Kobe búinn að skora meira en Jordan | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. desember 2014 07:15 Kobe Bryant gengur ánægður af velli í nótt. vísir/getty Kobe Bryant, skotbakvörður Los Angeles Lakes, skoraði 26 stig í 100-94 sigri Lakers gegn Minnesota Timberwolves í NBA-deildinni í körfubolta á útivelli í nótt. Hann er þar með búinn að skora 32,310 stig í NBA-deildinni á löngum og farsælum ferli, en með stigunum í nótt fór hann upp fyrir sjálfan Michael Jordan í þriðja sæti yfir stigahæstu leikmenn NBA frá upphafi. Kobe er nú 4.618 stigum á eftir Karl Malone, sem er í öðru sæti listans, og þarf að spila 185 leiki til viðbótar til að ná honum ef miðað er við að Kobe skori 25 stig að meðaltali í leik. Þegar rúmar fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik setti Kobe niður tvö vítaskot sem komu honum yfir Jordan, en hann þurfti níu stig í nótt til að komast pall með Kareem Abdul Jabbar (38.387) og Karl Malone. Lakers er nú búið að vinna þrjá leiki í röð og rífa sig upp úr kjallaranum í vestrinu, en liðið er búið að vinna átta leiki og tapa sextán. Kobe Bryant fer fram úr Jordan:Congrats, Kobe! pic.twitter.com/OTADknA00q — NBA (@NBA) December 15, 2014Golden State Warriors vann 16. leikinn í röð í nótt þegar liðið lagði New Orleans Pelicans, 128-122, í framlengdum leik í New Orleans í nótt. Stephen Curry skoraði 34 stig fyrir gestina, tók 7 fráköst og gaf 7 stoðsendingar og félagi hans Klay Thompson skoraði 29 stig. Bakverðir Golden State halda áfram að spila eins og þeir sem valdið hafa. Tyreke Evans var virkilega flottur í liði heimamanna og skoraði 34 stig auk þess sem hann tók 8 fráköst og Jrue Holiday bætti við 30 stigum og 9 stoðsendingum. Oklahoma City Thunder er einnig komið á góðan skrið í vestrinu, en liðið vann Phoenix Suns, 112-88 í nótt. Þetta var sjötti sigur liðsins í röð og er það nú aðeins einum sigri frá áttunda sætinu. Russell Westbrook (28 stig, 8 fráköst, 8 stoðsendingar) og Kevin Durant (23 stig, 8 fráköst) voru allt í öllu hjá heimamönnum. Toronto heldur efsta sæti austurdeildarinnar eftir sigur á New York í nótt, en Washington og Chicago sem eru í baráttunni á toppnum í austrinu unnu líka.Úrslit næturinnar: New Orleans Pelicans - Golden State Warriors - 122-128 Miami Heat - Chicago Bulls 75-93 Utah Jazz - Washington Wizards 84-93 Minnesota Timberwolves - Los Angeles Lakers 94-100 Oklahoma City Thunder - Phoenix Suns 112-88 New York Knicks - Toronto Raptors 90-95 Denver Nuggets - San Antonio Spurs 91-99 NBA Mest lesið Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Sport Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Enski boltinn Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Frá Midtjylland til Newcastle Fótbolti Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Körfubolti Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Sport Dagskráin í dag: Blikar í Meistaradeildinni Sport Fleiri fréttir Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Sjá meira
Kobe Bryant, skotbakvörður Los Angeles Lakes, skoraði 26 stig í 100-94 sigri Lakers gegn Minnesota Timberwolves í NBA-deildinni í körfubolta á útivelli í nótt. Hann er þar með búinn að skora 32,310 stig í NBA-deildinni á löngum og farsælum ferli, en með stigunum í nótt fór hann upp fyrir sjálfan Michael Jordan í þriðja sæti yfir stigahæstu leikmenn NBA frá upphafi. Kobe er nú 4.618 stigum á eftir Karl Malone, sem er í öðru sæti listans, og þarf að spila 185 leiki til viðbótar til að ná honum ef miðað er við að Kobe skori 25 stig að meðaltali í leik. Þegar rúmar fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik setti Kobe niður tvö vítaskot sem komu honum yfir Jordan, en hann þurfti níu stig í nótt til að komast pall með Kareem Abdul Jabbar (38.387) og Karl Malone. Lakers er nú búið að vinna þrjá leiki í röð og rífa sig upp úr kjallaranum í vestrinu, en liðið er búið að vinna átta leiki og tapa sextán. Kobe Bryant fer fram úr Jordan:Congrats, Kobe! pic.twitter.com/OTADknA00q — NBA (@NBA) December 15, 2014Golden State Warriors vann 16. leikinn í röð í nótt þegar liðið lagði New Orleans Pelicans, 128-122, í framlengdum leik í New Orleans í nótt. Stephen Curry skoraði 34 stig fyrir gestina, tók 7 fráköst og gaf 7 stoðsendingar og félagi hans Klay Thompson skoraði 29 stig. Bakverðir Golden State halda áfram að spila eins og þeir sem valdið hafa. Tyreke Evans var virkilega flottur í liði heimamanna og skoraði 34 stig auk þess sem hann tók 8 fráköst og Jrue Holiday bætti við 30 stigum og 9 stoðsendingum. Oklahoma City Thunder er einnig komið á góðan skrið í vestrinu, en liðið vann Phoenix Suns, 112-88 í nótt. Þetta var sjötti sigur liðsins í röð og er það nú aðeins einum sigri frá áttunda sætinu. Russell Westbrook (28 stig, 8 fráköst, 8 stoðsendingar) og Kevin Durant (23 stig, 8 fráköst) voru allt í öllu hjá heimamönnum. Toronto heldur efsta sæti austurdeildarinnar eftir sigur á New York í nótt, en Washington og Chicago sem eru í baráttunni á toppnum í austrinu unnu líka.Úrslit næturinnar: New Orleans Pelicans - Golden State Warriors - 122-128 Miami Heat - Chicago Bulls 75-93 Utah Jazz - Washington Wizards 84-93 Minnesota Timberwolves - Los Angeles Lakers 94-100 Oklahoma City Thunder - Phoenix Suns 112-88 New York Knicks - Toronto Raptors 90-95 Denver Nuggets - San Antonio Spurs 91-99
NBA Mest lesið Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Sport Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Enski boltinn Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Frá Midtjylland til Newcastle Fótbolti Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Körfubolti Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Sport Dagskráin í dag: Blikar í Meistaradeildinni Sport Fleiri fréttir Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Sjá meira