Seinkanir og niðurfellingar ferða verða óhjákvæmilegar í akstri Strætó fram eftir degi vegna veðurs og færðar, ekki verður hægt að tryggja mætingar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Strætó.
Reynt verður eftir fremsta megni að halda akstri á sem flestum leiðum eins lengi og aðstæður leyfa.
Strætó biður farþega afsökunar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda og þakkar þolinmæði og skilning. Í aðstæðum sem þessum leggur Strætó áherslu á öryggi starfsfólks og farþega umfram tímaáætlun.
Strætóferðum mun seinka og jafnvel falla niður
Stefán Árni Pálsson skrifar
