svipað veðrinu núna. En að vera úti í 30 metrum á sekúndu var bara ævintýri. Vindhviðurnar fóru síðan í svona 70-80 metra á sekúndu og úrkoman í 57 mm. Það er virkilega mikið.“Sá veðurofsann færast yfir Margrét er með hross en hún rétt náði að koma þeim í hús áður en veðrið skall á. „Veðrið skall á á tíu mínútum og maður bara sá þegar kólgubakkinn kom inn í djúpið og færðist yfir.“ Ekkert ferðaveður er og mælir Margrét með að fólk haldi sig inni við á meðan veðrið gengur yfir. Það ætlar hún að gera, en Margrét fagnar 35 ára afmæli sínu í dag. Líklega mun hún því verja deginum í faðmi fjölskyldunnar.
Veður Tengdar fréttir Víða rafmagnslaust á Vestfjörðum Barðastrandalína er spennulaus sökum ísingar og eru íbúar á Barðaströnd því án rafmagns. 10. desember 2014 10:07 Snjóflóð kom í veg fyrir að sjúkrabíll kæmist til baka á Ísafjörð Afleitt veður hefur verið á Vestfjörðum síðan síðdegis í gær og hefur það meðal annars valdið rafmagnstruflunum. Það hefur verið rafmagnslaust á Barðaströnd síðan aðfararnótt þriðjudags og þar er víða orðið kalt í húsum. 10. desember 2014 07:13 „Glórulaus stórhríð“ Vindhraði náði hámarki á Vestfjörðum á milli átta og níu og mun vera hár áfram fram eftir kvöldi. 9. desember 2014 20:45 Brattabrekka lokuð vegna umferðaróhapps Tveir flutningabílar og einn fólksbíll loka nú veginum yfir Bröttubrekku eftir að þeir runnu þversum á veginum og loka honum. 9. desember 2014 11:01 Fárviðri á Vestfjörðum Hægt er að fylgjast með óveðrinu á gagnvirku veðurkorti. 9. desember 2014 18:10 Veðurstofa varar við aftakaveðri: Frystitogari fastur í Ísafjarðardjúpi „Það er nú nokkuð erfitt að segja hvernig veðrið er, það sést ekkert útum neina glugga hér í skipinu,“ segir Sigurbjörn E. Kristjánsson, skipstjóri á frystitogaranum Vigra. 9. desember 2014 15:13 Varað við fárviðri á norðanverðum Vestfjörðum eftir hádegi Veðurstofan spáir norðaustan ofsaveðri eða fárviðri (25 til 35 m/s) á norðanverðum Vestfjörðum. 9. desember 2014 10:14 Vetrarríki á Vestfjörðum Sannkallað inniveður hefur verið á Ísafirði í dag. 9. desember 2014 21:26 Snjóflóðahætta og rafmagnslaust á Vestfjörðum Aftakaveður á Vestfjörðum. 10. desember 2014 10:23 Hlaða splundraðist í óveðrinu Miklar skemmdir á hlöðunni í Minnihlíð, skammt frá Bolungarvík. 9. desember 2014 23:11 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Sjá meira
Víða rafmagnslaust á Vestfjörðum Barðastrandalína er spennulaus sökum ísingar og eru íbúar á Barðaströnd því án rafmagns. 10. desember 2014 10:07
Snjóflóð kom í veg fyrir að sjúkrabíll kæmist til baka á Ísafjörð Afleitt veður hefur verið á Vestfjörðum síðan síðdegis í gær og hefur það meðal annars valdið rafmagnstruflunum. Það hefur verið rafmagnslaust á Barðaströnd síðan aðfararnótt þriðjudags og þar er víða orðið kalt í húsum. 10. desember 2014 07:13
„Glórulaus stórhríð“ Vindhraði náði hámarki á Vestfjörðum á milli átta og níu og mun vera hár áfram fram eftir kvöldi. 9. desember 2014 20:45
Brattabrekka lokuð vegna umferðaróhapps Tveir flutningabílar og einn fólksbíll loka nú veginum yfir Bröttubrekku eftir að þeir runnu þversum á veginum og loka honum. 9. desember 2014 11:01
Fárviðri á Vestfjörðum Hægt er að fylgjast með óveðrinu á gagnvirku veðurkorti. 9. desember 2014 18:10
Veðurstofa varar við aftakaveðri: Frystitogari fastur í Ísafjarðardjúpi „Það er nú nokkuð erfitt að segja hvernig veðrið er, það sést ekkert útum neina glugga hér í skipinu,“ segir Sigurbjörn E. Kristjánsson, skipstjóri á frystitogaranum Vigra. 9. desember 2014 15:13
Varað við fárviðri á norðanverðum Vestfjörðum eftir hádegi Veðurstofan spáir norðaustan ofsaveðri eða fárviðri (25 til 35 m/s) á norðanverðum Vestfjörðum. 9. desember 2014 10:14
Hlaða splundraðist í óveðrinu Miklar skemmdir á hlöðunni í Minnihlíð, skammt frá Bolungarvík. 9. desember 2014 23:11