Skólahald í Handverks- og hússtjórnarskólanum á Hallormsstað er aflýst á morgun vegna veðurs. Varað hefur verið við illviðri um í nótt og á morgun víða um land. Fyrirhuguð jólasýning nemenda fellur einnig niður.
Í fyrramálið er því að spáð að það hvessi talsvert á austurhelmingi landsins, meira en það sem verður í nótt, og má búast við hviðum allt upp í 50 metra á sekúndu. Meðalvindur verður á bilinu 23-32 metrar á sekúndu.
Skólahaldi í hússtjórnarskólanum aflýst vegna veðurs
Aðalsteinn Kjartansson skrifar
