James er slæmur í hnénu og tók sér því hvíld. Það nýtti Oklahoma sér í botn.
Russell Westbrook fór mikinn í liði Oklahoma en hann skoraði 26 stig, gaf 8 stoðsendingar og tók 7 fráköst. Kevin Durant skoraði 19 stig og munar um minna fyrir liðið að hafa endurheimt þessa tvo kappa.
Kyrie Irving var stigahæstur hjá Cleveland með 20 stig en hitti aðeins úr 7 af 21 skoti sínu. Kevin Love skoraði 18 stig og tók 16 fráköst.
Úrslit:
Oklahoma-Cleveland 103-94
Sacramento-Houston 109-113
Staðan í NBA-deildinni.