Útlit fyrir hvít, köld og vindasöm jól Kjartan Atli Kjartansson skrifar 17. desember 2014 13:37 Páll Bergþórsson spáir hvítum jólum. Útlit er fyrir að jólin verði hvít og ansi köld. Þetta segir Páll Bergþórsson, veðurfræðingur og fyrrum veðurstofustjóri. Hann segir að bæði aðfangadagur og jóladagur verði afar kaldir um nánast allt land. „Já, það eru allar líkur á því að jólin verði köld og hvít. Það getur orðið allt að tíu stiga frost báða jóladagana. En fram að jólum er ekki útlit fyrir mikið frost.“ Páll býst við snjókomu og éljagangi fram að jólum og telur að veðrið verði svipað um allt land. „Mestu hlýindin verða líklegast sumsstaðar við Suðurströndina, undir Eyjafjöllum þá helst,“ útskýrir hann. Norska veðurstofan spáir einnig hvítum og köldum jólum og víðsvegar á landinu er útlit fyrir mikinn vind. Um miðjan nóvember var Páll beðinn að spá fyrir um hvort jólin yrðu hvít eða rauð. Hann sagði mjög erfitt að spá svo langt fram í tímann, en taldi líklegra að jólin yrðu rauð. En síðan þá hefur snjóað mikið og kólnað, eitthvað sem var ófyrirsjáanlegt. „Það eru engin sambönd svo langt inn í framtíðina,“ sagði hann þá. Spá Veðurstofu Íslands fyrir næsta sólahringinn lítur svo út: Suðvestan 13-18 m/s og éljagangur, en 20-25 NV-lands. Dregur smám saman úr vindi í dag, en snýst í norðaustan 13-18 á Vestfjörðum. Norðan og norðvestan 8-15 og él á morgun, hvassast á Vestfjörðum, en úrkomulítið A-lands. Frost víða 0 til 5 stig, en sums staðar frostlaust við S- og A-ströndina.Næstu daga er spáin svo:Á föstudag: Norðan og norðaustustan 13-20 m/s, hvassast NV-til fyrir hádegi, en A-lands um kvöldið. Snjókoma eða él, en bjart með köflum S-lands. Frost 1 til 10 stig, kaldast inn til landsins.Á laugardag: Gengur í suðaustan 15-23 m/s með snjókomu eða slyddu og rigning um kvöldið, fyrst SV-lands. Hægara og úkomulítið NA-lands fram á kvöld. Hlýnandi veður í bili.Á sunnudag: Ákveðin austan- og norðaustanátt og snjókoma eða éljagangur. Rofar til SV-til seinni partinn. Kólnandi veður.Á mánudag og þriðjudag (Þorláksmessa): Útlit fyrir norðaustlæga átt með snjókomu eða éljum, en úrkomulítið SV-til. Fremur svalt í veðri.Norska veðurstofan býst við miklum kulda á jóladag og annan í jólum. Í spá norsku veðurstofunnar fyrir Reykjavík kemur fram að allt að vindurinn á aðfangadagskvöldi verði allt að fimmtán metrar á sekúndu. Á Akureyri verður lítill vindur, kalt og örlítil snjókoma; sannkallað jólaveður. Svipaða sögu er að segja á Egilsstöðum, en þar dettur allt í dúnalogn um klukkan 18 á aðfangadagskvöld, samkvæmt spánni. Á Ísafirði er búist við allt að sjö metrum á sekúndu og snjókomu á aðfangadagskvöld, en síðan lægir á jóladag, en kólnar töluvert. Á Ísafirði er búist við eins stigs hita á aðfangadagskvöld en þar verður vindasamt, allt að fimmtán metrar á sekúndu. Veður Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Sjá meira
Útlit er fyrir að jólin verði hvít og ansi köld. Þetta segir Páll Bergþórsson, veðurfræðingur og fyrrum veðurstofustjóri. Hann segir að bæði aðfangadagur og jóladagur verði afar kaldir um nánast allt land. „Já, það eru allar líkur á því að jólin verði köld og hvít. Það getur orðið allt að tíu stiga frost báða jóladagana. En fram að jólum er ekki útlit fyrir mikið frost.“ Páll býst við snjókomu og éljagangi fram að jólum og telur að veðrið verði svipað um allt land. „Mestu hlýindin verða líklegast sumsstaðar við Suðurströndina, undir Eyjafjöllum þá helst,“ útskýrir hann. Norska veðurstofan spáir einnig hvítum og köldum jólum og víðsvegar á landinu er útlit fyrir mikinn vind. Um miðjan nóvember var Páll beðinn að spá fyrir um hvort jólin yrðu hvít eða rauð. Hann sagði mjög erfitt að spá svo langt fram í tímann, en taldi líklegra að jólin yrðu rauð. En síðan þá hefur snjóað mikið og kólnað, eitthvað sem var ófyrirsjáanlegt. „Það eru engin sambönd svo langt inn í framtíðina,“ sagði hann þá. Spá Veðurstofu Íslands fyrir næsta sólahringinn lítur svo út: Suðvestan 13-18 m/s og éljagangur, en 20-25 NV-lands. Dregur smám saman úr vindi í dag, en snýst í norðaustan 13-18 á Vestfjörðum. Norðan og norðvestan 8-15 og él á morgun, hvassast á Vestfjörðum, en úrkomulítið A-lands. Frost víða 0 til 5 stig, en sums staðar frostlaust við S- og A-ströndina.Næstu daga er spáin svo:Á föstudag: Norðan og norðaustustan 13-20 m/s, hvassast NV-til fyrir hádegi, en A-lands um kvöldið. Snjókoma eða él, en bjart með köflum S-lands. Frost 1 til 10 stig, kaldast inn til landsins.Á laugardag: Gengur í suðaustan 15-23 m/s með snjókomu eða slyddu og rigning um kvöldið, fyrst SV-lands. Hægara og úkomulítið NA-lands fram á kvöld. Hlýnandi veður í bili.Á sunnudag: Ákveðin austan- og norðaustanátt og snjókoma eða éljagangur. Rofar til SV-til seinni partinn. Kólnandi veður.Á mánudag og þriðjudag (Þorláksmessa): Útlit fyrir norðaustlæga átt með snjókomu eða éljum, en úrkomulítið SV-til. Fremur svalt í veðri.Norska veðurstofan býst við miklum kulda á jóladag og annan í jólum. Í spá norsku veðurstofunnar fyrir Reykjavík kemur fram að allt að vindurinn á aðfangadagskvöldi verði allt að fimmtán metrar á sekúndu. Á Akureyri verður lítill vindur, kalt og örlítil snjókoma; sannkallað jólaveður. Svipaða sögu er að segja á Egilsstöðum, en þar dettur allt í dúnalogn um klukkan 18 á aðfangadagskvöld, samkvæmt spánni. Á Ísafirði er búist við allt að sjö metrum á sekúndu og snjókomu á aðfangadagskvöld, en síðan lægir á jóladag, en kólnar töluvert. Á Ísafirði er búist við eins stigs hita á aðfangadagskvöld en þar verður vindasamt, allt að fimmtán metrar á sekúndu.
Veður Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Sjá meira