Flughált á Suðurlandsvegi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 10. desember 2014 15:02 „Hún hefði vel getað oltið því það er svo bjart þarna fram af,“ segir Guðmundur Vignir. Mynd/Guðmundur Vignir Steinsson Tvær rútur hafa farið út af Suðurlandsvegi í dag. Önnur fór út af við Kirkjubæjarklaustur í hádeginu með 20 farþega. „Það fór allt vel. Bílstjórinn náði að keyra rútuna þarna útaf,“ segir Guðmundur Vignir Steinsson, meðlimur í björgunarsveitinni Kyndli á Kirkjubæjarklaustri. Erlendu ferðamennirnir voru í Norðurljósaferð og segir Guðmundur að þeir hafi sloppið með skrekkinn. Verr hefði getað farið hefði bílstjóranum ekki tekist að stýra rútunni útaf veginum. „Hún hefði vel getað oltið því það er svo bjart þarna fram af.“ Önnur rúta fór útaf við Steina undir Eyjafjöllum með tólf farþega. Í seinni útafkeyrslunni slasaðist einn minniháttar.Hellisheiði og Þrengsli enn lokuð Hellisheiði, Mosfellsheiði og Þrengsli hafa verið lokuð frá því í morgun. Lýst hefur verið yfir óvissustigi vegna snjóflóða á norðanverðum Vestfjörðum en yfir hættustigi á Ísafirði. Reitur níu sem er iðnaðarhverfi hefur því verið rýmdur. Þá er Súðavíkurhlíð lokuð vegna snjóflóðahættu og lokað er til Flateyrar vegna snjóflóðs. Enn er óveður víðast hvar á landinu. Lægðardrög koma hvert af öðru úr norðri. Suðvestantil lægir heldur um stund en gengur aftur upp um tíma undir kvöld. Á Kjalarnesi er reiknað með vindhviðum, 30-40 metrum á sekúndu fram á kvöld, en þá lægir heldur. Eins byljótt undir Eyjafjöllum og í Mýrdal um tíma og nær hámarki um klukkan 18. Á Norðurlandi verður enn stórhríðaveður og 18-23 metrar á sekúndu fram á kvöld og smám saman einnig norðaustanlands. Á Austurlandi hvessir seint í kvöld af norðnorðvestur og þar verður kafaldsbylur fram á morgunn. Jafnframt byljótt og með snörpum vindhviðum suðaustanlands í nótt og í fyrramálið.vísir/valliFærð og aðstæður Vegagerðin varar við flughálku á milli Þorlákshafnar og Hveragerðis og á Suðurstrandarvegi úr Selvogi og upp á Krísuvíkurveg. Hálka eða snjóþekja er á flestum vegum á Suðurlandi og við Faxaflóa og óveður mjög víða. Lokað er um Mosfellsheiði þar er hálka og stórhríð og ekkert ferðaveður. Ófært er um Bröttubrekku, Svínadal og Laxárdalsheiði. Þæfingur og stórhríð á Holtavörðuheiði og þungfært um Fróðárheiði annars er hálka eða snjóþekja á Vesturlandi og víða er stórhríð. Á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra er stórhríð og ekkert ferðaveður. Á Vestfjörðum er búið að opna um Mikladal og Hálfdán þar er hálka og skafrenningur. Súðavíkurhlíð er lokuð vegna snjóflóðahættu. Lokað er til Flateyrar vegna snjóflóðs. Á Norðurlandi vestra er búið að loka Þverárfjalli og Vatnsskarði. Lokað er á milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar. Þæfingur er á Öxnadalsheiði. Lokað er um Víkurskarð og á milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar. Á Eyjafjarðarsvæðinu er snjóþekja og snjókoma en austan við Víkurskarð er hálka, snjóþekja og éljagangur. Hálka og éljagangur er á Austurlandi en snjóþekja og éljagandur er með Suðausturströndinni. Flughált er frá Vík í Kirkjubæjarklaustur. Veður Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Sjá meira
Tvær rútur hafa farið út af Suðurlandsvegi í dag. Önnur fór út af við Kirkjubæjarklaustur í hádeginu með 20 farþega. „Það fór allt vel. Bílstjórinn náði að keyra rútuna þarna útaf,“ segir Guðmundur Vignir Steinsson, meðlimur í björgunarsveitinni Kyndli á Kirkjubæjarklaustri. Erlendu ferðamennirnir voru í Norðurljósaferð og segir Guðmundur að þeir hafi sloppið með skrekkinn. Verr hefði getað farið hefði bílstjóranum ekki tekist að stýra rútunni útaf veginum. „Hún hefði vel getað oltið því það er svo bjart þarna fram af.“ Önnur rúta fór útaf við Steina undir Eyjafjöllum með tólf farþega. Í seinni útafkeyrslunni slasaðist einn minniháttar.Hellisheiði og Þrengsli enn lokuð Hellisheiði, Mosfellsheiði og Þrengsli hafa verið lokuð frá því í morgun. Lýst hefur verið yfir óvissustigi vegna snjóflóða á norðanverðum Vestfjörðum en yfir hættustigi á Ísafirði. Reitur níu sem er iðnaðarhverfi hefur því verið rýmdur. Þá er Súðavíkurhlíð lokuð vegna snjóflóðahættu og lokað er til Flateyrar vegna snjóflóðs. Enn er óveður víðast hvar á landinu. Lægðardrög koma hvert af öðru úr norðri. Suðvestantil lægir heldur um stund en gengur aftur upp um tíma undir kvöld. Á Kjalarnesi er reiknað með vindhviðum, 30-40 metrum á sekúndu fram á kvöld, en þá lægir heldur. Eins byljótt undir Eyjafjöllum og í Mýrdal um tíma og nær hámarki um klukkan 18. Á Norðurlandi verður enn stórhríðaveður og 18-23 metrar á sekúndu fram á kvöld og smám saman einnig norðaustanlands. Á Austurlandi hvessir seint í kvöld af norðnorðvestur og þar verður kafaldsbylur fram á morgunn. Jafnframt byljótt og með snörpum vindhviðum suðaustanlands í nótt og í fyrramálið.vísir/valliFærð og aðstæður Vegagerðin varar við flughálku á milli Þorlákshafnar og Hveragerðis og á Suðurstrandarvegi úr Selvogi og upp á Krísuvíkurveg. Hálka eða snjóþekja er á flestum vegum á Suðurlandi og við Faxaflóa og óveður mjög víða. Lokað er um Mosfellsheiði þar er hálka og stórhríð og ekkert ferðaveður. Ófært er um Bröttubrekku, Svínadal og Laxárdalsheiði. Þæfingur og stórhríð á Holtavörðuheiði og þungfært um Fróðárheiði annars er hálka eða snjóþekja á Vesturlandi og víða er stórhríð. Á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra er stórhríð og ekkert ferðaveður. Á Vestfjörðum er búið að opna um Mikladal og Hálfdán þar er hálka og skafrenningur. Súðavíkurhlíð er lokuð vegna snjóflóðahættu. Lokað er til Flateyrar vegna snjóflóðs. Á Norðurlandi vestra er búið að loka Þverárfjalli og Vatnsskarði. Lokað er á milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar. Þæfingur er á Öxnadalsheiði. Lokað er um Víkurskarð og á milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar. Á Eyjafjarðarsvæðinu er snjóþekja og snjókoma en austan við Víkurskarð er hálka, snjóþekja og éljagangur. Hálka og éljagangur er á Austurlandi en snjóþekja og éljagandur er með Suðausturströndinni. Flughált er frá Vík í Kirkjubæjarklaustur.
Veður Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Sjá meira