Engin slys en þónokkuð tjón víða 1. desember 2014 07:22 Vísir/Ernir Ekki er vitað til að nein alvarleg slys hafi orðið í ofsaveðrinu sem gekk yfir landið í gær og í nótt og verulega hefur dregið úr vindi nema hvað nokkuð hvasst er enn sumstaðar á Norðurlandi. Allt að 350 björgunarsveitarmenn voru við störf á Suðvesturlandi langt fram eftir kvöldi og síðan var farið að kalla út sveitir fyrir norðan, sem voru við störf fram undir morgun. Víða höfðu gluggar brotnað , hurðir fokið upp, heilu skúrarnir fokið um koll, gámar og þakplötur fokið á bíla, klæðningar losnað og sólpallar skekkst, girðingar fokið niður og tré fallið. Mesti stöðugi vindhraðinn mældist á nokkkrum stöðum 29 metrar á sekúndu, sem telst ofsaveður og sumstaðar fór vindurinn upp í 50 metra á sekúndu í hviðum. Hjálparbeiðnum ringdi inn til björgunarsveita og lögreglu og sumstaðar tóku slökkviliðsmenn þátt í hjálparstarfinu. Á Tjörnesi fauk 20 metra langur þakgluggi af nýju fjósi, en kýrnar sakaði ekki. Hvergi er vitað um stórtjón á einhverjum einum stað, en tjón varð víða þannig að heildartalan mun sjálfsagt hlaupa á mörgum milljónum króna. Innanlandsflug var fellt niður og mikil röskun varð á millilandaflugi. Nokkrar millilandaferðir voru felldar niður og ein vélin varð að lenda á Akureyrarflugvelli. Um tíma slokknaði á umferðarljósum á nokkrum gatnamótum í borginni. Strætóferðir voru felldar niður þegar veðurhamurinn var sem mestur og sára fáir voru á ferð á einkabílum. Sárafá fiskiskip voru á sjó og þau flest í vari. Þó fékk eitt þeirra á sig brotsjó djúpt vestur af Snæfellsnesi í nótt. Við það brotnuðu rúður í íbúðargangi og sjór fór að fossa um gangana, en skipverjum tókst að þétta gluggana á ný. Tveir erlendir ferðamenn hringdu í Neyðarlínuna í nótt og óskuðu eftir aðstoð þar sem þeir sátu í föstum bíl sínum á Kjalvegi. Björgunarmenn voru sendir frá Blönduósi og komu þeir að ferðamönnunum, heilum á húfi, laust fyrir klukkan sex í morgun. Búast má við að víða komi tjón í ljós þegar birtir af degi. Veður Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Sjá meira
Ekki er vitað til að nein alvarleg slys hafi orðið í ofsaveðrinu sem gekk yfir landið í gær og í nótt og verulega hefur dregið úr vindi nema hvað nokkuð hvasst er enn sumstaðar á Norðurlandi. Allt að 350 björgunarsveitarmenn voru við störf á Suðvesturlandi langt fram eftir kvöldi og síðan var farið að kalla út sveitir fyrir norðan, sem voru við störf fram undir morgun. Víða höfðu gluggar brotnað , hurðir fokið upp, heilu skúrarnir fokið um koll, gámar og þakplötur fokið á bíla, klæðningar losnað og sólpallar skekkst, girðingar fokið niður og tré fallið. Mesti stöðugi vindhraðinn mældist á nokkkrum stöðum 29 metrar á sekúndu, sem telst ofsaveður og sumstaðar fór vindurinn upp í 50 metra á sekúndu í hviðum. Hjálparbeiðnum ringdi inn til björgunarsveita og lögreglu og sumstaðar tóku slökkviliðsmenn þátt í hjálparstarfinu. Á Tjörnesi fauk 20 metra langur þakgluggi af nýju fjósi, en kýrnar sakaði ekki. Hvergi er vitað um stórtjón á einhverjum einum stað, en tjón varð víða þannig að heildartalan mun sjálfsagt hlaupa á mörgum milljónum króna. Innanlandsflug var fellt niður og mikil röskun varð á millilandaflugi. Nokkrar millilandaferðir voru felldar niður og ein vélin varð að lenda á Akureyrarflugvelli. Um tíma slokknaði á umferðarljósum á nokkrum gatnamótum í borginni. Strætóferðir voru felldar niður þegar veðurhamurinn var sem mestur og sára fáir voru á ferð á einkabílum. Sárafá fiskiskip voru á sjó og þau flest í vari. Þó fékk eitt þeirra á sig brotsjó djúpt vestur af Snæfellsnesi í nótt. Við það brotnuðu rúður í íbúðargangi og sjór fór að fossa um gangana, en skipverjum tókst að þétta gluggana á ný. Tveir erlendir ferðamenn hringdu í Neyðarlínuna í nótt og óskuðu eftir aðstoð þar sem þeir sátu í föstum bíl sínum á Kjalvegi. Björgunarmenn voru sendir frá Blönduósi og komu þeir að ferðamönnunum, heilum á húfi, laust fyrir klukkan sex í morgun. Búast má við að víða komi tjón í ljós þegar birtir af degi.
Veður Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Sjá meira